Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Þriðja sería af sjónvarpsþáttaröð- inni Hið blómlega bú hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudagskvöldið 19. apríl næstkomandi. Í þáttaröðinni fer kokkurinn Árni Ólafur Jóns- son úr stórborginni New York og sest að í Árdal í Borgarfirði. Í fyrstu þáttarröðinni hefur Árni kokkur búskap og kynnist ræktunarleiðum og helstu störfum bænda. Í annarri seríu sem gerist yfir vetrartímann upplifir áhorfandinn jólastemningu í Borgarfirði, vetrarlífið og hátíð- armat. „Nú er þriðja þáttarröðin á lokametrum framleiðslu og sem fyrr leitar Árni á náðir heimamanna og kannar matarkistu Vesturlands. Í þetta sinn fer hann vítt og breytt um Vesturlandið,“ útskýrir Bryndís Geirsdóttir framleiðandi þáttanna í samtali við Skessuhorn. „Við erum fáliðuð og tökum okk- ur góðan tíma í vinnsluna, þetta er hvorki hraðsoðið né niðursoðið og það er forsenda þess að þáttarfram- leiðslan gengur upp. Við erum að klára klippingu og upptökur á tón- list fyrir átta þátta seríu sem verð- ur frumsýnd 19. apríl. Það er mikið lagt upp úr tónlistinni sem er nær öll samin, útsett og tekin upp í stof- unni í Árdal. KK hefur séð um tón- listina fyrir þættina frá upphafi. Það hefur verið ofsalega gaman að vinna með honum, hann er svo lunk- inn lagasmiður. Stundum vörpum við einhverri stemningu eða gef- um mynd af framvindu og hann býr til tónmál úr því. Það er eins og hann grípi orðin sem við setj- um fram í rýmið og svari með tón- list. Það er alveg merkilegt að fylgj- ast með hvernig einmitt réttu tón- arnir verða til. Kristján er einhvern veginn ólgandi brunnur stemning- ar og stílbrigða. Ég vona að það slæðist eitt lag eða tvö lög með úr þessu samstarfi á nýju plötuna hans. Það væri nú eitthvað alveg magn- að,“ segir Bryndís. Hún segir einn- ig að það sé sérstakt að tónlist leiki svo stórt hlutverk í matreiðsluþætti og KK ljái þáttunum einkennandi blæ. Ekki hafa allir mjólkað kýr Þriðja þáttaröðin gerist um sumar- tímann og í henni fær áhorfandinn að fylgjast með Árna kokki kynnast nýjum stöðum á Vesturlandi. Hann fer meðal annars í Dalina og á Snæ- fellsnes, tekur þátt í Rabarbarahát- íð í Reykholti og í Hvanneyrarhá- tíðinni þar sem 125 ára afmæli skólahalds á Hvanneyri var fagn- að síðasta sumar. „Þegar að elda- mennskunni kemur skoðum við alltaf grunnframleiðsluaðferðir á hráefninu og sækjum aðföng í nátt- úrulegt umhverfi. Það hefur verið sérlega gefandi að rækta matjurta- garð og ala búfénað í Árdal. Einn- ig hefur verið ótrúlega skemmtilegt að heimsækja fólk á Vesturlandi og kynnast verkefnum þess. Í þriðju seríunni hittum við fyrir bænd- ur og sjómenn sem fyrr, en einn- ig eldsmið, steinhleðslumeistara og keramiklistafólk og sjáum hvernig störf þeirra tengjast eldamennsku,“ segir Bryndís glaðlega. „Brennandi áhugi Árna á góðum mat leiðir hann áfram í leitinni að úrvals hráefni og spennandi úrvinnslu. Það eru alls ekki allir sem eiga kost á að upplifa það að fara út á sjó eða mjólka kýr og sumir hafa ekki einu sinni sett niður kartöflur. Kannski má þakka hluta af vinsældum Hins blómlega bús hjá svo breiðum hópi, því að fólk getur svo auðveldlega sett sig í spor Árna, sem oftar en ekki er að gera hlutina í fyrsta skipti sjálfur. Störf sem eru kannski hversdagsleg á Snæfellsnesi geta þótt framandi í Borgarfirði þótt ekki sé lengra far- ið.“ Sala sýningarréttar næstu skref Árni Ólafur Jónsson, Guðni Páll Sæmundsson auk Bryndísar eiga framleiðslufyrirtækið Búdrýgindi sem framleiðir þættina Hið blóm- lega bú. „Við í Búdrýgindum erum að fara yfir hvaða leiðir eru færar í markaðssetningu erlendis. Núna er reyndar ósköp mikið að gera í að klára þriðju seríuna en þegar því verki lýkur verður sest niður og far- ið yfir framtíðaráformin. Við höf- um hug á að selja sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndun, Englandi, Þýska- landi, Frakklandi, Hollandi og Ít- alíu sýningarrétt að þáttunum og kannski seilumst við jafnvel lengra út í heim. Vonandi geta svo sýn- ingar á Hinu blómlega búi erlendis orðið smáframleiðendum að gagni sem og þeim sem vilja byggja upp býlin sín og útveg. Við höfum haft að leiðarljósi að fjalla aðeins um það sem okkur finnst mjög áhugavert og heillandi. Við höfum líka fundið að það skilar sér til áhorfandans. Ég tel það helstu ástæðuna fyrir því að þátturinn hefur notið hylli að við höfum hitt á svo frábæra aðila sem eru að gera spennandi hluti hér á Vesturlandi,“ segir Bryndís. Vesturland er Gósenland Matreiðslu- og lífstílsþættir eins og Hið blómlega bú eru vinsælt sjón- varpsefni og það er þekkt að þeir sem fjallað er um í þáttum finni fyrir uppsveiflu og auknum áhuga í kjölfar svo víðtækrar kynningar á starfseminni. „Markaðssetning á Hinu blóm- lega búi erlendis hefur einnig mik- ið auglýsingagildi fyrir Vesturland og allar íslenskar afurðir. Ísland er mjög spennandi land fyrir marga eins og vaxandi ferðamannastraum- ur ber glöggt vitni um. Nú er sífellt rætt um mikla fjölgun ferðamanna á Íslandi og oft tekið fram að nú verði að jafna álagið og beina straumnum á ný svæði. Þar hefur Vesturland komið sterkt inn. Á Suðurlandi er álagið nú orðið svo mikið víða að menn hafa ekki undan og tekjurn- ar skila sér ef til vill ekki nægilega vel til byggðanna. Mér finnst skipta mjög miklu máli að Vestlendingar skoði vel hvernig þeir ætla að byggja upp og standa að þessum gestakom- um. Ég vona að okkur beri gæfa til að nýta þessa miklu tekjumöguleika til að styrkja innviðina, byggja upp stoðir sem standa langt til fram- tíðar og lúta ekki bara skammtíma hagsmunum í „einhverskonar túr- isma“. Við verðum að vera meðvit- uð um að við höfum svo mikið um það að segja hvernig staðið er að ferðamálunum. Það verður að hlúa að því besta og rækta það. Vestur- land býr að magnaðri fjölbreytni í aðföngum, bæði úr sjó og af landi. Vesturland er Gósenland fyrir mat- arhandverk og einnig listsköpun. Vitbrigði Vesturlands og gróskan í kringum þau samtök eru gott dæmi um möguleika svæðisins. Margir sem ólust hér upp sækja í að koma aftur heim að námi loknu og það er mikils virði,“ segir Bryndís og bæt- ir við: „Sömuleiðis er mikill áhugi neytenda á hreinum og vistvænum mat og að rekjanleiki vörunnar sé mikilvægur. Margir neytendur eru einnig upplýstari og fróðleiksfús- ari, þar eru möguleikar fyrir Vest- urland. Þesskonar markhópur er verðmætur því hann er líklegur til að dvelja lengi á svæðinu og njóta. Það ætti að vera eftirsóknarvert. Að móta stefnu og vita hvers konar líf við viljum á Vesturlandi á að vera stóra spurningin.“ Tilnefnd til Eddunnar Þættirnir um hið blómlega bú hafa hlotið mikið lof og báðar fyrri þáttaraðir fengið tilnefningar til Eddu verðlaunanna. Það er mikil viðurkenning fyrir gæði efnisins að komast í úrslit fimm bestu menn- ingar- og lífstílsþátta á Íslandi á Eddunni 2014 og aftur í hóp fimm bestur lífstílsþátta Eddunnar 2015. „Við vorum auðvitað mjög lukkuleg að fá tilnefningu til Eddunnar. Það eru framleiddir svo margir góðir þættir í þessum flokki. Fyrra árið voru 28 þættir um hituna og Hið blómlega bú valið í fimm þátta úr- val - og við brostum hringinn. Það er mikilvægt fyrir okkur að finna og fá staðfestingu á að við náum til fólksins og að fagfólk telji þætt- ina með þeim bestu. Stuðningur Menningarsjóðs Vesturlands hefur einnig verið okkur mikil virði, ekki síst sem viðurkenning á menning- argildi Hins blómlega bús,“ segir Bryndís og glögglega má heyra að verkefnið er henni hjartfólgið. Skemmtilegasta hark í heimi Aðspurð út í hvernig gangi að reka sitt eigið framleiðslufyrirtæki á Ís- landi segir Bryndís það vera mikið ævintýri og oft á tíðum mjög krefj- andi. „Það hefur verið mjög krefj- andi að leita styrkja, ekki síst því framleiðslan sjálf er mikil vinna. Ef okkur hefði gengið svona vel með fyrstu þáttaröðina á stærri mark- aði, þá hefði það auðveldað fram- haldið til muna, fjármögnun hefði verið léttari og það hefði létt álag- ið á teyminu. En í svona litlu landi verður maður alltaf að leggja sig allan fram. Umfjöllunarefni þátt- arins kallar á langt tökutímabil og fjármögnunin hefur verið erfið. Við hefðum varla staðið í þessu nema af því við teljum það eiga erindi. Þetta er sífellt hark, en líklegast eitthvert skemmtilegasta hark í heimi,“ segir hugsjónakonan Bryndís Geirsdótt- ir að lokum. eha Ljósm: Guðni Páll Sæmundsson og Bryndís Geirsdóttir. Enn er blómlegt í Árdal og þriðja þáttaröðin fer senn í loftið Þremenningarnir sem standa að Búdrýgindum, framleiðslufyrirtæki Guðna Páls Sæmundssonar, Bryndísar Geirsdóttur og Árna Ólafs Jónssonar. Ljósm. gps. KK að taka upp tónlistina fyrir þættina í stofunni í Árdal. Ljósm. gps. Árni kynntist sjávargróðri og skelfiski hjá Símoni Sturlusyni í Stykkishólmi. Hér skoða þeir stórþara. Ljósm. gps. Við upptökur á þáttunum. Hér heimsækir Árni Sigríði Erlu Guðmundsdóttur keramiklistakonu í Leir 7 í Stykkishólmi. Ljósm. bg. Frá Hvanneyrarhátíðinni sumarið 2014 þar sem fagnað var 125 ára afmæli skólahalds á Hvanneyri. Ljósm. gps.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.