Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Á stjórnarfundi UMSB miðvikudag- inn 8. apríl síðastliðinn var úthlut- að úr afreksmannasjóði UMSB fyrir árið 2014. Úthlutað var styrkjum til sjö efnilegra íþróttamanna en afreks- mannasjóður UMSB var stofnaður á 86. sambandsþingi UMSB 13. mars 2008. Stofnframlagið var styrkur frá Orkuveitu Reykjavíkur að upphæð 500.000 krónur. Tekjur sjóðsins eru síðan ákveðið hlutfall af lottótekjum UMSB samkvæmt reglugerð þar um, vaxtatekjur og önnur framlög. Árið 2014 voru 240.000 krónur til út- hlutunar en nú var úthlutað 515.000 krónur án þess að skerða höfuðstól sjóðsins. Í tilkynningu vegna úthlut- unar að þessu sinni segir að það sé stefna sjóðsstjórnar að halda áfram að efla getu sjóðsins til að styrkja af- reksfólkið þannig að náist að úthluta einni milljón króna á ári án þess að skerða höfuðstól sjóðsins. Að þessu sinni bárust níu umsókn- ir og ákvað stjórn sjóðsins að styrkja sjö einstaklinga sem allir eru í lands- liðum eða hafa sótt íþróttakeppn- ir erlendis á árinu 2014. Þeir sem hlutu styrk eru: Arnar Smári Bjarna- son körfuknattleikur og frjálsar íþróttir, Arnar Þórsson dans, Birg- itta Björnsdóttir dans, Bjarki Pét- ursson golf, Daði Freyr Guðjóns- son dans, Helgi Guðjónsson körfu- knattleikur, knattspyrna og frjáls- ar íþróttir og Þorgeir Þorsteinsson körfuknattleikur. Afreksmannasjóður UMSB hefur sjálfstæða stjórn sem fjallar um þær umsóknir sem berast og er sú stjórn kosin á sambandsþingi til tveggja ára í senn. Í sjóðsstjórn hafa setið frá upphafi Ingimundur Ingimund- arson, Íris Grönfeldt og Rósa Mar- inósdóttir. Á síðasta sambandsþingi sem haldið var 7. mars síðastliðinn var kosinn ný stjórn og eru Íris og Rósa áfram en Ingimundur ákvað að gefa ekki kost á sér áfram. Voru honum þökkuð góð störf undanfar- in ár og í hans stað kjörinn Kristmar J. Ólafsson. þá Sjö íþróttamenn fengu styrki úr afrekssjóði UMSB Styrkþegar eða fulltrúar þeirra við afhendingu styrkjanna. Pétur fyrir Bjarka Pétursson, Guðrún fyrir Daða Frey, Helgi Guðjónsson, Arnar Þórsson sem líka tók við styrknum fyrir Birgittu, Þorgeir Þorsteinsson og Arnar Smári Bjarnason. Ljósm. UMSB. Eftir góða byrjun í úrslitakeppni Dominosdeildarinnar eru Snæfells- konur komnar í erfiðari stöðu við tap í Grindavík síðastliðinn laug- ardag. Þar með er staðan orðin 1:1 í einvíginu en Snæfellkonur gátu komist yfir að nýju með sigri þeg- ar liðin mættust í Hólminum í gær- kvöldi, en sá leikur var ekki byrjaður þegar Skessuhorn var sent í prent- un. Þrjá sigurleiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið, líklega gegn Kefla- víkurstúlkum sem eru 2:0 yfir í ein- víginu gegn Haukum. Snæfellskonur byrjuðu betur í leiknum í Grindvík, voru tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og níu stigum yfir í hálfleik í stöðunni 42:33. Það voru síðan Grindavík- urstúlkur sem komu kolbrjálaðar til seinni hálfleiks og völtuðu yfir gest- ina í þriðja leikhluta sem þær unnu 22:7. Þar með voru heimastúlkur búnar að ná sex stiga forustu og þær náðu síðan að halda fengnum hlut út leikinn og sigra eins og áður seg- ir 79:72. Stigahæst hjá Snæfelli var Kristen McCarthy með 36 stig, Hildur Sig- urðardóttir kom næst með 13 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Hug- rún Eva Valdimarsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir 6 hvor og Alda Leif Jónsdóttir 3 stig. þá Snæfellskonur með sigur og tap eftir tvo leiki Frá fyrstu viðureign liðanna sem fram fór í Hólminum og lauk með sigri Snæfells. Ljósm. sá. Ungmennafélag Reykdæla í Borg- arfirði á um þessar mundir öfl- ugt körfuboltalið drengja í sjöunda flokki. Liðið hefur staðið sig mjög vel á fjölliðamótum KKÍ í vetur en hefur ekki uppskorið sem skildi vegna reglna KKÍ um að í liðinu þurfi að vera tíu leikmenn og allir liðsmenn fái að spila. Fyrir það er gefið aukastig, það er þrjú stig fyr- ir sigur og eitt þó að leikur tapist. Lið Umf. Reykdæla býr við þá ann- marka að leikmenn eru aðeins níu og liðið hefur því ekki möguleika á hvorki þremur stigum í leik eða einu stigi ef leikur tapast. Reykdæl- ir geta því einungis fengið tvö stig fyrir sigurleiki og það hefur dug- að liðinu skammt í vetur. Tvíveg- is hafa Reykdælir því fallið niður um riðla af þessum sökum. „Þetta finnst okkur ósanngjarnt þótt hugs- unin á bak við regluna sé falleg að allir fái að vera með. Í fámennum félögum og þar sem ástundun er lítil kemur þessi regla sér illa,“ seg- ir Jón Ingi Baldvinsson þjálfari liðs- ins í samtali við Skessuhorn. Drengirnir í sjöunda flokki Ung- mennafélags Reykdæla kepptu á sínu síðasta fjölliðamóti KKÍ um síðustu helgi. Mótið var í D-deild sjöunda flokks og sigraði lið Umf. Reykdæla með miklum yfirburð- um á mótinu, vann alla sína leiki með um og yfir tuttugu stiga mun, Stjörnuna b, ÍA, Hött og Þór Akur- eyri. Reykdælir unnu liðið sem var í öðru sæti á mótinu með nítján stiga mun 42:23. Þrátt fyrir þessa glæsi- legu frammistöðu fá Reykdælir ekki að fara upp um deild þar sem þeir fengu ekki aukastig í mótinu og Þór hafnaði því í efsta sæti mótsins og fer upp um deild í sjöunda flokkn- um. þá Drengir úr Umf. Reykdæla sigruðu á körfuboltamóti Lið Ungmennafélags Reykdæla í sjöunda flokki, ásamt þjálfara sínum, en liðið hefur verið sigursælt á fjölliðamótum vetrarins. Ljósm. da. Sundakonan Inga Elín Cryer frá Akranesi sem nú syndir fyrir Ægi synti vel á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardal um síðustu helgi. Á föstudag keppti hún í í 400m skriðsundi og synti þá á sínum besta tíma í nokkurn tíma, 4.22.93. Inga Elín varð Ís- landsmeistari í þessari grein ein- ungis einni og hálfri sekúndu frá lágmarki inn á HM í 50 metra laug sem haldið verður í Kazan í Rúss- landi í byrjun ágúst. Á laugardeg- inum synti Inga Elín 200m flug- sund og varð í fyrsta sæti á 2.18.97, sem er bæting um tæpar þrjár sek- úndur, einungis 2/100 frá Íslands- metinu. Á sunnudeginum synti hún 200m skriðsund fyrir hádegi og var með besta tímann inn í úrslitin eftir hádegið. Hún ákvað að sleppa því sundi þar sem hún vildi einbeita sér að 800m skriðsundi. Inga Elín sigr- aði í þeirri grein með miklum yfir- burðum og kom í mark ellefu sek- úndum á undan næsta sundmanni. Inga Elín vann því til þriggja Ís- landsmeistaratitla mótinu og færð- ist nær lagmörkunum inn á HM-50. Næsta mót hjá Ingu Elínu verður í byrjun júní en þá verða Smáþjóða- leikarnir haldnir á Íslandi. Þar ætl- ar hún sér stóra hluti og að ná inn á HM. þá Inga Elín synti vel á Íslandsmótinu Inga Elín Cryer. Um síðustu helgi fór fram Íslands- meistaramótið í sundi í 50m laug. Mótið var haldið í innilauginni í Laugardal og voru níu þátttakendur frá Sundfélagi Akraness. Keppend- ur SA voru: Atli Vikar Ingimund- arson, Ágúst Júlíusson, Brynhildur Traustadóttir, Droplaug María Haf- liðadóttir, Eyrún Sigþórsdóttir, Pat- rekur Björgvinsson, Sólrún Sigþórs- dóttir, Sævar Berg Sigurðsson og Una Lára Lárusdóttir. Ágúst varði Íslandsmeistaratitil sinn í 50m flug- sundi í langri braut sem og í 100m flugsundi. Hann varð því tvöfaldur Íslandsmeistari á mótinu. Ágúst setti einnig tvö Akranesmet í 50m flug- sundi og 100m skriðsundi þar sem hann endaði í fimmta sæti. Sævar Berg heldur áfram að bæta sig. Í 100m bringusundi, þar sem hann bætti sig um heilar þrjár sek- úndur, vann hann bronsverðlaun. Sævar vann einnig bronsverðlaun í 200m bringusundi í harðri keppni um silfrið. Hann bætti sig um sjö sekúndur í þeirri grein. Sævar varð síðan fjórði í 50m bringusundi, að- eins 0,2 sek frá bronsi. Boðsund- ssveit karla stóð sig mjög vel í 4x100m fjórsundi og uppskar brons- verðlaun. Sveitina skipuðu þeir Pat- rekur Björgvinsson sem synti bak- sund, Sævar Berg Sigurðsson synti bringusund, Ágúst Júlíusson flug- sund og Atli Vikar Ingimundarson skriðsund. Strákarnir voru meira áberandi á sundmótinu en stelpurn- ar frá SA en skýringin á því er sú að stelpurnar eru yngri. Meðalaldur stelpnanna sem tóku þátt er 15 ár á meðan meðalaldur strákanna er 20 ár. Þegar horft er til aldursflokkanna eru stelpurnar á meðal þeirra bestu á sínum aldri í landinu. Um helgina voru einnig sett tvö Akranesmet í blönduðum boðsund- um. Þau sem syntu 4x50m skrið- sund eru Ágúst Júlíusson, Una Lára Lárusdóttir, Sólrún Sigþórsdóttir og Atli Vikar Ingimundarson. Boðsund- ssveitin sem synti 4x50m fjórsund var skipuð Unu Láru Lárusdóttur, Sæv- ari Berg Sigurðssyni, Ágústi Júlíus- syni og Sólrúnu Sigþórsdóttur. þá Góður árangur SA fólks á Íslandsmótinu Ágúst Júlíusson og Sævar Berg Sigurðsson. Slappað af á milli keppnisgreina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.