Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 8

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 8
kynjaða stofns séu til góðir eiginleikar, pá helzt þar sem úlfshundablendingar eru, þéttir bógar og sterklegar lappir ásamt kröftugu háralagi eru auk greind- arinnar nauðsynlegir eiginleikar þegar sleðahundar eru valdir. A friðartímum er vandalítið að afla sér grænlenzkra hunda, því þeir eru nú aldir upp víða í Skandinavíu og Alpa- fjöllum. Reynsla, sem fengist hefir þar með slíka hunda er mjög góð, t. d. nota Norð- menn smásleða, ,,pulk“, di'eginn af 1—2 hundum til að draga farangur í lang- ferðum um fjöll að vetrarlagi. Ég hefi reynt hundasleða í Alpafjöll- um í mikilli hæð, 3400 metrum, með ágætum árangir. Ég hygg að hundasleð- ar verði einn meginþáttur í framtíðar fjallasporti, og við íslendingar eigum það eftir að tileinka okkur þessa skemmtilegu íþrótt. Fyrir nokkrum ár- um ritaði ég um að Vatnajökull yrði leikvangur fyrir keyrslusport með hreindýra- og hundasléðum. Eftir tilraun þá, er áður var "ædd, er þessi hugsjón orðin brennandi áhuga- mál. Ég heiti á ungt fólk að reyna að temja hunda til aksturs. íslenzkir hund- ar eru gáfaðir að eðlisfari og skilja fljótlega að fleira hefir þýðingu en að gelta. Stærri teg. af hundum okkar jafn- giJdir hálfum Grænlandshundi og væri kynblöndun ef til vill æskileg, því ó- hætt er um það, að eigi myndu kvillar berast með grænlenzkum hundum. Með 5—7 hundum og góðum sleða er hægt að flytja 100—120 kg. langa dag- leið, óg ég fullyrði að ekki sé til neitt skemmtilegra ökutæki en hundasleði með góðum dráttarhundum. ÚTI Bergur Magnússon Fæddur 30. sept. 1927. Dáinn 31. júlí 1942. ,Mjök er umk tregt tungu at hræra.‘ Svo kvað Egill Skallagrímsson í sorg sinni, og eins fór um mig, er mér barst andlátsfregn Bergs Magnússonar. Hann var aðeins 11 ára er hann gekk í Skátafélagið ,,Faxa“ í Vestm.- eyjum. Okkur, eldri meðlimum félags- ins var það þegar ljóst, að í hópinn bættist drengur með óvenjulegt táp og starfsþor. Hér var komið ungmenni, reiðubúið til þess að berjast — sigra eða falla fyrir málstað æðsta takmarks síns, að geta skipað skátahreifingunni í sess þann, er henni ber. „Glaður og reifur skyldi gumna hverr“, og þannig var Bergur alltaf í hópi félaga sinna, en bak við fjörið og glaðværðina var alvarleiki og djúphyggni. Vertu sæll. Við söknum þín. Félagi í „Faxa.“ 6

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.