Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 21

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 21
uppfylling pess, sem Biblían segir fyrir um ástandið á „síðustu dögum“. Skærum geislum stafar af mentun og margvíslegum framförum, en á sama tíma hjúpast jörðin andlegu myrkri; Hin svo kölluðu vísindi taka vopnin úr hönd- um peirrar einföldu guðstrúar sem öldum saman hefir verið salt pjóðanna og hið trausta akkeri og styrkur sálnanna, og rekur hana á flótta; mannleg speki gjörir Guðs visku að engu, og í stað orða hins eilífa, koma manna orð og manna lærdómar; Biblíunni er skipað á hinn óæðri bekk jafnvel innan sjálfrar kirkjunnar, og par með er grundvöllur trúarinnar rifinn niður. Trúin á persónulegan Frelsara verður minni og minni og er víða horfin, og í stað hennar kemur eins konar siðferðisskoðun, sem gjörir mennina að sínum eigin frelsara; menn vilja forðast að nefna orðið „synd“ og gjöra ekkert úr einlægri syndajátningu, með pví að siðferðisgrundvellinum, hinum tíu boðorðum Guðs er hafnað sem úreltum; kenningum Ritn- ingarinnar um voldugan skapara, sem gjört hefir himinn og jörð, er bolað burt af nýtisku ágiskunum um frampróun — ágiskunum, sem eru af peim rótum runnar að pær eiga ekkert skilt við veruleikann.. Einnig alt petta staðfestir vitnisburðinn um að koma Frelsarans er nálæg. Nefna ber enn eina sönnun í sambandi við petta, bæði vegna pess að hún er jafn ómót- mælanleg og alt annað, og einkum pó vegna pess að fyrir oss, sem nú lifum, er petta í vissum skilningi ápreifanlegasta sönnunin, sem auðið er að fá. Flestir hafa víst lesið pessi alkunnu orð Frelsarans er hann svaraði læri- sveinum sínum upp á áður greinda spurningu: „Og pessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun prjedikaður verða um alla heimsbygðina, til vitnisburðar öllum pjóðum; og pá mun end- irinn koma,“ Matt. 24, 14. Samhljóða pessu segir Ritningin pað fyrir, að í beinu sambandi við dómsdag og endurkomu Krists, muni hljóma sjerstakur, heimsvíðtækur boðskapur, sem gjörir aðvart um að tími dómsins sje kominn: „Fyrir öllum peim, sem á jörðunni búa, og sjer- hverri pjóð og kynkvísl og tungu og lýð“ mun petta hljóma sem öflug áskorun er varðar alla byggjendur jarðarinnar: „Óttist Guð, og gefið honum dýrð, pví að komin er stund dóms hans, og tilbiðjið pann, sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna“ o. s. frv. Op. 14, 6. Degar sá tími kemur, að fagnaðarerindið boðast um heim allan, og pegar hinn áminsti, sjerstaki boðskapur hljómar um öll lönd, pá getum vjer, samkvæmt orðum Jesú og spá- dómum Biblíunnar vitað, að tími dómsins er kominn, og að koma Frelsarans er í nánd. Sú kynslóð, sem heyrir penna sjerstaka boð- skap, mun verða sjónarvottur að framkvæmd- um hins „hulda leyndardóms Guðs“ og komu Krists í skýjum himinsins. Og pað er alvarleg sannreynd, að núlifandi kynslóð er vitni að boðun slíks aðventboðskapar, er með undraverðum hraða og krafti ryður sjer braut til ystu endimarka jarðarinnar. Af hinum ýmsu frásögnum í pessu blaði, mun lesarinn geta sannfærst um petta. Dýrlegur viðburður og dýrleg von. Já, hann kemur, hann, sem er „Drottinn drotna og konungur konunga" (Op. 17, 14). Og pessi mikli viðburður skeður ekki án pess að byggjendur jarðarinnar verði hans varir. Dómari lifenda og dauðra kemur ekki einsamall; hann kemur í „dýrð sinni og allir englar með honum“. Öll dýrð himinsins fylgir honum við opinberun hans; pví að Ritningin segir, að hann muni koma „í dýrð sinni og Föðurins og heilagra engla“. Matt. 25, 31; Lúk. 9, 26. E>á mun hann „senda út engla sína með hljómsterkum lúðri“ Matt. 24, 31. Dessi lúður kallar hina dauðu fram úr gröfunum (l.Dess. 4, 15. 16); pví að sjálfur hefir hann sagt: „Sú kemur stund, er allir peir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans, og peir munu ganga út“ annað hvort til „upprisu lífsins“ eða „upprisu dómsins11. Jóh. 5, 28. 29. Engin manneskja á jörðunni getur korhist hjá pví að vera sjónarvottur að pessum stór- kostlega viðburði, degi gleði og lofsöngva fyrir hina trúuðu, en degi hrygðar og örvæntingar fyrir hina iðrunarlausu. Enginn mun geta lokað augum sínum fyrir hinni himnesku dýrð; „pví að eins og eldingin gengur út frá austri og sjest alt til vesturs, pannig mun verða koma manns-sonarins.“ „Dá munu allar kynkvíslir bls. 19

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.