Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Qupperneq 18

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Qupperneq 18
Afríkönsk fegrunar-,,meðul“. Séra Gudmundsen, sem hefir verið kristniboði í Eritreu og Etíópíu í 14 ár, skýrir í eftirfar- andi grein frá Krafti fagnaðarerindisins til sáluhjálpar. Maður nokkur var einu sinni spurð- ur, hvernig hann gæti vitað, að hann væri hólpinn. An þess að hugsa sig um eitt augnablik, svaraði hann: „Eg var sjálfur viðstaddur þegar þetta skeði“. Hann vissiþað af eigin reynslu. Það er þessi sama reynsluþekking um kraft fagnaðarerindisins, sem Páll lýsir í Róm. 1, 16, er hann segir: „Því að ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs, til hjálpræðis hverjum þeitn, sem trúir, Gyðingum fyrst og síðan Grikkjum“. Hann vissi hvernig þessi kraftur megnaði að brjóta hið rómverska innsigli, með öllu því, sem það huldi, og velta hinum stóra steini til hliðar og reka öll völd dauðans og heljar af höndum sér. Það var þessi kraftur, „kraftur upprisu hans“, sem hefir gagntekið allt líf Páls, og leitt hann sigri hrósandi út úr öllum raunum. Upp frá þeim degi, þá er ljósið leiftraði um hann á leiðinni til Dam- askus, fann hann þennan kraft um- kringja sig, og,eins og hann segir síðar í bréfum sínum, varð hann knýjandi ómótstæðilegur rnáttur í lífi hans. Páll var maður með óbeygt bak og stálslegna lyndiseikunn. Hann var sannarlega aðdáunarverður maður. Gyðingur, sem hafði rómverslcan borgararétt, alinn upp í hinni grísku borg Tarsus, sem var miðstöð verzl- unar og menningar, Hebrei af Hebre- um, Farisei eftir lögmálinu, meðlim- ur hins háa ráðs, drambsamur mað- ur með ósveigjanlegan vilja, og svo vandlætingasamur um trú l'eðra sinna, að hann var fastráðinn í því að út- rýma algerlega fylgendum Jesú frá Nazaret. Með ógnir og morð í huga æddi 16

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.