Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 12

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 12
Múhameðs-menn. Án tillits til þess, hverja skoðun menn hafa á jafnræði hinna ýmsu trúarbragða, geta menn ekki neitað því, að sá sem ákveður að fylgja Jesú og eignast lunderni hans, mun aldrei hitta nokkurn mann, sem fall- inn er svo djúpt, að kærleikur Jesris leiti hann ekki uppi. Það er ekki heldur hægt að neita því, að sú trú, er skoðar alla atburði sem senda frá Guði, fyrirfram ákveðna og óbreytanlega, megnar ekki að fá áhangendur sína til að nema staðar og hjálpa þeim, sem fallnir eru. Það mun verða skoðað sem heimskuleg afskipti af ráðsályktun Guðs, og nokkurskonar guðlast. Þetta hefir greinilega komið í ljós við reynslur þær, sem vér höfum haft í Nígeríu. Breska stjórnin hefir íhverjufylki sett á stofn sjúkrahús, sem að nafn- inutil er stjórnað af innfæddum mönn- um, en er undir yfirstjórn evrópískra lækna. Þar hafa verið gerðar lækn- ingatilraunir á holdsveikum mönnum, en án teljandi árangurs. Það hefir reynst að vera nauðsyn- legt, ef að tilraunirnar eiga að heppn- ast, að vekja á ný sjálfsvirðingu hjá sjúklingnum, og gefa honum ekki aðeins von um heilsubót, heldur og um hamingjusamt líf eftir lækninguna. Mi'iham eðs-trúin, sem kennir að allt sé fyrirfram álcveðið, stendur ráðalaus gagnvart þessu atriði. Kristindómurinn, sem gefur fullvissu um guðdómlega hjálp í þessu lífi, hjálp, sem líf Jesú hér á jörðu setti oss fyrir sjónir, og sem einnig full- vissaði oss um að Jesús lifir ávalt til að biðja fyrir oss, er hinn eini kraft- ur, sem getur veitt hinum holdsveiku raunverulega hjálp. Það hefir sannast í mörg ár í suður hluta Nígeríu að þessu er þannig varið. Sökum þess að Múhameðs-menn hafa séð, að þeir hafa orðið eftirbátar í þessu starfi, gefa þeir nti kristnum trúboðum kost á að taka að sér allt starf fyrir holdsveika í múhameðönsk- um fylkjum í Nígeríu. Þetta er erfitt og kostnaðarsamt starf, því lækningastarfið útheimtir tíma, og menn verða að taka að sér að standa straum af sjúklingnum, og oft líka af fjölskyldu hans, í tvö eða þrjú ár. Knúðir af kærleika Krists og eftir dæmi hans takast kristnir menn á hendur með gleði þetta ætlunar- verk, og skoða það sem einkarétt veittan af Guði. Nú fá þeir tækifæri til að hjálpa hinum þjáðu Múhameðs-mönnum, sem allt til þessa hafa haldið kristni- boðunum utan við sitt umdæmi. Hér á lækningastofu vorri tökum vér þátt í þessu starfi, meðal hinna holdsveiku. En með þeim fáu hjálp- artækjum, sem vér höfum, megnum vér ekki að fullnægja hinum miklu kröfum, sem til vor eru gerðar. Hversu dýrðleg trúarbrögð höfum 10

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.