Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Rekstrarstjóri Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa 240 manns víða um land en fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir á sviði umhversþjónustu. Mannauðsstefna fyrirtækisins sækir stuðning í heimspeki sksins ,,Fish Philosophy“. Mannauðsstefnan lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður, þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Mannauðsstefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í star. Nánari upplýsingar veitir Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. Umsóknir og fyrirspurnir óskast á heimasíðu fyrirtækisins, http://umsokn.gamur.is, en umsóknafrestur er til og með 22. apríl 2015. Íslenska Gámafélagið óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til starfa. Um er að ræða starfsstöðvar fyrirtækisins á Akranesi, í Borgarnesi og í nærsveitum. Gufunesi gamur.is 577 5757 Hæfniskröfur: Meirapróf Vinnuvélaréttindi eru æskileg Rekstrar- og stjórnunarreynsla er kostur Sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður og vandvirkni Samskiptahæfni og jákvætt viðhorf Helstu verkefni: Rekstrarstjóri stýrir viðkomandi landshluta í samráði við framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Daglegur rekstur og stjórnun Tengiliður við verkkaupa og viðskiptavini Áætlana- og tilboðsgerð Vinnutímaskráningar og verkbókhald Búrekstrardeild Kaupfélags Borg- firðinga bauð til vorfagnaðar í snjókomunni síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Boðið var upp á kynn- ingar á ýmsum vörum til búrekstr- ar, afsláttarkjör og nytsamar smá- gjafir. Einnig var Steðji á staðn- um og léttar veitingar í rennandi formi. Mikill áhugi var fyrir vor- gleðinni og margir sem lögðu leið sína á Egilsholtið til að fagna með Kaupfélagsfólki. Fullt var út úr dyrum þegar blaðamaður Skessu- horns leit við og fín stemning. eha Fjölmennur vorfagnaður í KB Fulltrúar Kvenfélags Borgarness færðu Hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 250 þúsund krónur að gjöf í síðustu viku til búnaðar- og hjálpartækjakaupa. Björn Bjarki Þorsteinsson fram- kvæmdarstjóri Brákarhlíðar sagði í samtali við Skessuhorn að slíkar gjaf- ir kæmu að góðum notum fyrir dval- arheimilið. „Stuðningur Kvenfélags Borgarness er heimilinu ómetanleg- ur og á kvenfélagið mikla þökk fyr- ir. Þessu fé verður varið til að kaupa sturtustóla og önnur hjálpartæki fyr- ir heimilismenn,“ segir Björn Bjarki. María Jóna Einarsdóttir, ein kven- félagskvenna, sagði það á stefnu- skrá félagsins að styðja góðgerðar- mál í Borgarnesi. „Að þessu sinni færðum við Brákarhlíð 250 þúsund krónur og viljum með því framlagi styðja við eldri borgara í Borgarnesi og starfsemina á dvalarheimilinu. Framlagið verður notað til búnað- arkaupa eftir því sem forstöðumenn telja að nýtist best. Einnig afhentum við Rótarý 200 þúsund króna fram- lag til söfnunar fyrir hjartahnoðtæki í sjúkrabíla Borgarbyggðar. Við öfl- um fjár helst með kaffisölu, til að mynda á 17. júní og á Brákarhátíð. eha Styrktu Brákarhlíð María Jóna Einarsdóttir og Ingibjörg Karlsdóttir, fulltrúar Kvenfélags Borgarness afhentu styrkinn Höllu Magnúsdóttir forstöðumanni þjónustusviðs í Brákarhlíð. Margt leynist í KB. Hér má sjá hestaglimmer sem hlýtur að gleðja allar diskódívur landsins. Léttar veitingar glöddu gesti, meðal annars þau Kristján Gíslason og Heiðu Dís Fjeldsted. Mikið var skeggrætt. Hér er verið að kynna vörur frá Fóður- blöndunni. Margrét Katrín Guðnadóttir verslunarstjóri KB spjallar hér við Óla á Hvítárvöllum, Svein á Vatnshömrum og Sigvalda í Hægindi. Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri spjallar við hressa karla. Meðal annarra Símon frá Görðum, Guðmund Egilsson og nafna hans Ingimundarson. Dagbjartur Ingvar Arilíusson skenkti Steðja öli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.