Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 16

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 16
Um þessar mundir kom til hennar maður, er var sendur til hennar með pau skilaboð, að hún skyldi verða flutt á fátækra-sjúkrahúsið og par mundi hún fá alt, sem hún þyrfti með, ef hún vildi ganga af trú sinni. „Jeg á náðugan föður á himnum, mikinn Quð, sem getur læknað mig“, sagði hún. „Jeg ætla að biðja hann að lækna mig. Jeg trúi því, að innan priggja daga muni jeg ganga fram hjá heimili pínu til pess að sýna pjer, að jeg sje orðin heilbrigð.“ Samstundis bað hún parna sem hún lá í rúminu: „O, Guð allrar náðar og miskunnar! Jeg kem til pess að grátbæna pig um að heyra mig, barnið pitt. Jeg bið pig að lækna mig, svo að jeg geti sýnt pessum manni og öðrum, að pú ert hinn sanni Quð á himnum. Jeg grátbæni pig um að sýna mátt pinn og að pú viljir gjöra vel til mín og veita mjer pessa eftirpráðu ósk sakir nafns píns elskulega sonar. Amen.“ Um miðnætti vaknaði hún og varð pess pá vör að hún hafði engan verk nje tilkenning í fætinum. Hún gat hreyft hann alveg eins og hinn. Hún preifaði svo á veika fætinum og pá var hann rjettur og eðlilegur eins og hinn. Hún fór á fætur og fann pá, að pessi fótur var styrkari en hinn. Drottinn var búinn að lækna hana. Hún beygði nú aftur höfuð sitt í bæn og pakkaði honum fyrir hinn læknandi kraft hans. Daginn eftir efndi hún loforð sitt við sendi- manninn. E>að var tveim dögum fyr, en hún hafði talað um. Hún fór heim til hans, kallaði á hann út og fór svo gangandi til bæjarins og heim aftur. Hjarta hennar er fult gleði og pakklætis, og hún segir öllum sem hún nær til, hversu góður Drottinn hefir verið við hana.“ Bæn Mayors höfðingja. Dag nokkurn kom hár og grannur Indíáni til kristniboðsstöðvar vorrar í efra Ama- zonhjeraðinu. Jeg pekti strax að pað var Mayor höfðingi frá Campas, einum stærsta og her- skáasta Indiána-pjóðflokknum í Amazonhjer- aðinu. Um leið og jeg heilsaði honum, sagði hann: „Mig og mitt fólk langar að vita eitt- b/s. 14 hvað um hinn sanna Guð. Komið og kennið okkur.“ „Hvað ertu gamall?“ spurði jeg. „Níræður." „Hefir pú aldrei heyrt neitt um hinn sanna Guð?“ spurði jeg. „Nei“, sagði hann, „ekki fyr en jeg fór að sækja samkomur ykkar fyrir nokkurum vikum.“ Síðan bar hann upp bæn sína, sem auð- heyrt var að kom frá aðprengdu hjarta — bæn sína um prjedikara: „0, komið og kennið pjóðflokki mínum um hinn sanna Guð. í öll pessi ár höfum við lifað í vanpekkingu. Margir af okkar fólki deyja vegna pess að peir nota masata (nokkurs konar öl, sem innlendir menn par nota) og kokain. Við erum undir áhrifum galdra og töfra, svo að okkar fólk myrðir börn sín. Okkur langar að fá skóla svo að við getum lesið í hinni gullnu bók, sem kennir okkur um hinn sanna Guð.“ Og síðan lýsti hann peirri gleði, sem hann hafði fundið til, pegar hann á samkomum okkar heyrði talað um hinn mikla, kærleiks- ríka Guð, hann lýsti peirri prá, sem hafði gagntekið hann — prá eftir að fá kennara handa pjóðflokki sínum, svo að hann gæti lært að pekkja hinn rjetta veg. Jeg hefi verið mörg ár meðal Indíánanna í Suður-Ameríku og meðal villimannanna í austurhluta Perú, og jeg hefi sannfærst um pað, að með vingjarnlegri framkomu er hægt að vinna jafnvel pá, sem eru á lægsta stigi mannfjelagsins. Jeg hefi einnig komist að raun um, að prátt fyrir pað, sem sjáanlegt er hið ytra, er pó oft hið innra innileg práeftir aðpekkjaeitthvaðbetra. Dað eru Indíánar í púsundatali, sem lifa í vanpekkingu og synd, og margir peirra prá Ijósið. Sannlega hefir talsvert verið gjört hjer. Með miklum erfiðleikum hefir tekist að setja á stofn ekki allfáar kristniboðsstöðvar og skóla, en enn eru pjóðflokkar, sem aldrei hafa haft tækifæri til að heyra neitt um hinn sanna Guð. Við sem eigum við svo hagkvæmar kringunr- stæður að búa, höfum pau forrjettindi að hjálpa pessum purfandi manneskjum til að fá hlut- deild I blessun fagnaðarerindisins.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.