Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 16. tbl. 18. árg. 15. apríl 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Það var mikil spenna í loftinu síð- astliðið sunnudagskvöld þegar úr- slitaþáttur Ísland got talent var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2. Þar keppti til úrslita hin 22 ára söng- kona, Alda Dís A r n a r d ó t t - ir frá Hellis- sandi. Sex at- riði komust upp úr und- anúrslitum og kepptu til úr- slita og hlaut Alda Dís mik- ið lof fyrir sína frammistöðu. Hún stóð svo uppi sem sigurvegari og vann sér inn tíu milljónir króna og titilinn hæfi- leikaríkasti Íslendingurinn 2015. Sjá spjall við Öldu Dís á bls. 10. Ljósm. 365 miðlar. „Ég er mjög ósáttur með þessa af- greiðslu Skipulagsstofnunar og held að hún geti hreinlega ekki staðist, hvorki gagnvart þessu sveit- arfélagi né öðrum sem hafa áform- að aðalskipulagsbreytingar,“ seg- ir Gísli Ólafsson eigandi og hótel- stjóri á Hótel Framnesi í Grundar- firði. Hann segir að áform sín um stækkun Hótel Framness séu nú búin að tefjast um ár vegna skipu- lagsmála og eftir afgreiðslu Skipu- lagsstofnunar nýlega sjái hann ekki fram á annað en hún frestist enn um sinn. „Mér sýnist að við séum búin að missa af því að vera tilbúin með stækkunina áður en vorvertíð- in hefst 2016. Ég hef reyndar ekki fengið til mín afgreiðslu skipu- lags- og umhverfisnefndar sveitar- félagsins og er líka svolítið hissa á því að bæjarstjórn hafi ekki brugð- ist við afgreiðslu Skipulagsstofnun- ar,“ segir Gísli. Hann segir að um sé að ræða mannfreka framkvæmd upp á 240 milljónir króna en fyrir- tækið ráðist ekki í hana þegar endar séu enn lausir varðandi skipulags- málin. Gísli segist hafa farið eftir ráð- leggingum að sækja um breyting- ar á deiliskipulagi á grundvelli gild- andi aðalskipulags. Fyrir liggi sam- þykki lóðahafa í nágrenninu um að sameina nærliggjandi lóð við lóð Hótels Framness þar sem fyrirhug- að er að viðbygging hótelsins rísi. Þar sé hugmyndin að bæta 17 her- bergjum við þau 37 sem eru í hót- elinu ásamt veitingasal og nýrri móttöku fyrir hótelið. Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðar frestaði á fundi sínum í byrjun mars afgreiðslu á deiliskipulagi vegna Hótel Framness vegna ábendingar Skipulagsstofnun ar sem lagði til að aðalskipulagsbreytingin og deili- skipulagið verði auglýst samhliða. Gísli segir að þarna sé Skipulags- stofnun að túlka og framfylgja nýj- um lögum sem kveða á um að þeg- ar búið sé að gera lýsingu að nýju aðalskipulagi sé ekki hægt að sam- þykkja breytingar á deiliskipulagi. Grundarfjarðarbær hafi gert lýs- ingu á nýju aðalskipulagi en síðan ekki haldið áfram með endurskoð- un á skipulaginu. „Að mínu mati eru þessi lög til þess fallin að öll sveitarfélög geti lokast inni í tvö ár að gera breytingar á deiliskipulagi fari þau út í aðalskipulagsbreyting- ar. Ég er hissa á því að sveitarfélögin skuli ekki snúa sér til Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að mótmæla þessari túlkun Skipulagsstofnunar á lögunum,“ segir Gísli. Að sögn Þorsteins Steinssonar bæjarstjóra hefur bæjarstjórn Grundarfjarðar unnið að lausn málsins undanfarið og mun gera það áfram í samráði við Skipulagsstofnun. Fullur vilji sé hjá bæjaryfirvöldum að finna fljót- virkustu lausn málsins. þáTölvugerð mynd að stækkun Hótels Framness en það er framkvæmd upp á 240 milljónir króna. Stórframkvæmd í hótelbyggingu í Grundarfirði tefst vegna skipulagsmál Framnes í Grundarfirði. Stöllurnar Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi og Steinunn Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti í Stafholtstungum munu halda framhaldsprófstónleika við Söngskólann í Reykjavík á sunnudaginn. Þær hafa báðar numið hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Þessa fjörlegu mynd tók Atli Arnarsson af þeim Hönnu Ágústu og Steinunni. Rætt er við þær á bls. 15. Hæfileikaríkust allra Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Næstu sýningar í Landnámssetrinu Hallgrímur og Guðríður Steinunn Jóhannesdóttir segir örlagasögu Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur Föstudaginn 17. apríl kl. 20:00 Föstudaginn 8. maí kl. 20:00 Skálmöld Einars Feðginin Einar Kárason og Júlía Margrét segja frá atburðunum sem mörkuðu upphaf Sturlungaaldar Laugardaginn 9. maí kl. 17:00 Nánari upplýsingar um sýningar á landnamssetur.is SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.