Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.06.2015, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 23 Sunnudaginn 14. júní tók Víkingur Ólafsvík á móti Fjölni í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu á Ólafsvíkur- velli. Samira Suleman kom Víkings- stúlkum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins en gestirnir úr Fjölni jöfnuðu á 22. mínútu. Samira skoraði svo ann- að mark sitt á 76. mínútu og tryggði Víkingsstúlkum sigur með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta heimaleik sumarsins. Úrslitin þýða að liðið situr í 6. sæti B riðils fyrstu deildar kvenna með fjögur stig eftir þrjá leiki. Næst lék liðið gegn Hvíta Riddar- anum í blíðsakaparveðri sunnudaginn 21. júní síðastliðinn, einnig á Ólafs- víkurvelli. Fram að því hafði Hvíti Riddarinn tapað öllum fjórum leikj- um sínum í Íslandsmótinu og sat á botni riðilsins með neikvæða marka- tölu upp á heil 29 mörk. Blaðamað- ur heyrði í Birni Sólmari Valgeirs- syni, þjálfara Víkings Ólafsvíkur fyr- ir leikinn gegn Hvíta sem vildi þá ekki meina að leikurinn væri skyldusigur. „Þetta er náttúrulega bara þriðja árið okkar í Íslandsmótinu og við berum virðingu fyrir öllum mótherjum. En auðvitað viljum við vinna alla heima- leiki, sama hverjir mótherjarnir eru,“ sagði Björn í samtali við Skessuhorn. Víkingsstúlkur yfirspiluðu gestina, sóttu án afláts og unnu að lokum stór- sigur á Hvíta riddaranum í blíðskap- arveðri í Ólafsvík. Samira Suleman skoraði þrennu, María Rún Eyþórs- dóttir tvö og þær Linda Eshun og Sig- rún Gunndís Harðardóttir sitt mark- ið hvor í 7-0 sigri Víkings. Aðsókn á leikinn var góð, alls mætti 231 áhorf- andi og fylgdust með liðinu vinna sinn stærsta sigur frá upphafi þátttöku þess í Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu fyrir þremur árum síðan. Fyrir þann tíma hafði lið af Snæ- fellsnesi síðast tekið þátt í mótinu undir merkjum HSH, laust eftir alda- mótin síðustu. „Við settum okkur það markmið þegar við byrjuðum fyr- ir þremur árum að bæta okkur ár frá ári, ekki endilega stigalega séð heldur fótboltalega séð og þá kæmi hitt von- andi með,“ segir hann og bætir því við að honum þyki liðið þegar hafa tekið miklum framförum. „Í fyrra enduð- um við í fjórða sæti riðilsins með 22 stig og við byggjum á því þetta árið. Lið Víkings Ólafsvíkur er ungt og efnilegt og að mestu skipað heima- mönnum. „Við erum með 19 manna leikmannahóp, þrjá erlenda leikmenn og svo vorum við svo heppin að fá tvo leikmenn frá öðrum liðum sem vildu koma og spila með okkur í sum- ar. Þetta eru að megninu til stúlkur sem eru að klára framhaldsskóla, eru á síðasta eða næstsíðasta ári. En svo eru þrjár eldri og reyndari sem tóku skóna af hillunni fyrir þremur árum sem hafa hjálpað okkur alveg gríðar- lega. Þær ætluðu nú allar bara að taka eitt ár á sínum tíma en þær eru ennþá hérna,“ segir Björn og hlær við. Eftir sigurinn á Hvíta riddaran- um sitja Víkingsstúlkur í þriðja sæti B riðils með 7 stig eftir fjóra leiki. Næst mæta þær FH á Kaplakrikavelli á morgun, miðvikudaginn 24. júní og hefst sá leikur klukkan 20:00. kgk Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Víkingsstúlkur með sigra í fyrstu tveimur heimaleikjunum Samira Suleman skorar eitt þriggja marka sinna gegn Hvíta riddaranum síðastliðinn sunnudag. Ljósm. af. Leikmenn Víkings Ólafsvíkur tóku á móti Þór frá Akureyri í fyrstu deild karla í knattspyrnu á Ólafs- víkurvelli síðastliðinn sunnudag. Norðanmenn byrjuðu betur og fengu dauðafæri strax á 10. mínútu eftir góða sókn en Christian Libe- rato bjargaði í horn. Víkingar kom- ust smám saman inn í leikinn en það voru Þórsarar höfðu yfirhönd- ina þar til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þá fengu heimamenn vítaspyrnu. Willam Dominguez da Silva steig á punktinn og skor- aði örugglega framhjá Sandor Ma- tus í marki Þórsara. Staðan í hálf- leik, 1-0. Víkingar mættu ákveðnir til síð- ari hálfleiks og sóttu stíft og höfðu yfirtökin í leiknum þar til á 78. mín- útu. Þá fengu Þórsarar aukaspyrnu við miðjuna og löng spyrnan lenti á kolli Gunnars Örvars Stefánsson- ar. Hann fleytti boltanum áfram á Kristinn Þór Björnsson sem vipp- aði honum laglega yfir Christian Liberato í marki Víknigs og jafn- aði metin. Þegar komið var fram í uppbót- artíma sóttu heimamenn þungt. Á 95. mínútu bar sókn þeirra árangur. Tveir varnarmenn Þórs misstu af fyrirgjöf Arnars Sveins Geirssonar. Boltinn féll fyrir fætur Alfreðs Más Hjaltalín sem skoraði og tryggði Víkingum 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að Víkingar eru í öðru sæti deildar- innar með 16 stig eftir sjö leiki. Næst taka Víkingar á móti Grind- víkingum á Ólafsvíkurvelli laugar- daginn 27. júní. kgk Víkingur Ó. sigraði Þór Leikmenn Víkings fagna í leikslok. Ljósm. af. Skagakonur heimsóttu Hauka á Schenkervöllinn í Hafnarfirði í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu föstudaginn 19. júní síðastliðinn. Báðum liðum var spáð toppbaráttu í A riðli í sumar og því var búist við hörkuleik. Jafnt var á með liðunum framan af en hvorugu liðinu tókst að skapa sér afgerandi marktæki- færi og því markalaust þegar flaut- að var til hálfleiks. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komust heimamenn í Haukum yfir með marki frá Heiðu Rakel Guðmunds- dóttur. Skagakonur sóttu eftir þetta en þrátt fyrir að hafa fengið nokk- ur ágæt marktækifæri góða bar- áttu tókst þeim ekki að jafna met- in. Lokatölur því 1-0, Haukum í vil og fyrsta tap Skagakvenna í deild- inni staðreynd. Úrslitin þýða að Skagakonur eru sem stendur í fjórða sæti riðils- ins með fjögur stig eftir þrjá leiki. Næsti taka þær á móti sameiginlegu liði ÍR/BÍ/Bolungarvíkur á Akra- nesvelli laugardaginn 27. júní og hefst sá leikur klukkan 14:00. kgk Fyrsta tap Skagakvenna í sumar Strákarnir í fjórða flokki Snæ- fellsness í fótbolta tóku á móti jafnöldrum sínum frá Grinda- vík í blíðskaparveðri á Grundar- fjarðarvelli sunnudaginn 21. júní. Þar var hart tekist á og mikið lagt í leikinn. Gestirnir frá Grinda- vík komust í 3-0 áður en heima- menn minnkuðu muninn en það voru svo gestirnir sem áttu síð- asta orðið þegar að þeir innsigl- uðu 4-1 sigur og fóru því með öll stigin heim. tfk Fjórði flokkur fékk Grindavík í heimsókn Landsbankahlaupið fór fram í Ólafs- vík á 17. júní. Hlaupið var í fjórum aldursskiptum flokkum og tóku um það bil 90 börn á aldrinum 5 til 16 ára þátt. Að hlaupi loknu fengu allir óvæntan glaðning frá Landsbankan- um ásamt verðlaunapening. Einn- ig fengu þátttakendur gjafabréf upp á einn ís með dýfu sem hægt var að innleysa hjá Hraðbúðinni, Grillskál- anum eða Söluskála OK. Er þetta í annað skiptið sem Landsbankinn stendur fyrir hlaupi á 17. júní og greinilegt að þetta mælist vel fyr- ir því þátttaka jókst um helming frá því í fyrra. þa Hlaupið í Ólafsvík á þjóðhátíðardaginn Árlegt Faxaflóamót í siglingu segl- báta með kili var haldið um liðna helgi. Á laugardag gat fólk á Akra- nesi notið þess að sjá seglskútur líða áfram fram og til baka á Krossvík utan við Langasand. Þetta var enn eitt kryddið í tilveruna í bænum þar sem fjöldi manns var á Jaðarsbökk- um við Langasand vegna Norðuráls- móts knattspyrnudrengja. Keppnisbátar hófu keppni með siglingu síðdegis á föstudag upp á Akranes. Síðan var keppt bæði laug- ardag og sunnudag í Faxaflóa. Aðrir bátar sem ekki voru í keppni sigldu hins vegar saman upp á Akranes á laugardeginum. Sameiginleg grill- veisla skútufólks var svo á bryggj- unni á Akranesi á laugardagskvöld. Fyrirhugað er að halda æfingabúð- ir í skútusiglingum á Akranesi dag- ana 5. – 11. júlí næstkomandi. Þær verða á vegum Siglingasambands Ís- lands í samvinnu við ÍA. mþh Seglskútur á Faxaflóamóti glöddu augu viðstaddra Seglskúturnar sigla um á Krossvík á laugardag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.