Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 22

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 22
landi, og þarf skíðamaðurinn að geta útbúið sér neyðargleraugu í viðlögum. í því skyni má sníða til tvær plötur úr pappa, þunnum við eða leðurpjötlu og rista lárétta rifu fyrir miðju auga, en aðra niður úr eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Indíánar notuðu fyrr- um börk, en skrælingjar beinplötur í þessu skyni. Nú þarf vitanlega að halda ,,gleraugunum“ saman yfir nef- ið og binda þau aftur fyrir höfuð, og má nota til þ&ss seglgarn, grannt sr.æri eða e. t. v. skóreim eða þveng, hafi skíðamaðurinn haft svo litla forsjá heima hjá sér að stinga ekki snæris- spotta í bakpokann. Snjóblindan orsakast af heiftariegri ljós'bólgu í slímíhúðinni framan á aug- unum og líka í hornhimnunni. Sé hún komin í algleyming, verða menn að halda sig í skuggsýnu eða þá að Allir vaskir drengir verzla í Haraldarbúð. 20 nota mjög dökk gleraugu til þess að varna birtu að komast í augun. Reyna má kalda bakstra eða kamillete- bakstra á augun, og betur reynist að halla höfði aftur á bak en lúta áfram. Sem betur fer læknast snjóblindan annárs af sjálfu sér á nokkrum dögum. Augnlæknum tekst fljótt að lækna hana með sérstökum smyrslum. Des. 1942. Gunnlaugur Claessen (Að mestu tekið úr ,,Ski Safety and First Aid)“, Am. R. Cr.). Ritstjóri Jón Oddgeir Jónsson. Alþýðuprentsmíiðjan 'h. f. ÚTI

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.