Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2011, Qupperneq 93

Skessuhorn - 23.11.2011, Qupperneq 93
93MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER Minnum á frábærar jólavörur Smákökur með ekta íslensku smjöri Ensk jólakaka Laufabrauð Jólabrauð Hefur búið til jólakort frá unglingsaldri Sylvía Björgvinsdóttir er sjálflærð myndlistarkona frá Akranesi. Þjóðleg málverk hennar af álfum, huldufólki og öðrum kynjaverum hafa vakið verðskuldaða athygli, jólakortin hennar af jólasveinum í umhverfi Akraness eru sívinsæl og nýjasta viðbótin, jólakúlurnar, eru einnig að slá í gegn. Hún hefur verið með vörur sínar til sölu í Skagamollinu á Akranesi frá því það opnaði í apríl á síðasta ári og segir viðtökurnar framar öllum vonum. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en teiknandi og málandi. Ég hef kennt mér þetta sjálf en stefni á að fara í skóla á næstunni. Myndlistarskóli Akureyrar er mjög heillandi en einnig væri gaman að fara eitthvað erlendis að læra. Myndlistin er mitt helsta áhugamál og ástríða í lífinu,“ sagði Sylvía er við settumst niður með henni í síðustu viku. Löngu farin að hlusta á jólalög Sylvía segist hafa prófað sig áfram í mörgum ólíkum stílum en þó séu álfarnir og sveitin alltaf í uppáhaldi. Í ár kemur önnur nýjung frá henni en það eru svokallaðir vegglímmiðar með íslensku jólasveinunum. „Þeir eru enn í prentun en ég er mjög spennt að sjá hvernig þeir koma út. Ég hef mikið leikið mér með íslensku jólasveinana og meðal annars prentað þá á flöskur. Jólasveinarnir mínir eru mjög dúllulegir en þeir eru sambland af þeim íslensku og þessum nýja góðlega. Þetta er í raun mín hugmynd af íslensku jólasveinunum. Þá er Grýla einnig mjög góðleg að sjá á mínum myndum og hún er löngu hætt að borða börn,“ segir Sylvía og brosir. Skagajólakortin hefur hún gert frá árinu 2004 en frá unglingsaldri hefur hún búið til jólakort og gefið vinum og fjölskyldu. „Ég er rosalega mikið jólabarn og er fyrir löngu byrjuð að hlusta á jólalögin. Ég þarf að byrja svo snemma á jólakúlunum sem ég sel í aðventunni og þá er gott að setja jólalög á fóninn til þess að koma sér í jólagírinn.“ Myndlistin að aðalstarfi Sylvía er fædd og uppalin á Akranesi en flutti til Mosfellsbæjar fyrir hálfu ári. Hún á þrjá stráka á aldrinum þriggja, níu og ellefu ára ásamt Skagamanninum Inga Magnúsi Ómarssyni. Myndlistin hefur verið hennar aðalstarf í tvö ár. „Það er mismikið að gera hjá mér yfir árið og langmest þessa tvo mánuði fyrir jól. Þá er ég bókstaflega að vinna frá morgni til kvölds. Mér finnst þetta svo gaman að ég verð hálf þunglynd ef ég tek mér frí í tvær vikur yfir sumarið.“ Sylvía hefur ekki haldið málverkasýningu frá árinu 2006 en stefnir á að gera það fljótlega á næsta ári. Áhugasömum er bent á að hægt er að skoða vörur Sylvíu á vefsíðu hennar wix.com/cloudberry/ sylvia eða á Fésbókarsíðu hennar Sylvía myndlist. Þá eru vörur hennar að sjálfsögðu aðgengilegar í Skagamollinu að Kirkjubraut 54 á Akranesi. ákj Sylvía Björgvinsdóttir fyrir framan myndirnar sínar í Skagamollinu. Jólakúlurnar hafa verið mjög vinsælar. Jólakortin með jólasveinunum á Akranesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.