Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 24

Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 24
Brátt hef jast tökur á nýjum ljúfsárum gam-anþáttum með Ladda í aðalhlutverki. Sögu-hetjan stendur and-spænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Hugmyndina að handritinu fékk Jón Gunnar Geirdal fyrir nokkrum árum í vangaveltum um dauðann og tilgang lífsins. Jón Gunnar kemur einnig að því að semja handrit þátt- anna ásamt miklum reynsluboltum og fagfólki, þeim Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur, Sólmundi Hólm, Baldvini Zophoníassyni, Ragnari Eyþórssyni og Kristófer Dignus sem mun leikstýra þáttunum. Þau eru fólkið sem ætlar að jarða Ladda og eru mætt á Aleppó kaffi við Tryggvagötu til að ræða um brans- ann og já, dauðann. Kláraði flöskuna Hafið þið staðið andspænis dauð- anum? Kristófer Dignus: Ég drukkn- aði einu sinni nærri því. Ég var að synda með pabba mínum í sjónum í Wales. Ég var táningur og hann góður sundmaður. Við vorum að metast, við syntum býsna langt frá ströndinni. Þegar við erum að synda til baka er farið að fjara út. Við festumst á sama stað, syntum og syntum en komumst ekki áfram. Ég upplifði að fara úr líkamanum. Ég sá okkur báða niðri í haff letinum að ströggla. Þá hélt ég að þetta væri búið en skyndilega fylltumst við geðveikislegum krafti og gátum synt í land. Við lágum svo úrvinda á ströndinni í að minnsta kosti klukkutíma og gátum ekki hreyft okkur. Baldvin: Það næsta sem ég hef komist því að deyja var þegar ég var á ferð í bíl frá Ýdölum í Aðaldal. Við vorum fimm í bílnum og allir sof- andi. Þar með talinn ökumaðurinn! Við vorum í Víkurskarði þegar við vöknuðum í algjöru sjokki. Þarna vorum við öll í lífshættu og svo brugðið að við gátum ekki talað um þetta fyrr en fimmtán árum síðar. Laddi: Ég hef verið ansi nálægt því að deyja. Það var fyrir löngu að ég var á ferðalagi á Austfjörðum. Með hinni víðfrægu hljómsveit sem kallaðist Faxar. Við vorum á heimleið til Reykjavíkur og það var gítarleikarinn í sveitinni sem sat undir stýri. Hann hægði aldrei á sér í beygjum og ég var alltaf að rífast í honum. Hægðu á þér maður! Það kom að því að hann náði ekki einni beygjunni og skrikaði áfram að gljúfri. Þar brotnaði undan bílnum og hann nam staðar á brúninni. Ég horfði ofan í gljúfrið. Þá opnaði ég hanskahólfið og náði í séníver sem ég ætlaði að geyma til verslunar- mannahelgarinnar. Ég held ég hafi klárað flöskuna! Þróaði með sér ótta við línu- skauta Eruð þú og þessi gítarleikari vinir í dag? Laddi: Nei, það erum við ekki! Hekla Elísabet: Ég hef aldrei staðið andspænis dauðanum. Þótt ég hafi kannski haldið það því ég er haldin miklum heilsukvíða og held reglulega að ég sé að deyja. Þættirnir Six Feet Under kveiktu líklega á þessum kvíða. Í hverjum þætti deyja söguhetjur á einhvern furðulegan hátt. Ég þróaði því með mér ótta við skrýtna hluti eins og til dæmis að fara á línuskauta og í leikhús. Sóli: Ég hef reyndar líka nærri því drukknað en það var ekki mjög hetjulegt eins og þegar Kristófer komst lífs af. Ég dreif hreinlega ekki út í bauju þar sem ég var að synda úti í Cannes. Ég hef í raun ekki staðið and- spænis dauðanum, því krabba- meinið sem ég greindist með var auðlæknanlegt. Það voru 95% líkur á því að ég myndi ná bata. Sterkt á pappírum! En ég hugsaði samt um dauðann og ef til vill í lengri tíma en margir aðrir. Þær pælingar sem ég gekk í gegnum vona ég að hafi gagnast við handritsskrifin. Að fá leyfi til að brosa Jón Gunnar: Mér fannst einstakt að fylgjast með því hvernig Sóli tókst á við sín veikindi og sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Sem hann gerði skil í uppistandi sem allir græddu á. Það er fólki dýrmætt að ræða um jafn alvarleg málefni og krabbamein og dauðann á léttu nótunum. Fólki léttir og finnst gott að fá leyfi til að brosa og hlæja. Það er tabú að ræða dauðann og sú umræða er einhvern veginn alltof oft á hátíðlegum nótum. Það þarf að opna umræðuna eins og ég held að Sóli hafi svolítið gert. Sóli: Ég fékk mikil viðbrögð við uppistandinu og mér þótti afar vænt um þau. En ég gætti mín, því þegar allt kemur til alls er ekkert fyndið að greinast með krabbamein Jarðarfarir geta verið gott partí Sex handritshöfundar með mismunandi bakgrunn og reynslu komu saman til að skrifa gamanþætti um dauðann. Öll eru þau sammála um að það sé gott að muna dauða sinn og að umræða um dauð- ann sé oft á of hátíðlegum og alvarlegum nótum. Jón Gunnar Geirdal, Sóli Hólm, Baldvin Zophonias- son, Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðal- steinsdóttir, Ragnar Eyþórs- son og Laddi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ÞAÐ ER FÓLKI DÝRMÆTT AÐ RÆÐA UM JAFN ALVAR LEG MÁLEFNI OG KRABBA MEIN OG DAUÐANN Á LÉTTU NÓTUNUM. Jón Gunnar Framhald á síðu 26 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 B -7 8 1 4 2 4 0 B -7 6 D 8 2 4 0 B -7 5 9 C 2 4 0 B -7 4 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.