Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.04.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2015 Eins og hefð er fyrir verða stór- tónleikar í Frysti- klefanum í Rifi að kvöldi sumar- dagsins fyrsta, 23. apríl næstkom- andi. Hljómsveit- ina Mammút þarf vart að kynna. Sveitin vann músíktilraunir á sínum tíma og báðar breiðskíf- ur hljómsveitar- innar, Karkari og Komdu til mín svarta systir, unnu verðlaun fyrir bestu plötuna á íslensku tónlistar- verðlaununum. Sveitin hefur einn- ig unnið til fjölda annarra verð- launa og komið fram á tónlistarhá- tíðum um allan heim. Mammút er þekkt fyrir kraftmikla og skemmti- lega sviðsframkomu og er það mik- ill fengur að fá sveitina hingað í sveitina. Sveitinni til halds og trausts verður heimastúlkan Alda Dís, stórsönkkona og nýkrýnd- ur sigurveg- ari Ísland got talent. Alda kemur fram með stórgóð- um tónlist- armanni og flytur frum- samið efni í bland við nokkrar flott- ar ábreið- ur. „Sumar- ið er á næsta leiti og því fyllsta ástæða til þess að skella sér á tónleika og fagna betri tíð. Miða- sala á viðburðinn er í fullum gangi á Midi.is og fólk er hvatt til þess að tryggja sér miða með góðum fyrir- vara,“ segir í tilkynningu. mm Óskar Guðmundsson rithöfund- ur hefur í vetur haldið röð fyrir- lestra um Ris og hnig í hamingju Snorra Sturlusonar Vestlendings, fræðaþular og höfðingja sem uppi var á 13. öld. Fyrirlestrar Óskars eru námskeið á vegum Símenntun- armiðstöðvar Vesturlands, Snorra- stofu og Landnámsseturs Íslands. Í fyrirlestrum sínum hefur Ósk- ar fjallað um: Uppruna Snorra og æsku, Valdaútþenslu í Borgarfirði, Ástina og sálarlíf Snorra, Hirð- manninn Snorra og Skúla jarl, hertoga og kóng, Sagnamanninn Snorra – Eddu og Heimskringlu. Nú á mánudagskvöld var svo kom- ið að sjötta fyrirlestrinum. Hann fjallaði um endalok Snorra Sturlu- sonar og hafði titilinn Fall Snorra – samsærið – morðið. Það væri vel við hæfi að þessi fyrirlestur var fluttur í Snorrastofu, aðeins örfá- um metrum frá staðnum þar sem Snorri stóð þegar hann mælti hin frægu orð „eigi skal höggva“ og var myrtur eitt síðkvöld í september árið 1241. mþh Á ársfundi Byggðastofnunar í Vest- mannaeyjum á dögunum voru birtar niðurstöður könnunar sem Byggðastofnun hefur gert á stað- setningu ríkisstarfa miðað við ára- mót 2013/2014. Í könnuninni kom í ljós að 72% stöðugildanna eða 16.266 eru á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hins vegar 64.1% heildar íbúafjöldans. Höfuðborgarsvæðið er eina svæðið sem er með hærra hlutfall opinberra starfa en hlut- fall af heildaríbúafjölda. Það svæði sem næst kemur Norðurland vestra með 2.1% stöðugildanna en 2.2% íbúafjöldans. Þar á eftir koma svo Vestfirðir með 1,8% stöðugild- anna en 2,1% íbúafjöldans. Vestur- land er með miðlungshlutfall mið- að við önnur svæði. Á Vesturlandi eru 814 opinber störf eða 4,7% íbúafjöldans og er Vesturland með 3,6% stöðugilda opinberra starfa í landinu. Hlutfallslega eru lang- fæst opinberu störfin á Suðurnesj- um en þar eru 3,9% stöðugildanna en 6,6% íbúafjöldans. Lágt hlut- fall Austurlands er líka athyglisvert en þar eru 2,4% stöðugildanna en 3,8% íbúafjöldans. Í tilkynningu vegna könnunar- innar segir að þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals 18.718. Ef horft er á fjölda stöðugilda á vegum stofnana og aðila sem njóta fram- laga frá ríkinu til starfsemi sinnar þá bætast við 3.865 stöðugildi og þar með eru stöðugildin alls 22.584 um áramótin 2013/2014. Þarna er verið að „víkka út“ skilgreininguna á hvað er talið með sem ríkisstarf, segir í tilkynningunni, og eru fyrr- greindar tölur frá þeirri heildar- summu. Stöðugildi kvenna voru 14.141 og stöðugildi karla 8.425. Í könnunni var leitast við að staðsetja störfin með meiri nákvæmni en kerfið gerir og leitað beint til stofn- ana þar sem ástæða þótti til. þá Mammút og Alda Dís í Frystiklefanum Óskar Guðmundsson hélt á mánudagskvöld síðasta erindið í fyrirlestraröð vetrarins um líf og samtíma Snorra Sturlusonar. Hér bendir hann á glæru með ljósmynd af rústum bæjar Snorra í Reykholti sem grafinn var upp í fornleifarann- sóknum um síðustu aldamót. Fingur Óskars er á kjallaranum þar sem Snorri var að líkindum veginn. Morðið á Snorra Sturlusyni krufið til mergjar í Reykholti Vesturland með miðlungshlutfall opinberra starfa Ráðstefna um strandminjar LANDIÐ: Laugardaginn 18. apríl næstkomandi verður efnt til ráð- stefnu um fornminjar í hættu við strendur landsins vegna ágangs sjáv- ar. Ráðstefnan verður haldin í saln- um Kötlu á Hótel Sögu frá klukk- an 13:00-16:30. Það eru áhugafólk um minjar í hættu og Minjastofun Íslands sem boða til hennar. Bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera til að takast á við þróunina. Bent hef- ur verið á að mikill fjöldi minja um allt land sé í stórhættu vegna sjáv- arrofs. Þær minjar sem ekki síst eru í hættu eru minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld sem munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Fyrir íbúa Vesturlands er skemmst að minn- ast afar merkra minja við Gufuskála á Snæfellsnesi sem eru að hverfa í sjóinn og urðu fyrir áföllum í vetur. Nánar má fræðast um ráðstefnuna á Facebook-síðunni Strandminjar í hættu – lífróður. -mþh Herdís yfir Byggðastofnun LANDIÐ: Tilkynnt var um nýja stjórn Byggðastofnunar á ársfundi sem haldinn var í Vestmannaeyj- um í síðustu viku. Þar tók Herdís Sæmundardóttir við stjórnarfor- mennsku í stað Þórodds Bjarna- sonar. Sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra skipar sjö menn í stjórn stofnunarinnar og jafnmarga til vara til eins árs í senn. Auk Herdísar eru í stjórninni Einar E. Einarsson, vara- formaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björns- son, Oddný María Gunnarsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 4. - 10. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 63.513 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 63.513 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 17.657 kg. Mestur afli: Bárður SH: 17.657 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 1 bátur. Heildarlöndun: 66.090 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.090 kg í einni löndun. Ólafsvík 3 bátar. Heildarlöndun: 54.853 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 31.880 kg í þremur löndunum. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 176.508 kg. Mestur afli: Magnús SH: 97.281 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur 2 bátar. Heildarlöndun: 9.673 kg. Mestur afli: Kári SH: 5.463 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH – GRU: 66.090 kg. 10. apríl 2. Magnús SH – RIF: 43.686 kg. 10. apríl 3. Þórsnes SH – AKR: 35.958 kg. 10. apríl 4. Örvar SH – RIF: 24.055 kg. 10. apríl 5. Magnús SH – RIF: 20.937 kg. 9. apríl mþh Raflína bilaði STAÐARSVEIT: Bilun varð á 66 kV flutningslínu raforku frá Vegamótum til Ólafsvíkur síð- astliðið sunnudagskvöld. Bilun- in reyndist vera við Furubrekku í Staðarsveit. Erfiðar aðstæður voru á verkstað en viðgerð lauk fyrir klukkan 10 morguninn eftir. Rafmagn var framleitt með vara- vélum og þurftu notendur í Ólafs- vík, á Hellissandi og í Rifi að fara sparlega með rafmagn. „Rarik vill þakka notendum fyrir að bregð- ast við með að fara sparlega með rafmagn meðan þetta ástand stóð yfir, þannig að ekki kom til víð- tækari skömmtunar á raforku.“ -mm Bifröst rannsakar ferðaþjónustu BORGARFJ: Háskólinn á Bif- röst og atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið hafa gert samn- inga um tvö rannsóknaverkefni á sviði ferðaþjónustu. Annað verk- efnanna fjallar um umfang íbúða- gistingar og þróun á lagalegu um- hverfi hennar. Hitt verkefnið er rannsókn á launum í ferðaþjón- ustu í samanburði við aðrar at- vinnugreinar. Verkefnin verða að mestu leyti unnin í sumar á Bif- röst. Miðað er við að nemendur Háskólans á Bifröst aðstoði eftir föngum við rannsóknirnar. Verk- efnunum á að vera lokið í októ- ber. Fleiri rannsóknaverkefni eru í undirbúningi. Þau eru val- in í samstarfi við Samtök ferða- þjónustunnar og er ætlað að auka þekkingu á ferðaþjónustu sem at- vinnugrein. Sérstöku framlagi að fjárhæð 60 milljónir króna var veitt til að styrkja rannsóknir í ferðaþjónustu í fjárlögum þessa árs. Verkefnin skapa möguleika fyrir áhugaverð sumarstörf fyr- ir nemendur Háskólans á Bifröst sem búa á staðnum. Það styður við þá viðleitni Háskólans á Bif- röst að skapa ný atvinnutækifæri á Bifröst til að efla staðinn og skólastarfið þar. -fréttatilk. Fjórar afborg- anir eftir HVALFJ: Langtímaskuldir Spal- ar, eiganda Hvalfjarðarganganna, nema nú liðlega tveimur millj- örðum króna. Félagið greið- ir þær upp í fjórum hlutum til september 2018 í samræmi við lögfesta samninga þess við rík- ið. Það styttist því í rekstartíma Spalar áður en félagið afhendir ríkinu göngin skuldlaus. Engar tímasetningar voru nefndar þar að lútandi á aðalfundi félagsins á Akranesi á dögunum en Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spal- ar ehf. sagði í skýrslu stjórnar að miðað væri við afhendingu á fyrri hluta árs 2019. Veggjald verður innheimt allt þar til ríkið eignast mannvirkið. Þegar lang- tímaskuldir hafa verið greidd- ar upp þarf Spölur í framhaldinu að standa við aðrar skuldbind- ingar sínar, svo sem að greiða út inneignir á viðskiptareikning- um, endurgreiða viðskiptavin- um ónotuð afsláttarkort og end- urgreiða áskrifendum skilagjöld vegna veglykla. Þá þarf í lokin að greiða hluthöfum út hlutafé sitt, uppfært til verðlags þá. Í til- kynningu á heimsíðu Spalar segir að áætlað sé að þessi útgjöld alls geti numið allt að 600 milljón- um króna auk rekstrarkostnaðar ganganna þar til Spölur afhendir þau ríkissjóði. –þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.