Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 20

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 20
kvæmlega lýst bæði í 7. og 8. kapítula Dan- íelsbókar og Opinberunarbókinni. Og tökum vel eftir pessu, að alt petta, sem pannig hefir verið sagt fyrir, fyrir meira en 25 öldum, hefir komið svo nákvæmlega fram, að ekki hefir skeikað svo mikið sem í einu smáatriði. Guðs orð hefir sagt fyrir; sagan hefir staðfest pað. Spádómarnir segja: „Dað mun ske!“ Sagan svarar: „Dað er skeð!“ Degar vjer sjáum að spádómarnir hafa komið fram, getum vjer ekki efast um sannleiksgildi peirra. Og geíum pví ennfremur gætur að pessu, að peir sömu spádómar, sem sögðu fyrir hina áminstu, framkomnu viðburði, segja ennfremur: g) að „á dögum pessara konunga“ pað er að segja, meðan partar hins skifta Rómaríkis eru enn við líði, muni „Guð himnanna hefja riki“, er ná muni yfir „alla jörðina“ ríki er aldrei skuli „á grunn ganga“ heldur „standa að eilífu". Detta er fimta veraldaríkið, Guðs ríki, sem mun „að engu gjöra öll hin rikin“, en „sjálft standa að eilífu“. (Dan. 2, 34. 35. 44). Hjer á pað við að spyrja: Fyrst sex pætt- irnir af hinum sjö, serh hinum guðdómlegu spádómum Daníelsbókar hefir hjer verið skift í, hafa komið svo nákvæmlega fram, hvaða ástæðu, já, hvaða heimild hefir pá nokkur til pess að efast um að síðasti pátturinn verði einnig að veruleika? En hvenær? Vera má að einhver segi sem svo: En hve- nær mun petta ske? 'Getur maður vitað nokkuð nánar um tímann, pegar endir allra jarðneskra hluta á sjer stað? Hjer komum vjer að öðrum sannana-pættin- um, sem einnig skal stuttlega athugaður. Við sjerstakt tækifæri báru lærisveinarnir upp fyrir Frelsaranum mjög mikilsverða og sfgilda spurn- ingu: „Hvert er tákn komu pinnar og enda veraldar?" Matt. 24, 3. Svarið við pessari spurn- ingu, sem Jesús tók mjög alvarlega, finst greinilegast í hinum spámannlegu orðum, sem Jesús talaði við petta tækifæri og standa einn- ig í 24. kapítula Matteusarguðspjalls og sam- svarandi orð standa og hjá Markúsi og Lúk- asi. Jesús lýsir hjer reynslu hins kristna safn- bls. 18 aðar á hinum komandi öldum: Eyðing Jerú- salemborgar, ofsóknum, prengingum, afvega- leiðslu og fráfalli frá trúnni o. s. frv. Dví preng- ingartímabili sem Frelsarinn á hjer við, er ná- kvæmlega lýst og pað með táknmyndum ákveðið bæði í spádómsbók Daníels og Opinberunar- bókinni. Dar er talað um pað sem „eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð“, „fjörutíu ogtvo mán- uði“ og „eitt púsund, tvö hundruð og sextíu daga“. Ðetta tímabil, sem samkvæmt almennum skilningi biblíuskýrenda táknar 1260 ár, endaði í lok átjándu aldar. Jesús segir: „En pegar eftir prenging pessara daga mun sólin sortna og tunglið eigi gefa skin sitt og stjörnurnar munu hrapa af himni.“ Matt. 24. „Degar eftir prenging pessara daga“ — petta var tímaá- kvörðun Jesú sjálfs, pá skyldu hin sjerstöku tákn, er vera mundu undanfarar endurkomu hans, byrja að koma í ljós. „En pegar petta tekur að koma fram,“ bætir hann við, „pá rjettið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, pví að lausn yðar er í nánd.“ Til pess að leggja enn meiri áherslu á og að skýra enn betur hin spámannlegu orð sín, bætir hann við hinni eftirtektaverðu líkingu um fíkjutrjeð, sem sýnir pað tvímælalaust með hinum vaxandi blöðum sínum, að „sumarið er f nánd.“ „Dannig skuluð pjer og vita,“ segir hann, „aðpegarpjer sjáið petta koma fram, er Guðsríki í nánd.“ Lúk. 21, 25 — 32. Getum vjer reitt oss á petta? Heyrum hvað hann segir: „Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð munu alls ekki undir lok líða. Hver dirfist að efast, pegar Jesús sjálfur jafnvel bendir á pá kynslóð, sem vera mun sjónarvottur að pessum hlutum og komu Manns- sonarins? Og vorir tímar bera ótvíræðan vitnisburð um, hve langt vjer erum komnir. Friðartilraun- irnar og vígbúnaðurinn; hið sívaxandi ósam- komulag milli stjetta pjóðfjelagsins; feykileg auðæfi einstakra manna og svo að hinu leyt- inu ólýsanleg neyð og fátækt meðal miljóna manna; lofsverð mannúð á aðra hliðina og hið hræðilegasta mannúðarleysi á hina; dæma- lausar framfarir á sviði menningar og vísinda, augljós afturför á mörgum öðrum sviðum — alt petta er greinilegt tákn tímanna, bókstafleg

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.