Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 5

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 5
Lærið að nota bjarghring. Þið hafið eflaust veitt því eftirtekt, að við höfnina í Reykjavík og við bryggjur í flestum kaupstöðum lands- ins, hanga bjarghringir á stólpum eða í kössum, oftast merktum Slysavarnafé- lagi íslands. Ef einhver fellur i sjóinn, ber þeim sem fyrstur sér slysið, að grípa næsta bjarghring og kasta honum til þess, er í sjóinn féll, en það er ekki sama, hvernig bjarghringinum er kastað og verða hér því birtar um það nokkrar leiðbeiningar, ásamt myndum til skýringar. 1) Línunni, (sem á að vera gerð upp í jafnar lykkjur), ska± haldið í vinstri hendi, þannig, að línan geti runnið ^l. 2. 3. a>p 4. 5. . . greiðfært úr lófanum, en þess þó gætt, að halda í enda línunnar, og mætti til öryggis bregða henni um úlnlið sér. (Samanber litlu myndina til hægri). 2) Bjarghringnum skal haldið í hægri hendi og sveiflað til, eins og myndin sýnir, um leið og honum er kastað í lóðréttri stellingu. 3) Reyna skal, að stefna bjarg- hringnum þannig, um leið og kastað er, að hann lendi rétt hjá manninum, en ekki á honum. Ef þú kynnir að verða fyrir því sjálfur, að deíta í sjóinn, og kastað væri til þín bjarghriúg, er gott að kunna þær einföldu reglur, sem hér er sagt frá um það, hvernig nota á hring- inn. 1. Synt að hringnum. 2. Gripið um ytri brún hringsins. 3. Líkamsþunginn lagður á hringinn svo að hann reisist í sjónum um leið og kafað er lítið eitt og 4. bjarghringnum steypt yfir höfuðið. 5. Höfuðið inni í bjarghringnum og höndunum haldið um ytri brúnir hans. 3 J. O. J. ÚTI

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.