Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 11

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 11
úr gröfum sínum og msettu mæla, sem þar liggja, kynnu þeir frá mörgu að segja. Þegar Strandarland eyddist af sand- foki, þekktu menn fátt til varnar þeim voða, samt munu menn þar hafa reynt að hlaða grjóti í sandskörð á landi því, sem var að blása, því að enn sjást nokkrar leifar slíkra garða á landi Strandar. Eftir að Strönd og hjáleigurnar fóru í eyði, stóð kirkjan ein í kirkjugarð- inum á auðninni. Prestar í Selvogi, sem þjónuðu að Strönd, bjuggu á Vogs- ósum, svo sem kunnugt er um séra Eirík Magnússon, sem er þjóðkunnur. Hann þótti fjölkunnugur og smáglett- inn, t. d. við pörótta pilta. Árið 1724 var Halldór Einarsson prestur að Vogsósum. Skömmu fyrir jólin það ár (5. des.) eignaðist hann dreng, sem Björn var nefndur. Séra Halldór var af góðum bænda- ættum kominn, en kona hans og móð- ir Björns, var Sigríður, dóttir séra Jóns Egilssonar á Gilsbakka. Séra Halldór fluttist frá Vogsósum árið 1725 að Stað í Steingrímsfirði og var þar prestur til dauðadags 1738. Árið eftir, 1739, fór Björn Halldórs- son í Skálholtsskóla og var þá á 15. ári og lauk þar prófi eftir 6 ár. Hann varð prestur í Sauðlauksdal við Pat- reksfjörð 1752. II. „Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley við mættum margt muna hvert öðru að segja frá. Prýðið þið lengi landið það, sem lifandi Guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns.“ J. H. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauks- dal var þjóðhollur og hinn mesti ágæt- ismaður. Hjá honum sameinuðust hin- ir beztu kostir úr báðum ættum. Hann var vitmaður, trúrækinn og skáld, svo sem verið hafði móðir hans og hennar feður, og hann var einnig búmaður hinn mesti, gætinn, gerhugull og nat- inn við allt það, er laut að ræktun og gagnsemi landsins, meðferð fénaðar og alla hirðu búsafurða. Enda gerðist hann hinn mesti athafnamaður. Kona hans var Rannveig Ólafsdóttir, Gunnlaugs- sonar í Svefneyjum. Bróðir hennar var Eggert Ólafsson, sem var hinn mesti lærdómsmaður, skáld og nátt- úrufræðingur. Lengi dvaldi Eggert í Danmörku og var þar í miklu áliti. Var þá rík umbótastefna uppi í Dan- mörku, og einnig meðal annarra menntaðra þjóða, sem stefndi að auk- inni þekkingu, breyttum atvinnuveg- um og betri lífskjörum. Islendingar, sem kynntust þessari stefnu urðu hrifnir af henni og börðust fyrir vel- ferðarmálum íslands og íslendinga, — bæði hér á landi og í Danmörku. I flokki þessara ættjarðarvina voru menn eins og Skúli Magnússon, Jón Eiríks- son, Eggert Ólafsson, Björn Halldórs- son o. fl. Allir þessir menn og margir aðrir vildu gera allt, sem hægt væri til þess að rækta landið, sem þá var víðast skóglaust og sums staðar komið í sand og auðn. Fólkinu á íslandi leið víða illa — það var oft svangt og sumt dó af hungri, eða af sjúkdómum, sem stöf- uðu af einhæfu og óhollu fæði. Það var mest lifað af kjöti og fiski, sem stund- ÚTI 9

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.