Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður opnuð í Safnahúsi Borgfirðinga í Borgar- nesi ný sýning, eins kon- ar samfélagsverkefni sem miðlar fróðleik um gengn- ar kynslóðir. „Hugmyndin snýst um að segja sögu 15 kvenna sem allar voru á lífi 1915 þegar íslenskar konur fengu kosningarétt. Nýj- ungin er sú að fjölskyldur kvennanna hafa unnið að heimildaöflun og útveg- að muni og myndir. Þann- ig er þetta unnið í víðtæku samstarfi og hefur vak- ið umræðu um og áhuga á sögu kvennanna innan fjölskyldna þeirra sjálfra. Á sýningunni verða spjöld með myndum og fróð- leik um konurnar. Sýning- in verður í Hallsteinssal í Safnahúsinu og stendur til októberloka í haust.“ Konurnar sem fjallað verður um eru þessar: 1. Guðfríður Jóhannes- dóttir (1884-1980) ljós- móðir, Litlu Brekku, Borgar- hreppi. 2. Guðrún Guðmundsdóttir (1885-1958) Borgarnesi. 3. Helga Ingibjörg Halldórsdóttir (1895-1985), Kjalvararstöðum ofl. 4. Helga Georgs Pétursdóttir (1884-1971) Draghálsi, Grafardal. 5. Ingibjörg Friðgeirsdóttir (1906-1998), Hofsstöðum, Álfta- neshreppi. 6. Ingigerður Kristjánsdóttir (1877-1969), á Karlsbrekku og víð- ar. 7. Ingveldur Hrómundsdótt- ir (1862-1954), Haukatungu, Kol- beinsstaðahr. 8. Pálína Ólafía Pétursdóttir (1876-1964) Grund, Skorradal. 9. Ragnheiður Torfadótt- ir (1873-1953), Hvanneyri, Ytri- Skeljabr.og Arnarholti. 10. Ragnhildur Benjamínsdóttir (1883-1958), Kalmanstungu. 11. Rannveig Oddsdóttir (1890-1986), Steinum. 12. Steinunn Stefánsdóttir (1855-1942), Fíflholtum. 13. Theodóra Kristín Sveinsdóttir (1876-1949, Reykholti, Hvítárvöllum, Ferstiklu. 14. Þórunn Ríkharðs- dóttir „Perla borgfirskra kvenna“ Höfn í Leirársveit. (1862-1958). 15. Þórunn Þórðardóttir (1855-1934), Borgarnesi. Tónleikar með verkum ungs fólks Við opnun ofangreindarar sýningar verða hátíðartón- leikar, uppskeruhátíð verk- efnis sem Safnahús vinn- ur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. „Markmið stofnananna er að hvetja ungt fólk til listrænnar tón- sköpunar á grundvelli texta. Á tónleikunum munu nem- endur skólans frumflytja eigin verk og yngsta tón- skáldið er einungis sex ára gamalt. Um er að ræða þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í þrjú ár og á sér mikið samfélagslegt gildi. Stofnanirnar tvær vinna sam- an þvert á faglínur í safna- og skóla- starfi. Samstarfið við Tónlistar- skólann hefur gengið afar vel þessi þrjú ár sem liðin eru af því og þetta er mjög spennandi samstarf þvert á faglegar línur þessara stofnana. Í ár er metfjöldi frumsaminna verka á ferðinni og yngsta tónskáldið er sex ára,“ segir Guðrún Jónsdóttir for- stöðumaður Safnahússins. mm Aðsókn að sýningum áhugaleik- félaga í landinu á síðasta leikári nam ríflega 33 þúsund gestum, eða svipaður fjöldi og á leikárinu á undan. Gestafjöldi síðasta leikárs jafngildir því að einn af hverjum tíu landsmönnum hafi séð uppfærslu á vegum áhugaleikfélaga. Lítilshátt- ar fækkun hefur orðið á fjölda sýn- ingargesta áhugaleikfélaga á und- anförnum leikárum, eftir nokkra fjölgun gesta næstu leikár á und- an. Hæst náði aðsókn að sýning- um áhugaleikfélaga á árunum 2001–2004, en þau ár tóku nokk- ur áhugaleikfélög þátt í bæjarhá- tíðum og/eða færðu upp á fjalirn- ar verk sem drógu að mikinn fjölda gesta. Aðsókn að sýningum áhuga- leikfélaga er ærið mismunandi eft- ir landshlutum. Á síðasta leik- ári sóttu langsamlega flestir sýn- ingar áhugaleikfélaga á Norður- landi eystra og Suðurlandi miðað við fólksfjölda, eða þrír af hverjum tíu íbúum, samanborið við einn af hverjum tíu ef miðað er við landið í heild. Sýningargestir voru fæstir á Austurlandi og Suðurnesjum, eða ellefu af hverjum hundrað íbúum. Á Vesturlandi sóttu 14 af hverjum 100 íbúum sýningu áhugaleikhópa á starfsárinu 2013-2014. Áhugaleikfélög færðu á síð- asta ári á fjalirnar 69 uppfærslur, sem sýndar voru samtals 483 sinn- um. Þrjár af hverjum fjórum upp- færslum áhugaleikfélaga saman- stóðu af einu eða fleiri íslensk- um höfundaverkum. Samanlagð- ur fjöldi flytjenda var ríflega 1.300 manns. Starfandi áhugaleikfélög- um hefur fækkað fast að um helm- ing frá því að þau voru flest í upp- hafi tíunda áratugar síðustu ald- ar. Undanfarin ár hefur fjöldi leik- félaga haldist næsta stöðugur, eða laust innan við 40 talsins. mm Karlakórinn Söngbræður mun halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 19. apríl næstkom- andi klukkan 20:30, til að minnast að 100 ár eru liðin síðan Söngfélag- ið Bræðurnir var stofnað ári 1915 í Reykholtsdal í Borgarfirði. Kórinn var stofnaður af Bjarna Bjarnasyni frá Skáney og starfaði undir hans stjórn fram til ársins 1958, en hann var alla tíð driffjöður þessa kór- starfs. Bjarni sem fæddur var 1884 á Hurðarbaki í Reykholtsdal, kvænt- ist Helgu Hannesdóttur frá Deild- artungu. Þau hófu búskap á Skán- ey árið 1909, en Bjarni var sagður hygginn og ötull bóndi, framsýnn og framtakssamur og naut ómetan- legs styrks og dugnaðar konu sinn- ar. Bjarni var gæddur óvenjumikl- um og góðum tónlistarhæfileik- um og lærði ungur orgelleik. Hann hóf störf sem organisti í Reykholts- kirkju skömmu eftir fermingu og starfaði sem organisti og kórstjóri í sjö áratugi við kirkjuna og einnig í fleiri kirkjum um ofanverðan Borg- arfjörð. Nafnið Bræðurnir sem sönghóp- urinn nefndi sig, kom til af því að framan af átti hver einasti söngmað- ur bróður í kórnum, nema söng- stjórinn sjálfur. Sá háttur var hafð- ur á hjá Bræðrunum, að þeir félagar í kórnum vörðu einni viku, söngv- iku, á hverju hausti til samveru og samæfinga. Hittust þeir á Skáney og dvöldu heima hjá Bjarna, gengu þar í öll bústörf á búinu fram eftir degi og hófu síðan söngæfingar síð- degis. Sagt er að Bjarni hafi sest við hljóðfærið, sem var harmonium, og kynnti það lag er næst skyldi taka til æfinga. Fyrst var farið nokkr- um sinnum yfir tenórinn, en síðan æfðar undirraddirnar hver af ann- arri uns lagið fór að hjóma. Æft var fram eftir kvöldi og næstu dagar liðu á svipaðan hátt í um vikutíma. Bjarni vann að því að handskrifa öll nótnahandrit fyrir kórinn og fyrir þá kóra sem hann stjórnaði. Voru þar um að ræða bæði íslensk og er- lend kóralög. Þessi handrit verða að einhverju leyti til sýnis í Reyk- holtskirkju á sunnudagskvöldið. Eiga gleðina sameiginlega Karlakórinn Söngbræður var stofn- aður 1978 og er velja þurfti nafn á kórinn, þótti við hæfi að að tengja það hinum fyrri karlakór Borgfirð- inga og í virðingarskyni við starf hans varð til nafnið Söngbræð- ur. Og með sama hætti og starfs- svæði Bræðranna teygði sig um marga hreppi frá Reykholtsdal, koma félagar í Söngbræðrum frá sjö sýslum. Það tengir líka karla- kórana tvo saman að a.m.k. tveir söngmenn náðu að syngja í báðum kórunum. Þeir höfðu verið yngst- ir í Bræðraflokknum, en urðu elst- ir í Söngbræðrum. Þetta voru þeir ágætu söngmenn, Jakob Jónsson frá Varmalæk og Kristján Davíðs- son frá Oddsstöðum. Það má líka nefna að ættartengsl eru mörg milli kóranna. Fleira eiga kórarnir sam- eiginlegt, til dæmis gleðina yfir því að eiga saman stund við söng og samveru, svo notuð séu orð Þórð- ar heitins Kristleifssonar frá Stóra- Kroppi; “þar sem áhyggjuleysi, bróðurhugur, fyndni, fjör og gam- ansemi lyftir félögum upp í lönd heiðríkjunnar.” Tónleikar á sunnudagskvöldið Söngbræður munu á sunnudags- kvöldið flytja lög sem Bræðurnir fluttu á sínum tíma, auk sönglaga úr eigin söngskrá. Því mun verða flutt fjölbreytt dagskrá sem sam- an stendur af hefðbundnum karla- kórslögum og léttri dægurtón- list. Fjölbreytnin mun verða í fyr- irrúmi. Flutt verður stutt ágrip af starfi Bjarna Bjarnasonar og söng- ferli Bræðranna, inn á milli tónlist- aratriða. Allir eru hjartanlega vel- komnir. -fréttatilkynning Meðfylgjandi er ljósmynd af Bræðrunum frá fyrstu starfsárum kórsins. Efsta röð frá vinstri: Björn Gíslason bóndi síðar í Sveinatungu tengdasonur Kristleifs á Stóra-Kroppi, Jóhannes Erlendsson bóndi á Sturlu-Reykjum tengdasonur Krist- leifs einnig, Bjarni Bjarnason söngstjóri og bóndi á Skáney, Björn Jakobsson frá Varmalæk einnig tengdasonur Kristleifs á Stóra-Kroppi og Þórður Kristleifsson frá Stóra-Kroppi, síðar kennari á Laugarvatni. Miðröð frá vinstri: Þorsteinn Kristleifsson frá Stóra-Kroppi, bóndi á Gull- berastöðum, Gunnlaugur Briem Einarsson frá Reykholti, Eggert Briem Einarsson frá Reykhholti síðar læknir í Borgarnesi og Júlíus Bjarnason frá Hæli síðar bóndi á Leirá. Fremsta röð frá vinstri: Guðmundur Bjarnason bóndi á Hæli, Jón Erlendsson frá Sturlu-Reykjum og Magnús Jakobsson frá Varmalæk, smiður og bóndi á Snældubeinsstöðum. Tónleikar í Reykholti til að minnast Söngfélagsins Bræðranna Karlakórinn Söngbræður mun flytja mörg af sönglögum Bræðranna auk laga úr eigin söngskrá. Svipmynd frá einni af nýjustu uppfærslum áhugaleikhópa á Vesturlandi. Barið í brestina, sýning Umf. Skallagríms í Lyngbrekku. Ljósm. mþh. Tíundi hver landsmaður sótti sýningu áhugaleikfélaga Saga fimmtán kvenna og tónlist eftir yngstu skáldin Ein kvennanna sem fjallað er um á sýningunni Gleym þeim ei, er Pálína Ólafía Pétursdóttir frá Grund í Skorrradal, en hún var fædd árið 1876.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.