Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015
Fyrir þá sem áhuga hafa á útivist og göngu-
ferðum þá verður UMSB ganga sunnudag-
inn 19. apríl næstkomandi. Gengið verður á
Snjófjöll frá Fornahvammi við rætur Holta-
vörðuheiðar Mæting er við Fornahvamm
klukkan tíu og leiða Sigurjón og Pálmi
gönguna. Vegalengd er 15 km heildar-
ganga og reiknað með að hún taki 6-8 klst.
Erfiðleikastig er þrjú og útbúnaður er nesti
og góður fatnaður og skóbúnaður.
Næstu dagana er spáð sunnan- og suðvest-
an áttum og mildu veðri á landinu. Flesta
dagana nokkur vindur og úrkoma sunnan-
og vestantil en yfirleitt bjart á Norðaustur-
landi. Þar verður hlýjast eða allt að þrettán
stigum að deginum. Þessi spá nær fram á
mánudag.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Býstu við langvarandi verkföllum?“ Lang-
flestir reikna með því, „já“ sögðu 70,22%,
„nei“ var svar 18,54% og 11,24% kváðust
ekki vita það eða vilja giska.
Í þessari viku er spurt:
Hver ættu að vera lágmarkslaun
í landinu?
Alda Dís Arnardóttir, söngkona frá Hellis-
sandi og verðlaunahafi í hæfileikakeppn-
inni Ísland got talent 2015, er Vestlending-
ur vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur
Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpiehf.is
HAFÐU
SAMBAND
Í Lionsfundi í síðustu viku færði
Lionsklúbburinn Agla í Borgar-
nesi Vesturlandsvaktinni - Holl-
vinasamtökum Heilbrigðistofn-
unar Vesturlands, 300.000 króna
peningagjöf. Það var María Guð-
mundsdóttir sem afhenti Steinunni
Sigurðardóttur gjöfina fyrir hönd
klúbbsins.
Hollvinasamtökin halda aðalfund
sinn laugardaginn 25. apríl næst-
komandi. Hann verður í húsakynn-
um HVE á Akranesi. Þar verða
venjuleg aðalfundastörf auk þess
sem nýtt sneiðmyndatæki verður
afhent HVE með formlegum hætti.
Við þetta tilefni gefst fundarmönn-
um tækifæri til að skoða nýja tæk-
ið. Hollvinasamtökin beittu sér fyr-
ir fjársöfnum til kaupa og uppsetn-
ingar á því eftir að eldra tæki gaf
upp öndina í fyrra. mþh
Skömmu fyrir páska var nýtt
hjartahnoðtæki sem nefnist Lúkas
tilbúið til notkunar í sjúkrabifreið
HVE í Grundarfirði. Lionsklúbb-
ur Grundarfjarðar færði Slökkvi-
liði bæjarins tækið til afnota í
sjúkrabíl staðarins. Gefandi þess
er einnig Kvenfélagið Gleym mér
ei en félögin stóðu bæði að söfnun
fyrir tækinu. Við athöfn síðastlið-
inn mánudag mættu forsvarsmenn
Lionsklúbbsins, þeir Jóhann Þór
Ragnarsson og Gunnar Kristjáns-
son, ásamt fyrirsvarskonum kven-
félagsins en það voru þær Mjöll
og Sólrún Guðjónsdætur. Þarna
voru líka starfandi sjúkraflutninga-
menn í Grundarfirði ásamt Val-
geiri Magnússyni slökkviliðsstjóra.
Félagasamtökin vilja koma fram
þökkum til þeirra sem lögðu mál-
efninu lið en það voru æði marg-
ir sem lögðu hönd á plóg í þess-
ari söfnun. Söfnunin gekk vonum
framar en stór hluti fjárhæðarinnar
kom á Kútmagakvöldi Lions fyrr í
vetur. tfk
Einar Kristinn Guðfinnsson annar
þingmaður Norðvesturkjördæm-
is og forseti Alþingis hefur ákveð-
ið að hætta að skrifa pistla á netsíðu
sína og lokar henni. „Nú er kom-
ið að leiðarlokum á þessari síðu; í
bili a.m.k. Ég hef ákveðið að láta
staðar numið, hætta færslum á síð-
unni og loka henni a.m.k. að sinni.
Tíminn einn leiðir í ljóst hvort ein-
hvern tímann verður framhald á og
þá hvernig,“ skrifar hann á vefsetri
sínu ekg.blog.is.
„Mér hefur fundist þetta gríð-
arlega mikilvægt og óskaplega
skemmtilegt. Ég hef fengið útrás
fyrir tjáningarþörf og möguleika á
að setja fram skoðanir mínar, eins
og mér hefur hentað og þegar mér
hefur hentað. Sjálfum hefur mér
fundist þetta skipta máli. Bæði fyrir
sjálfa mig og aðra. Stjórnmálamenn
eiga að tjá sjónarmið sín og fólkið
í landinu á rétt á að vita skoðanir
stjórnmálmannanna. Heimasíðan
hefur verið fyrir mig vettvangur til
þess. Upp á síðkastið hef ég haldið
mig til hlés í þjóðmálaumræðunni
og hefur þessa gætt hér á heimasíð-
unni minni. Eftir að ég varð þing-
forseti hef ég sparað mig í almennri
pólitískri umræðu. Það hef ég talið
eðlilegt og fundið viðspyrnu minna
krafta annars staðar. Meðal annars
auk þingforsetastarfanna, í verk-
um fyrir kjördæmið mitt,“ skrifar
Einar Kristinn og þakkar lesend-
um sínum góða samfylgd í gegnum
árin. Hann hefur setið á þingi síðan
1991, fyrst fyrir Vestfjarðakjördæmi
og síðar fyrir Norðvesturkjördæmi
þegar það varð til úr kjördæmum
Vesturlands, Vestfjarða og Norð-
vesturlands. mþh
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Þingforseti hættir að blogga og
ætlar að loka heimasíðu sinni
Frá afhendingu tækisins. Frá vinstri: Valgeir Þór Magnússon, Erling Pétursson,
Mjöll Guðjónsdóttir, Magnús Jósepsson, Eyþór Garðarsson, Sólrún Guðjónsdóttir,
Gunnar Kristjánsson, Jóhann Þór Ragnarsson og Tómas Freyr Kristjánsson.
Ljósm. tfk.
Lúkas kominn í sjúkrabílinn í Grundarfirði
Nýr vefur fyrir bílaviðskipti
„Með tilkomu nýrrar vefsíðu,
Sjálfsalinn.is, hefur seljendum og
kaupendum bíla og annarra far-
artækja verið gert kleift að stunda
milliliðalaus bílaviðskipti. Vefurinn
byggir á öflugri leitarvél þar sem
kaupendur geta leitað draumabíls-
ins og haft samband við seljanda
hans í gegnum tölvupóst eða síma.
Þá geta kaupendur og seljendur
gengið frá eigendaskiptum með
rafrænum hætti í gegnum vefinn,“
segir í tilkynningu frá Sjalfsalinn.
is. Á síðunni gefst seljendum far-
artækja kostur á að auglýsa gegn
föstu mánaðargjaldi.
„Sjálfsalinn.is er fyrir alla einstak-
linga og var meginmarkmið við
uppsetningu vefsins að notenda-
viðmót væri eins einfalt og kost-
ur er,“ segir Gunnar Gunnars-
son, annar stofnandi vefsins. „Fyr-
ir seljendur er nóg að skrá fasta-
númer ökutækis og í kjölfarið sæk-
ir vefurinn allar grunnupplýsingar
um farartækið í miðlægan gagna-
grunn Samgöngustofu þannig að
eigandi þarf aðeins að bæta við
upplýsingum á borð við aukabún-
að, akstur og verð. Seljandi hefur
ávallt aðgengi að auglýsingunni til
að breyta upplýsingum á meðan
hún er virk.“
-fréttatilkynning
Steinunn tekur við gjöfinni úr hendi Maríu.
Lionskonur færðu Hollvina-
samtökum HVE gjöf
Björn tilnefndur
rektor
HVANNEYRI: Háskóla-
ráð Landbúnaðarháskóla Ís-
lands samþykkti síðastliðinn
mánudag að leggja til skip-
un dr. Björn Þorsteinssonar í
embætti rekt-
ors skólans
frá og með
1. maí næst-
komandi til
næstu fimm
ára. Björn
hefur gegnt
starfi rektors
síðustu mánuði eftir að Ágúst
Sigurðsson lét af starfi. Björn
hefur áratuga reynslu af há-
skólastarfi, sem vísindamaður,
kennari og stjórnandi, auk þess
sem hann hefur stýrt gæða-
stjórnun Landbúnaðarháskóla
Íslands frá upphafi. Í mati há-
skólaráðs segir að hann hafi
staðið vel undir þeirri ábyrgð
sem honum var falin þegar
hann var settur rektor skólans
1. ágúst 2014. Um stöðu rekt-
ors komu sjö umsóknir. Auk
Björns sóttu um Guðmund-
ur Kjartansson, Ívar Jónsson,
Jón Örvar G. Jónsson, Sigríð-
ur Kristjánsdóttir og Þórunn
Pétursdóttir. Í valnefnd áttu
sæti Ásgeir Jónsson, Guðfinna
Bjarnadóttir og Torfi Jóhann-
esson.
–þá
Boðar frumvarp
um veiðigjöld
LANDIÐ: Sigurður Ingi
Jóhansson sjávarútvegsráð-
herra mælir á næstu dögum
fyrir frumvarpi um breytingu
á lögum um veiðigjöld. Helstu
breytingarnar sem boðaðar
eru í frumvarpinu eru að veiði-
gjald verði ákveðið til þriggja
ára á grundvelli sömu aðferð-
ar og beitt var við ákvörðun
gjaldanna fyrir yfirstandandi
fiskveiðiár 2014/2015. Ákveð-
ið verður tiltekið lágmarks-
veiðigjald á alla stofna. Sér-
stakri veiðigjaldsnefnd verður
falið að reikna framlegð og af-
komu við veiðar á einstökum
nytjastofnum. Upplýsingum
um kostnað við veiðar verður
safnað með skattframtölum.
Sérstakt álag (10 kr/kg) verð-
ur lagt á veiðigjald á makríl.
Tekið verður upp veiðigjald á
hvalveiðar. Veiðigjöldin verða
svo innheimt í staðgreiðslu.
Nálgast má frumvarpið á vef
Alþingis.
-mþh