Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Frekari upplýsingar og pantanir í verslun, í símum 430-5500(verslun), 898-0034(Margrét) og 660-8254(Jói) eða á netfanginu margret@kb.is Öll verð eru án virðisaukaskatts. Áskiljum okkur rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Tilboðið gildir á meðan birgðir Vortilboð á rúlluplasti Plastið sem bændur þekkja og treysta Vortilboð Hausttilboð Triowrap, 75 cm, 1.500m, hvítt/grænt 10.700 10.950 Tripwrap, 50 cm, 1.800m, hvítt 9.200 9.450 Trioplus, 73cm, 2.000m, hvítt 12.700 12.950 Rúllunet, 123cm, 3000m 21.900 22.950 Bindigarn, Harvest 4.900 5.100 Vortilboð: Greiðist 20.06 2015, pantað fyr ir 31.05 2015, pöntun er bindandi Hausttilboð: Greiðist 20.10 2015, pantað fyr ir 31.05 2015, pöntun er bindandi CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Mánudaginn 27. apríl Þriðjudaginn 28. apríl Miðvikudaginn 29. apríl Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.isBúið er að leggja fram nýtt frum- varp til laga um stjórn veiða á mak- ríl við Ísland. Það gerir Sigurð- ur Ingi Jónsson sjávarútvegsráð- herra og þingmaður Framsókn- arflokksins. Frumvarpið fer nú til umræðu á Alþingi. Það fer svo til frekari vinnslu hjá atvinnuvega- nefnd þingsins. Samkvæmt frum- varpinu yrði makrílveiðum alger- lega stjórnað með ákvörðunum og úthlutunum veiðikvóta. Eng- inn greinarmunur yrði þar gerður á veiðistjórn minnstu báta til stærstu skipa. Hlutdeild smábáta í leyfileg- um heildarafla á makríl yrði fimm prósent. Stóru veiðiskipin fengju afganginn, það er 95%. Vonbrigði fyrir smá- bátasjómenn „Tíðindin eru mikil vonbrigði fyrir trillukarla. Þeir eru rétt byrjaðir að hasla sér völl í veiðunum og búnir að kosta miklu til. Efni frumvarps- ins er langt frá því að komið sé til móts við kröfu LS um frjálsar mak- rílveiðar færabáta þar sem viður- kennd aflahlutdeild yrði 18%. Það er því ljóst að mikil barátta er fram- undan hjá smábátaeigendum við að vinna kröfum sínum fylgis meðal alþingismanna,“ segir í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda. Örn Pálsson framkvæmdastjóri sambandsins er ósáttur. „Makríll- inn er verðmætastur við ströndina. Smábátarnir eru þar á svæðum sem aðrir eru ekki á. Þessi ráðstöfun að láta smábátaflotann aðeins hafa fimm prósent af heildarkvótan- um stangast algerlega á við það að þjóðarbúið nái sem mestum verð- mætum úr stofninum,“ sagði Örn í samtali við Skessuhorn. Smábátum á makríl mun fækka mikið Síðustu sumarvertíð var 121 smá- bátur við makrílveiðar. Þeir öfluðu 7.466 tonna. Stór hluti af þessum flota hefur verið gerður út frá Vest- urlandi, það er einkum frá Akra- nesi og Snæfellsnesi. Helstu at- riði frumvarpsins sem varða smá- báta sem veiða með færum eru meðal annars þau að kvóti smá- báta sem hafa stundað færaveið- ar á makríl skal skiptast á grund- velli aflareynslu þeirra síðustu sex ár, það er 2009-2015. Kvótahlut- deild hvers og eins skal ákveðin til sex ára, en framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi engar breyt- ingar verið gerðar fyrir 1. janúar ár hvert. Kvótaframsal milli báta verður heimilt innan smábátahóps- ins þannig að hægt verður að sam- eina kvóta á færri báta. Í öðru frumvarpi ráðherrans um veiðigjald er lagt til að sett verði sérstakt álagsgjald á makrílinn sem verði tíu krónur á landað kíló. „Þetta mun þýða að smábátar munu greiða 19 krónur í heildarveiðigjald fyrir hvert kíló af makríl. Í fyrra var meðalverðið til þeirra um 80 krón- ur á kílóið og það eru teikn á lofti um verðlækkanir í ár. Það verð- ur því ekki mikið eftir. Augljóst er að með þessu öllu muni smábátum á makrílveiðum fækka mjög mikið nái þetta allt fram að ganga. Fjöl- margir ganga úr skaftinu,“ segir Örn Pálsson. mþh Álfur SH frá Ólafsvík dregur spriklandi makríl úr sjó við Snæfellsnes í fyrrasumar. Ljósm. af. Smábátum á makrílveiðum mun stórfækka með nýju frumvörpum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.