Úti - 15.06.1940, Síða 22

Úti - 15.06.1940, Síða 22
Hvað skal gera ef þú misstígur þig? Sértu heima við, þá fáðu bundið um öklann eins og mynd- in sýnir, og reyndu ekkert á fótinn í einn eða tvo daga. Komi mikil bólga í ljós, eða ef sársauk- inn hverfur ekki við hvíldina, þá láttu sækja lækni. Beztu bindin til þess að vefja um öklann eru teygjubindi (Ideal- bindi). Ef þú er upp til fjalla eða fjarri bæjum, þá reyndu að hafa einhver ráð til þess að búa út bindi, sem þú síðan bindur þétt- ingsfast um öklann, eins og áður getur — og hlífðu fætinum, sem mest þú mátt. Farirðu ekki að þessum ráðum, en reyn- ir áfram á fótinn og trassar að binda um þig teygjubindi, eða annað bindi, þá máttu búast við því að eiga lengi í misstiginu og vera auk þess sífellt að misstíga þig. Þess ber og að gæta, að við misstig geta liðpok- arnir rifnað og bein brákast. Ber þá að fara mjög varlega með fótinn og sækja lækni. Þeir, sem iðka skíðastökk og knatt- spyrnu, ættu að fyrirbyggja tognun og misstig um ökla og hné, með því að nota ökla og hnjáhlífar úr teygjuefni. störf og viðgang sveitarinnar og lögðu jafnframt til að ýmsar breytingar yrðu gerðar á reglugerð sveitarinnar í samræmi við þá reynslu, sem fengist hafði á fyrsta starfsári hennar. Á þessu ári eru 5 ár liðin síðan að ísl. skátar hófu blóðgjafastarfsemi sína. í til- efni af því skrifaði Pétur Ólafsson blaða- maður fróðlega grein um þennan þátt skátablaðsins í Morgunblaðið þ. 9./3. 1940. Stjórn Blóðgjafasveitar skáta skipa þeir Leifur Guðmundsson ritari, Þorsteinn Bergmann gjaldkeri og Jón Oddgeir Jóns- son formaður. Eitt af því, sem nóg er til af í landinu. EITT AF ÞVÍ, sem nóg er til af í landinu — aldrei þessu vant — eru KARTÖFLUR. Góður og hollur matur, en verður ekki fluttur úr landi, né seldur fyrir erlendan gjaldeyri. En það er hægt að gera kartöflurnar að gjaldeyrisverðmæti með því að nota gnótt af þeim á hverju einasta heimili, sem þarf fyrir fæði að sjá, og spara í þess stað aðkeyptar vörur. Það er eins mikil menning og manndómur að nota það sem framleitt er í landinu, á haganlegastan hátt, eins og að vera öruggur og aflasæll til aðdrátta utan úr heimi. Það er ekki galli á góðum mat þótt hann sé ódýr. Kartöflurnar eru hvorutveggja: góður matur og ódýr — og íslenzkur. ýTI 20

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.