Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Hver finnast þér æskileg lágmarkslaun? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Svava Víglundsdóttir: 300-350 þúsund krónur lág- mark. Jóhanna G Möller: 350 þúsund krónur. Guðbrandur Brynjúlfsson: Það ber að stefna að 300 þúsund króna lágmarkslaunum á næstu 3-4 árum. Guðni Rafn Ásgeirsson: 400 þúsund útborgaðar. Það eru um 600 þúsund í heildarlaun. Snjólaug Guðmundsdóttir: 360 þúsund krónur. Úrvalslið seinni hluta Domino´s-deildar kvenna í körfubolta var kynnt í bækistöðvum KKÍ í síð- ustu viku. Þrjár voru valdar í lið- ið úr deildarmeistaraliði Snæfells, þær Hildur Sigurðardóttir, Gunn- hildur Gunnarsdóttir og Kristen McCarthy ásamt þeim Söru Rún Hinriksdóttur Keflavík og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur úr Val. Þá var Kristen McCarthy valin besti leikmaðurinn og Ingi Þór Stein- þórsson Snæfelli besti þjálfarinn. Dugnaðarforkurinn var valinn Jó- hanna Björk Sveinsdóttir Breiða- bliki. Besti dómarinn í Dominos deildum karla og kvenna á seinni hlutanum er Sigmundur Már Her- bertsson. þá Mikið líf er í barna- og unglinga- starfi hjá Golfklúbbi Borgarness. Krakkarnir hafa æft vel í vetur í inni- aðstöðu klúbbsins í Brákarey og rétt fyrir páskana fengu þeir góða heim- sókn. Þá kom og leiðbeindi ungum kylfingum Birgir Leifur Hafþórs- son margfaldur Íslandsmeistari og eini íslenski kylfingurinn sem hef- ur unnið sér þátttökurétt á Evrópu- mótaröð atvinnumanna sem er það hæsta sem hægt er að ná í Evrópu. Birgir Leifur stýrði æfingu barna- og unglinga hjá GB. Hann ræddi líka um það hvernig hann náði sín- um árangri í golfinu. Að sögn Haraldar Más Stefáns- sonar sem leiðir barna- og ung- lingastarfið hjá Golfklúbbi Borgar- ness hlustuðu krakkarnir af miklum áhuga en samtalið snerist ekki ein- göngu um golf heldur líka um aðrar íþróttir og lífið almennt. Birgir Leif- ur talaði mikið um aga, heilbrigðan lífsstíl og eljusemi. Svo stýrði hann æfingu og gaf krökkunum góð ráð. Haraldur Már segir að mikil ánægja hafi verið með þessa heimsókn og mátti sjá krakkana ljóma með það sem þau fengu út úr þessari frábæru heimsókn. Hann segir að Birgir Leifur hafi í rauninni haldið áfram frá því sem Úlfar Jónsson landsliðs- þjálfari og Bjarki Pétursson skildu við þegar þeir héldu sína fyrirlestra síðasta haust þegar skrifað var und- ir afrekssamninga við unglinga GB. „Annars er það að frétta af barna- og unglingastarfinu að nú förum við bráðlega að fjölga æfingum og færa okkur út þegar veður leyfir. Mikil tilhlökkun er í hópnum fyrir komandi sumri. Ég hvet alla til að fylgjast með facebook síðunni okk- ar, golfhópur ungmenna í Borgar- byggð, en þar má finna allar upplýs- ingar,“ segir Haraldur Már. þá Opna Borgarfjarðarmótið í bridds hófst í Logalandi að kveldi 13. apríl. Mætingin var afar góð eða 22 pör og er það nærri þolmörkum efri hæðarinnar í félagsheimilinu. Efstu fjögur pörin spiluðu öll í und- anrásum Íslandsmóts á Hótel Nat- ura um helgina og voru því í góðri æfingu. Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson stóðu sig manna best og rökuðu saman 352 stig- um. Hallgrímur Rögnvaldsson og Guðmundur Ólafsson skoruðu 334 og skammt þar á eftir urðu Einar Svansson og Ingimundur Jónsson með 333 stig. Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson urðu fjórðu með 325 stig og fimmtu með 322 stig enduðu Ingi Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Grétar Ólafsson. Næsta lota verður spiluð í sal eldri borg- ara á Akranesi fimmtudagskvöld- ið 16. apríl og hefst klukkan 19:30 að Skagamannasið. Áhorfendur eru velkomnir nú sem ævinlega. ij Síðasta mót KB mótaraðarinnar í vetur verður haldið laugardaginn 18. apríl í Faxaborg í Borgarnesi og hefst klukkan 10. Keppni hefst með forkeppni í tölti T3 (þrír sam- an í holli), barnaflokki, unglinga- flokki og 2. flokki. Þá verður for- keppni í fimmgangi F2 (tveir saman í holli) og keppt í ungmennaflokki, 1. flokki og opnum flokki. Úrslit hefjast svo að lokinni forkeppni og verða í sömu röð og í forkeppni. Skráningargjöld eru 2.500 krón- ur í öllum flokkum nema barna – og unglingaflokkum en þar eru þau 1.000 kr. „Skráningar fara að vanda fram í skráningakerfi Sportfengs (sport- fengur.com). Mótshaldari er Skuggi og síðan rekur ferlið sig nokkuð auðveldlega. Í þeim tilfellum sem vandræði koma upp þá má senda upplýsingar (kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og hönd ) á netfangið kristgis@simnet.iseða hringja í síma 898-4569. Allir hest- ar verða að vera skráðir í World- Feng og allir keppendur skráðir í hestamannafélag. Skráning hefst laugardaginn 11. apríl og lýkur á miðnætti í dag, miðvikudaginn 15. apríl.“ Sem fyrr er það mótanefnd Faxa og Skugga sem skipuleggur mótið. mm Átta liða úrslit Lengjubik- ars karla í knattspyrnu, fara fram annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Skagamenn mæta þá úrvalsdeildarliði Fjölnis í Akra- neshöllinni klukkan 18. Á sama tíma mætast Víkingur R og FH og klukkustund síðar Breiðablik og Valur og Fylkir og KA. Verði jafnt í leikjunum eftir venjulegan leiktíma skal fara fram vítaspyrnukeppni samkvæmt reglum um mótið. Nái Skagamenn að vinna Fjölni mæta þeir sigurvegurum úr leik Fylkis og KA í undanúrslitum. Þau fara fram sunnudaginn 19. apríl. Úrslitaleikur Lengjubikars fer síðan fram á sum- ardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl. þá Opna Borgarfjarðarmótið í bridds er hafið Íslandsmeistarinn stýrði æfingu hjá GB. Margfaldur Íslandsmeistari í golfi leiðbeindi hjá GB Birgir Leifur ræddi við unglingana um marga nauðsynlega hluti. Hér er hann, unglingahópurinn og hinn síungi Þórhallur Teitsson. Flestar úr Snæ- felli í úrvalsliðinu Síðasta mót KB mótaraðarinnar framundan Skagamenn mæta Fjölni í Lengjubikarnum Tilefni þessa pistils er að apríl 2015 er til- einkaður landslags- arkitektúr um heim allan eða “World landscape architecture month 2015”. Hluti af því er að við landslagsarki- tektar breiðum út boðaskap fagsins og upplýsum hvaða verkefni og við- fangsefni landslagsarkitektar taka sér fyrir hendur. Með þessu er ég því að dreifa boðskapnum og miðla til ykkar hvernig fagstétt þetta er. Að verða landslagsarkitekt er fimm ára háskólanám með útskrift úr há- skóla með mastersgráðu (M.Sc.) og eins og í öðrum fögum er hægt að halda áfram og taka doktorsgráðu. Ég sem dæmi tók bakkalárgráðu (B.Sc. í umhverfisskipulagi) mína við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og í kjölfar útskriftar þaðan flutti ég til Kaupmannahafnar í Danmörku og kláraði mastersgráðu (M.Sc) í lands- lagsarkitektúr við Kaupmannahafn- arháskóla. Ég sé ekki eftir því eina mínútu að hafa farið í þetta nám hvort sem það var á Hvanneyri eða í Kaup- mannahöfn, námið í þessum tveim- ur skólum er metnaðarfullt og góðir kennarar. Þetta var dýrmæt reynsla og þekking sem ég aflaði mér svo og að vaxa sem manneskja og kynn- ast góðu fólki. Landslagsarkitektúr er kenndur í fjölmörgum löndum og þeim sem hafa hug á námi á þessum vettvangi ráðlegg ég að kynna sér vel nám hérlendis (B.S.c.) og erlendis því skólar eru með mismunandi áherslur og nálgun. Á Íslandi erum við með fagfélag sem heitir Félag íslenskra landslags- arkitekta FÍLA og eru 74 félags- menn. Félagið er með heimasíðu fila.is og einnig var opnuð síða árið 2012 sem ber nafnið X-land, x-land. is Þar er að finna verk á höfðuborg- arsvæðinu eftir landlagsarkitekta og stefnt er að því í framtíðinni að vera með verk um allt land. Helst á baugi hjá FÍLA í apríl er málþing sem hald- ið verður 30. apríl næstkomandi þar sem fjallað verður um borgalands- lag, framtíðarsýn og hönnun nærum- hverfis í byggð. Landlagsarkitektúr er fjölbreytt fag sem krefst v í ð t æ k r a r þekkingar og að hafa frjóa hugsun þar sem viðfangs- efnið er að hanna lífvæn- legt umhverfi og viðhalda vistkerfum eins og best kostur er á fyrir menn og dýr, hvort sem það er innan bæjarmarka eða utan þeirra. Þekking á gróðri, vistkerfum, veð- urfari, jarðfræði og jarðvegsfræði, menningu og sögu er mikilvæg en ekki síður mikilvæg er færnin að vera með skapandi hugsun til að hanna umhverfið svo farsæl tenging verði milli náttúru og manns. Verkefnin eru fjölbreytt og spannar hönnun allt frá litlum svæðum í stærri landsvæði. Landslagsarkitektar hanna útivistar- svæði, einkagarða, gatnaumhverfi og taka einnig þátt í skipulagi byggðar hvort sem það er svæðisskipulag, að- alskipulag eða deiliskipulag og er list- inn ekki tæmandi. Landslagsarkitektar starfa á teikni- stofum, hjá sveitafélögum, hjá öðr- um stofnunum og fyrirtækjum og eru sjálfstætt starfandi. Fræðsla er einnig mikilvægur þáttur, að miðla til almennings, til annarra fagstétta og að kenna upprennandi landslags- arkitektum. En enginn er eyland eins og einhver vís sagði og góð samvinna við aðrar fagstéttir er mikilvæg sem dæmi má nefna skipulagsfræðinga, arkitekta, verkfræðinga, garðyrku- fræðinga, tæknifræðinga, umhverf- isfræðinga og fleiri. Ég sem dæmi starfa hjá Akraneskaupstað sem garð- yrkjustjóri og hefur menntun mín og þekking haft mikið þar að segja hvernig ég nálgast viðfangsefnin. Í starfi mínu tekst ég á við fjölbreytt verkefni sem dæmi má nefna að stýra hópi ungs fólks sem sinnir grænum verkefnum, hafa umsjón með um- hirðu og viðhaldi, taka þátt í hönn- un og stýra framkvæmdum á útivist- arsvæðum Akraness. Ekki er hægt að draga það í efa að umhverfið sem við búum í hefur áhrif á vellíðan okkar hvort sem það er líkamleg eða andleg heilsa. Því er það metnaður okkar og leiðarljós að hanna fallegt umhverfi sem þjón- ar hlutverki sínu með því að koma á móts við ólíkar þarfir fólks. Vona ég að pistil þessi hafi varpað sýn á störf landslagsarkitekta þó að það megi ef- laust bæta mörgu við. Ef þig vantar fagmanneskju á sviði hönnunar um- hverfis í smærri eða stærri skala veldu landslagsarkitekt. Góðar stundir og gleðilegan lands- lagsarkitektamánuð. Íris Reynisdóttir Landslagsarkitekt FÍLA Hvað gera landslagsarkitektar? Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.