Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Page 13

Skessuhorn - 23.06.2015, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 13 Gistihúsið Við hafið hefur ver- ið opnað í Ólafsvík. Það er í eigu hjónanna Sigurjóns Hilmarsson- ar og Rutar Einarsdóttur. „Það að opna gistiheimili hér í Ólafsvík er hugmynd sem hefur verið að koma upp hjá okkur annars slagið í gegnum árin. Líkamsræktarstöð- in Sólarsport var áður hér til húsa. Þegar við heyrðum að það átti að hætta rekstri hennar þá ákváðum við að slá til, kaupa þetta húsnæði og breyta því í gistiheimili. Við fengum húsnæðið afhent 5. janú- ar síðastliðinn. Síðan hefur mik- ið gerst. Það fór allt á fullt. Næstu fjóra mánuði var allt rifið héðan út og húsnæðið endurnýjað nán- ast algerlega að innan. Það eina sem eftir stendur af gömlu líkams- ræktarstöðinni eru sturturnar. Hér hafa verið settir upp milliveggir og búin til herbergi af ýmsum stærð- um auk þess sem komið hefur ver- ið upp eldunaraðstöðu og rúm- góðum borðsal. Það er líka aðstaða fyrir fólk þar sem það getur þveg- ið af sér óhrein föt. Við settum upp þvottavél og þurrkara. Fyrstu gestirnir sem gistu hér komu svo 2. maí,“ segir Rut Einarsdóttir. Opið allt árið Þegar við hittum Rut var hún að störfum í gistihúsinu ásamt fjórum dætrum þeirra hjóna, þeim Reg- ínu, Emilíu, Agnesi Eik og Diljá. Þær mæðgur munu hjálpast að í störfum við gistihúsið í sumar. Að- spurðar sögðu systurnar að þeim litist vel á að starfa í ferðaþjónust- unni en þær eru annars allar í skóla á veturna. „Það voru allir í fjöl- skyldunni sendir í að pússa glugga, mála og þrífa. Öll fengu einhver hlutverk í að undirbúa opnunina,“ sagði móðir þeirra og brosti við. Rut segir að stefnt sé á að Við hafið verði opið allt árið um kring, bæði sumar og vetur. „Það var töluvert af ferðamönnum hér í vetur sem leið. Við höfum þeg- ar fengið bókanir næsta vetur og alveg fram í maí á næsta ári. Að- sóknin nú í byrjun sumars lofar mjög góðu. Segja má að hún fari fram úr björtustu vonum miðað við hvað við áttum von á svona í byrjun. Það tekur alltaf smá tíma að ná fótfestu á markaðnum, kom- ast inn á erlendar bókunarsíður svo sem booking.com og þess háttar. En nú er það farið að virka.“ Fimmtán herbergi eru í gisti- húsinu Við hafið. „Það eru þrett- án herbergi hér á efri hæð húss- ins og svo tvö á jarðhæð sem eru með góðu aðgengi og sérbúin fyrir fatlaða. Af þessum þrettán eru svo tvö kojuherbergi með plássi fyrir sex og tíu manns og síðan tvö fjöl- skylduherbergi sem hafa tvö rúm og kojur fyrir börnin. Fjölskyldu- herbergin eru vinsæl og mjög mik- ið bókuð,“ segir Rut. Margt sem er nýstárlegt Fjölskyldan hefur ekki starfað við ferðaþjónustu áður. Margt er nýtt og það er lærdómsríkt að sjá hvernig erlendir ferðamenn upp- lifa Ísland. „Ég hafði mjög gaman af því hér um daginn að ferðamenn sem voru hér í Snæfellsbæ fengu að fara hring um eina fiskvinnsl- una hér og skoða hvað væri verið að gera í svona fyrirtækjum. Þau komu svo alveg alsæl hingað með fisk með sér sem þau höfðu feng- ið og elduðu hann hér um kvöld- ið í þessari eldhúsaðstöðu sem við höfum hér. Þetta voru erlendir ferðamenn sem aldrei hafa fengið fisk öðruvísi en keyptan út úr búð en hérna fengu þau hann beint hjá fiskvinnslunni. Aðrir ferðamenn sem voru hér sáu þetta og þótti ís- lenski fiskurinn svo girnilegur að þau fóru út í búð og keyptu sér þar fisk og elduðu.“ Rut segir að það sem komi henni kannski hvað einna mest á óvart sé hvað ferðafólkið viti lítið um hvaða möguleikar eru á að skoða áhuga- verða staði umhverfis Snæfells- jökul. „Þau hafa heyrt um Arnar- stapa og kannski um Vatnshelli. Stundum koma hingað ferðamenn sem hafa farið suður fyrir Jökul og þegar maður byrjar að spyrja þau hvort þau hafið skoðað þetta eða hitt þá koma þau alveg af fjöllum þegar þeim er sagt frá Malarrifi, Svalþúfu, Öndverðarnesi og fleiri fallegum stöðum. Það eru jafnvel dæmi um að fólk bæti við gisti- nótt og snúi svo við hafi þau tíma, til að skoða það sem þau misstu af því þau vissu ekki betur. Við gæt- um gert betur í kynningarmálun- um hér á Snæfellsnesi, sérstaklega til fólks áður en það kemur hingað á svæðið,“ segir Rut Einarsdóttir. mþh Nældu þér í rafrænt eintak á www.skessuhorn.is Upplýsingar um Vesturland á ensku og íslensku auk fjölda ljósmynda. Ferðast um Vesturland – Travel West Iceland 2015 er komið út! Ferðaþjónustufyrirtæki geta nálgast blöð á Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi Glæsilegt gistihús opnað í Ólafsvík Rut Einarsdóttir hótelstýra á gistihúsinu Við hafið í Ólafsvík. Systurnar Regína, Emilía, Agnes Eik og Diljá Sigurðardætur í afgreiðslunni. Gistihúsið er í þessu húsi í miðri Ólafsvík, rétt ofan við hafnarmynnið. Fjölskylduherbergin eru vinsæl. Ferðalangar geta þvegið af sér fatnað á gistiheimilinu sem er nokkuð sem margir kunna að meta.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.