Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Freisting vikunnar Hér höfum við dæmi um hefðbund- inn mat sem er orðinn algengur á skyndibitastöðum og jafnvel ein- hverjir sem telja að rétturinn verði eingöngu framreiddur úr sérstök- um djúpsteikingapottum. Það er þó fjarri sanni. Hér er bragðgóð uppskrift að orlýdeigi sem hægt er að matbúa heimafyrir. Þegar not- uð er lífræn hitaþolin steikingarolía og gæðafiskur er komin hin fínasta heimilismáltíð. Galdurinn er auð- vitað að kaupa úrvals hráefni, vera með góða steikingarolíu og góðan fisk. Orlýdeig Byrjið með 3-4 sm af köldu vatni í botn stórrar skálar Saltið vel (líklega um 2 tsk) Piprið vel með hvítum pipar (vel rúm tsk þar) 1 tsk karrý 1-2 bollar af hveiti 1 egg ½ dós af volgum pilsner Mulinn svartur pipar, eftir smekk. Byrjið á því að hræra létt sam- an vatni, salti, hvíta piparnum og karrýi. Bætið við bolla af hveiti og hrærið vel. Það er ekkert verra þó að deigið sé kekkjótt þannig að haf- ið ekki áhyggjur, það á að vera mjög þykkt þannig að bætið við hveiti eft- ir þörfum. Bætið við eggi og hrærið áfram og þynnið með volgum pilsn- er. Mikilvægt er að pilsnerinn sé ekki kaldur, betra í heitara lagi. Ef deigið er of þunnt þá má bæta við meira hveiti. Piprið með grófum svörtum pipar. Fiskur 2 flök af góðum fiski; ýsu eða þorski, þó aðrar tegundir komi vel til greina. Skerið í lófastóra roðlausa og bein- lausa bita og þerrið. Aðferð við steikingu Hitið vel á steikingarpönnu eða í góðum sterkum stálpotti um lítra af góðri steikingarolíu. Mikilvægt er að velja góða olíu því það skil- ar sér í auknum bragðgæðum og hollustu. Veltið fiskbitunum upp úr deiginu og notið steikargaffal eða álíka áhald til að taka vel hjúp- aðan fiskbita upp úr deigblönd- unni. Verið með svuntu og viðbú- in að litlir olíudropar spýtist upp úr pottinum, gætið sérstaklega að ekki komi vatn í olíuna. Hægt og rólega er stykkið látið þekjast í heitri olíunni og næsti biti sett- ur ofaní. Þetta er gert koll af kolli þar til steikingarpotturinn tek- ur ekki meir. Þá er bitunum snú- ið þannig að steikingin verði sem jöfnust. Hver biti þarf um 5 mín- útur í steikingu, það fer þó eftir þykkt bitans. Að steikingu lokinni er fiskbitinn tekin upp úr steiking- arpottinum með töng og settur á gamalt tölublað af Skessuhorni til að láta drúpa af mestu umframolí- una. Passið bara vel að allir á heim- ilinu hafi náð að lesa blaðið áður. Ekki henda steikingarolíunni því hægt er að hreinsa hana með sigti og setja aftur á flösku eftir að hún hefur kólnað. Þá er olían geymd í kæli og hægt að nota aftur. Berið fram með sítrónu, súrum gúrkum, remúlaði og hrísgrjónum eða frönskum. Djúpsteiktur fiskur í orlýdeigi Tólf umsóknir bárust til Landbún- aðarháskóla Íslands um leigu á fjár- búinu Hesti í Borgarfirði. Fjábú- ið sem er í eigu skólans hefur ver- ið rekið undir hatti rekstrarfélags- ins Grímshaga ehf. Fyrr í vetur var sú ákvörðun tekin að endur- skipuleggja búreksturinn. Rekstur- inn á Hesti verður því leigður út ásamt bústofni, húsakosti og íbúð- arhúsi auk hjáleigunnar Mávahlíðar í Lundarreykjadal sem nytjuð hefur verið frá Hestsbúinu. Gerð er krafa um að væntanlegur leiguliði hafi menntun í búfræði og reynslu af búrekstri auk mikils áhuga á rækt- un sauðfjár og samvinnu við sér- fræðinga LbhÍ. Markmiðið er því að reksturinn verði til fyrirmyndar í alla staði og geti áfram nýst til kennslu og rann- sókna fyrir nemendur og starfs- fólk LbhÍ. Greitt verður fyrir þann kostnað sem hlýst af áframhaldandi kennslu- og rannsóknastörfum við sauðfjárbúið. Alls bárust tólf umsóknir frá eft- irfarandi aðilum: Baldur Gauti Tryggvason, Brynjar Ottesen og Guðný Kristín Guðnadótt- ir, Félagsbúið Skálpastöðum ehf, Gunnar Örn Steinarsson og Ingi- björg Júlía Þorbergsdóttir, Harald- ur Sigurðsson og Linda Sif Níels- dóttir, Helgi Már Ólafsson, Jón- mundur Magnús Guðmundsson, Logi Sigurðsson, Sigrún Harpa Eiðsdóttir og Eyjólfur Kristjóns- son, Símon Bergur Sigurgeirsson og Anna Heiða Baldursdóttir, Snæ- dís Anna Þórhallsdóttir og Helgi Elí Hálfdánarson og Unnsteinn Snorri Snorrason. Valnefnd skipuð Björn Þorsteinsson rektor Land- búnaðarháskólans hefur nú skipað þriggja manna valnefnd til að fara yfir umsóknir. Úr hópnum verða valdir umsækjendur sem boðið verður að kynna nánar framtíðar- sýn sína fyrir rekstur Hestsbúsins. Valnefndina skipa þau Þóroddur Sveinsson, Emma Eyþórsdóttir og Jón Hallsteinn Hallsson. Nefndin á að skila tillögum til rektors eigi síðar en 17. apríl. Eftir það rektor boða valda umsækjendur á fund til að ræða nánar hugmyndir að rekstri fjárbúsins. Í síðustu viku bárust fréttir af því að stjórn Grímshaga ehf. og yfir- stjórn Landbúnaðarháskólans hafi ákveðið að leita nauðasamninga við lánadrottna Grímshaga um leið og öllum starfsmönnum félagsins, sem eru um fimm talsins, var sagt upp störfum. mþh Mynd tekin fyrir nokkrum misserum síðan þegar opið hús var fyrir gesti á Hests- búinu. Tólf umsóknir bárust um að leigja fjárbúið að Hesti í Borgarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.