Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Það var mikil spenna í Snæ- fellsbæ síðastliðið sunnudags- kvöld þegar úrslitaþáttur Ís- land got telent var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2. Þar keppti til úrslita hin 22 ára söngkona, Alda Dís Arn- ardóttir frá Hellissandi. Sex atriði komust upp úr undan- úrslitum og kepptu til úrslita og hlaut Alda Dís mikið lof fyrir sína frammistöðu. Hún stóð svo uppi sem sigurveg- ari og vann sér inn tíu millj- óna króna verðlaun og titilinn hæfileikaríkasti Íslendingur- inn 2015. „Það sem stendur uppúr eftir keppnina er að þetta hef- ur verið frábær reynsla og ég kynntist yndislegu fólki,“ segir Alda Dís í samtali við Skessu- horn og er auðheyranlega enn að jafna sig á atburðum síð- ustu daga. „Öll þessi keppni hefur verið frábær, ég hafði þær væntingar til keppninnar að hún kæmi mér á kortið og myndi hjálpa frama mínum sem söngkona. Það hefur svo sannarlega ræst. Ég hef sungið alla ævi og tekið þátt í ýmsum keppnum. Ég lærði á píanó í tíu ár á Hellissandi og þrjú ár á þverflautu. Fór svo fyrir alvöru að læra söng þegar ég flutti til Reykja- víkur 16 ára gömul. Ég byrjaði í söngnámi hjá Ínu Valgerði Péturs- dóttur og í Söngskólanum í Reykja- vík, svo var ég hjá Siggu Beinteins. Núna er ég í Söngskóla Sigurðar Demetz og í einkatímum hjá Mar- gréti Eir. Þess utan vinn ég á leik- skólanum Laufásborg og syng með tveimur ballhjómsveitum. Annars- vegar með pabba mínum Erni Arn- arsyni og fleiri hressum körl- um frá Snæfellsbæ og Grund- arfirði í hljómsveitinni Ung- mennafélagið. Hin hljóm- sveitin heitir Vonum fram- ar og er skipuð mönnum af Reykjarvíkursvæðinu. Í báð- um spilum við hress ábreiðu- lög og höldum uppi stuði. Ég er ekki enn komin með um- boðsmann en hef ég verið að syngja í veislum og brúð- kaupum ásamt fleiri verkefn- um. Svo er margt skemmti- legt í bígerð.“ Mörgum leikur vafalítið forvitni á að vita hvað Alda Dís hyggst gera við verð- launaféð sem er veglegt. „Ætli ég byrji ekki á að fá að- stoð með skattamálin,“ segir hún og hlær. „Ég fæ víst um helminginnn af verðlauna- fénu í minn hlut eftir skatt og það er mjög gott. Ég er afskaplega sátt og glöð með það. Peningana mun ég nýta í frekara tónlistarnám, stúdíótíma eða álíka sem mun efla tónlistarfer- ilinn minn. Ég á mikið og gott bak- land í 365, sem eru framleiðendur Ísland got talent, en er að öllu leyti frjáls sem listamaður. Ég vona bara að mín bíði fullt af verkefnum,“ segir hæfileikaríkasti Íslendingur- inn að endingu. eha Að undanförnu hefur staðið yfir undirbúningur fyrir menningarhá- tíð Dalamanna „Jörfagleði“ sem haldin er annað hvert ár til skipt- ist við hátíðina „Heim í Búðardal.“ Jörfagleði er forn hátíð Dalamanna frá sautjándu og átjándu öld. Hún var bönnuð sökum meints siðleys- is og ekki haldin um langt skeið en síðan endurvakin árið 1977. Hátíð- in er núna að sjálfsögðu með allt öðru sniði en til forna, enda leitast við að hún endurspegli samtímann hverju sinni. Það eru rekstraraðil- ar Leifsbúðar, þær Valdís Gunnars- dóttir og Ásdís Melsteð sem hafa séð um undirbúning Jörfagleði og er dagskráin orðin fastmótuð. Hún er fjölbreytt og eflaust finna þar flestir eitthvað við sitt hæfi. Tón- listin skipar stóran sess. Væntan- lega er það Dalamönnum og gest- um meðal annars gleðiefni að Dala- konan og handhafi íslensku tónlist- arverðlaunanna 2014, Hanna Dóra Sturludóttir, kemur fram á hátíð- inni ásamt hljómsveitinni Salon Isl- andus. Fjögurra daga hátíð Jörfagleði hefst í hádeginu á sumar- daginn fyrsta 23. apríl með firma- keppni hesteigendafélags Búðardals á skeiðvellinum. Klukkan 14 verður svo hátíðin sett í Dalabúð og með- al annars er fjölskylduskemmtun á dagskránni. Síðdegis verður svo tækjasýning hjá Tona að Vestur- braut 8 þar sem tæki og tól dellu- kallsins verða til sýnis. Í Dalabúð um kvöldið verða tónleikar með Hönnu Dóru og hljómsveitinni Sa- lon Islandus í Vínarsveiflu. Á föstudagskvöld verður leik- sýning í Dalabúð þar sem leik- deild ungmennafélagsins Grettis úr Húnaþingi vestra flytur farsann „Öfugu megin uppí“ í leikstjórn Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Einnig verður uppistand í Dalakoti seinna um kvöldið þar sem Sigurð- ur Sólmundarson skemmtir og villti tryllti Villi þeytir skífum af sinni al- kunnu snilld. Fjölbreytt dagskrá er laugardag- inn 25. apríl. Förðunarnámskeið verður í Rauðakrosshúsinu, bridds- mót í Tjarnalundi í Saurbæ og Randi Holaker verður með sýni- kennslu í reiðhöllinni og söfnun- artónleikar. Uppboð verður í Dala- búð ásamt kaffisölu en safnað er fyr- ir hljóðkerfi í dvalarheimilið. Tón- leikar með KK og stórveisla verður síðan í boði á sveitasetrinu Vogi um kvöldið og brenna og brekkusöng- ur í Svartaskóla undir stjórn Lolla. Kvöldinu lýkur síðan með dansleik í Dalabúð með Stuðlabandinu. Dagskrá Jörfagleði lýkur síðan á sunnudag með flóamarkaði í björg- unarsveitarhúsinu til styrktar slysa- varnarfélaginu og spurningakeppni í Dalabúð um kvöldið. Meðan á Jörfagleði stendur verður opið hjá Handverkshópnum Bolla og hjá Jó- fríði og Blómalindinni en þar sýnir Silja Rut Thorlacius ljósmyndir. Byrjaði með vikivaka um jól Jörfagleðin er kennd við Jörfa í Haukadal í Dölum. Þar var um ára- bil seint á sautjándu öld og snemma á átjándu öld haldinn árlegur vi- kivakadansleikur um jólin. Fólk kom víða að og fór í ýmsa leiki og dansað var í baðstofunni á Jörfa. Skemmtanir þessar voru vinsæl- ar meðal almennings en kirkjunn- ar menn og embættismenn höfðu á þeim illan bifur vegna siðleysis sem þeir töldu iðkað. Mikið var drukk- ið á þessum samkomum og Jörfa- gleðin varð afar fjölmenn þegar Staðarfellsgleðin í Dalasýslu lagð- ist af seint á sautjándu öld. Til Jörfa kom fólk langt að á þeirra tíma mælikvarða, svo sem frá Skógar- strönd og Hrútafirði. Sagt var að mikið hefði verið um barnsfæðing- ar í Dölum og næstu héruðum níu mánuðum eftir hverja Jörfagleði og gekk stundum treglega að feðra börnin með vissu. Á síðustu Jörfa- gleðinni sem haldin var á fyrri tíð munu nítján börn hafa komið und- ir, einhverjar heimildir segja þrjá- tíu. Ekki síst var góðbændum þyrn- ir í augum þegar vinnukonur þeirra voru barnaðar. Svo fór að sýslu- menn unnu sigur í baráttu sinni gegn þessum ósóma og Jörfagleðin var bönnuð með öllu, segir í stuttri samantekt um Jörfagleði. þá Vegfarendur á ferð við sunnan- verð bæjarmörkin á Akranesi hafa sjálfsagt tekið eftir því að hafist er handa við að reisa nýtt íbúðar- hús í Krosslandinu svokallaða. Það er íbúðahverfi sem skipulagt var í Hvalfjarðarsveit rétt við bæjarmörk Akraneskaupstaðar. Þar stóð til að reisa heilt hverfi íbúðarhúsa. Gerð- ar voru götur og gengið frá raflögn- um og frárennsli. Aðeins tvö hús risu hins vegar í þessu hverfi áður en efnahagskreppan skall á Íslandi af fullum þunga haustið 2008. Húsið sem nú er að rísa er fyrsta nýbyggingin í Krosslandinu eft- ir hrun. Eigandi þess er Óli Jón Gunnarsson iðnrekandi í Loftorku. „Maður er alltaf að reyna að byggja eitthvað. Ég hef átt lóðina þarna í Krosslandinu frá því fyrir hrun. Við höfum steypt einingarnar í hús- ið þegar lítið hefur verið að gera. Nú ætlum við hins vegar að keyra þetta upp og selja. Þetta verður mjög skemmtilegt hús á frábær- um stað með stórkostlegu útsýni yfir Faxaflóann. Ég ætla nú að setja þetta á sölu fljótlega. Nú ef ekki selst þá flytur maður kannski bara sjálfur í húsið. Það verður væntan- lega tilbúið undir tréverk og mál- un núna í júlí. Það verður því klárt í haust. Mig minnir að það sé 212 fermetrar,“ segir Óli Jón. Hann segist bjartsýnn á hag þjóðarinnar. „Landið er byrjað að rísa. Það er mikil breyting og mikið að gera hjá okkur,“ segir hann um verkefnin í Loftorku í Borgarnesi. mþh Krani byrjaði að hífa fyrstu einingarnar á sinn stað í fyrsta húsið sem rís í Kross- landi við Akranes eftir hrun. Nýtt hús rís í Krosslandi Alda Dís hitar upp fyrir tökur upphafsatriðis Ísland got talent. Ljósm. Ívar Þórir Daníelsson. Hæfileikaríkasti Íslendingurinn er frá Hellissandi Sigurvegari Ísland got talent 2015 er Alda Dís Arnardóttir frá Hellissandi. Ljósm. 365. Hljómsveitin Salon Islandus er meðal þeirra sem skemmta á Jörfagleði. Jörfagleðin haldin um sumarmál

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.