Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 18. árg. 1. júlí 2015 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar 2. – 5. júlí 2015 Sjá dagskrá Írskra daga á miðopnu Fjölskylduhátíðin Írskir dagar SK ES SU H O R N 2 01 5 Skessuhorni er fjöldreift á Akranesi í tilefni Írskra daga Sannkölluð sumarblíða lék við flesta landsmenn í liðinni viku. Hér er blómarósin Auður Líf í vatnsrennibrautinni á Akranesi. Hjá Sundfélagi Akraness lauk í síðustu viku sundnámskeiðum og var þessi mynd tekin við það tilefni þegar sundfélagsfólk var að prófa sig áfram í myndatöku með GoPro myndavél í lauginni. Ljósm. Þór Llorens Þórðarson. Fyrirtæki á Vesturlandi eru bjartsýn þegar horft er til svara við spurning- um sem lúta að væntingum þeirra um framtíðina. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Samtök sveitar- félaga hafa unnið og birt er í frétta- bréfi SSV, Glefsum. Könnunin var unnin síðasta haust og sá fyrirvari gerður að mögulega hafi væntingar breyst við nýgerða kjarasamninga. Spurningar voru lagðar fyrir stjórn- endur fyrirtækja um væntingar þeirra til breytinga á starfsmanna- fjölda, fjárfestingar, framtíðartekjur og aðstæður í efnahagslífinu. Tæp- lega fjórðungur fyrirtækja á Vestur- landi telur að starfsmönnum þeirra eigi eftir að fjölga lítið eitt á næstu 12 mánuðum. Um 69% fyrirtækja sjá fyrir sér óbreyttan fjölda starfs- manna en tæplega 7% sjá fyrir sér fækkun starfsmanna, þar af eru um 1% fyrirtækja sem gera ráð fyrir að starfsmönnum eigi eftir að fækka mikið. Samkvæmt niðurstöðunni sjá miklu fleiri fyrirtæki á Vestur- landi fyrir sér fjölgun starfa (23%) frekar en fækkun. „Þetta er betri útkoma en í fyrra þegar spurt var um það sama,“ segir Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV í fréttabréf- inu. Ekki er stór munur á svörum milli svæða innan Vesturlands. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í könnuninni. Meðal annars að fyrirtæki í ferðaþjónustu hyggj- ast fjölga fólki og stefna á fjárfest- ingar. Einnig kemur fram skýr vís- bending um að fjárfestingar auk- ist í landbúnaði. Þá telja fyrirtæki í byggingariðnaði að tekjur fari hækkandi. Útgerðarfyrirtæki eru heldur svartsýn þegar spurt var út í aðstæður í efnahagslífinu. Fyrirtæki í Dölum virðast vera bjartsýnni en á öðrum svæðum Vesturlands ef frá er talið hvort menn sjái aðstæður í efnahagslífinu eigi almennt eftir að verða betri eða verri. Nánari grein- ing gaf til kynna að það verði rak- ið til samsetningar þeirra fyrirtækja sem tóku þátt fremur en landsvæð- isins sjálfs, segir í Glefsum SSV. mm Fyrirtæki á Vesturlandi bjartsýn um betri tíð Niðurstaða þess þegar spurt var hvort fyritækinu teldu starfsmönnum eiga eftir að fjölga eða fækka á næstu 12 mánuðum. Sól og sumar á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.