Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201528 Brákarhátíð þótti vel heppnuð í alla staði Brákarhátíð var haldin í Borgar- nesi um liðna helgi og lék veðr- ið við íbúa og gesti sem skemmtu sér konunglega. Hátíðin fór af stað með götugrilli í hverfum bæjarins þar sem stemningin var mjög góð. Á laugardagsmorguninn byrjaði há- tíðardagskráin formlega með dög- urði við íþróttavöllinn sem Kven- félag Borgarness sá um. Margt var um manninn og nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. Um hádegi mætti Vigdís Finnbogadóttir ásamt fjölskyldu sinni og setti niður þrjú tré við íþróttavöllinn. Hátíðargest- ir sameinuðust svo um að planta fleiri trjám. Vigdís tók upp þá hefð snemma í forsetatíð sinni að planta þremur birkitrjám þar sem hún kom í heimsókn, eitt tré fyrir stelpurnar, eitt fyrir strákana og það þriðja fyr- ir ófæddu börnin. Að lokinni gróðursetningu hófst fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna langt fram á kvöld. Á íþróttavellinum tókust leikskóla- kennarar á í óhefðbundnu boð- hlaupi þar sem hlaupið var í loft- boltum. Börnin voru dugleg að hvetja sína kennara áfram og eftir spennandi keppni bar Ugluklettur sigur úr bítum. Björgunarsveitirn- ar Brák, Ok, Elliði og Heiðar voru með bátsferðir á Brákarsundi og börnin fengu að spreyta sig í loft- boltunum. Sú hefð hefur verið á Brákarhá- tíð að bæjarhlutar keppist um best skreytta hverfið og var mikill metn- aður lagður í skreytingarnar í ár. Bænum er skipt upp í hverfi sem hvert hefur sinn lit, rauðan, bláan eða gulan. Á Hvanneyri var einn- ig skreytt í þessum litum og sveit- inni var skipt upp við Hvítá, vestan við ána átti að skreyta með bleiku og austan við hana með fjólubláu. Hjörtu voru alsráðandi í rauða hverfinu og voru þau notuð til að senda ýmis skemmtileg skilaboð. „Bláir eru blautir“ var slagorðið í bláa hverfinu en þar voru bros- andi vatnsdropar allsráðandi, mátti þó einnig finna strumpa og aðr- ar skemmtilegar fígúrur. Í Gula hverfinu var sólin áberandi en Aul- inn ég var einnig mættur þangað ásamt Svampi Sveinssyni og fleiri fígúrum. Eftir að dagskrá lauk við Brákarsund var farið í litríka skrúð- göngu að Skallagrímsgarði þar sem m.a. var tilkynnt um sigurvegara í skreytingum. Veitt voru verðlaun fyrir best skreyttu götuna í hverju hverfi, best skreytta bæinn austan við Hvítá og vestan við Hvítá, fyrir flottustu skreytingar hjá fyrirtæki, snyrtilegasta fyrirtækið og flottasta hverfið. Í rauða hverfinu var Böðv- arsgata valin best skreytta gatan, í bláa hverfinu var Þórðargata best skreytt og í gula hverfinu var Kvía- holt best skreytt. Í fjólubláa litn- um var Bakkakot best skreytti bær- inn og í bleika litnum var það Birki- melur. Best skreytta fyrirtækið var Geirabakarí og snyrtilegasta fyr- irtækið var Vegagerðin. Að lokum kom að því að veita verðlaun fyr- ir flottasta hverfið og þar bar rauða hverfið sigur úr bítum. Formlegri fjölskyldudagskrá lauk svo með skrúðgöngu frá Brákar- hlíð niður í Englendingavík þar sem kvöldvaka tók við. Á leiðinni mátti finna gula, rauða og bláa steina sem búið var að raða á gang- stéttar og tók fólk steina með sér þar sem þeim var svo raðað í vörðu við Brákarsund áður en haldið var á kvöldvökuna í Englendingavík þar sem dúettnum Steinríkur skemmti. Að kvöldvöku lokinni var dansleik- ur með Skítamóral í Hjálmakletti. arg/ Ljósm. arg/mþh Vigdís Finnbogadóttir mætti á hátíðina og gróðursetti þrjú tré. Steinarnir sem áttu að fara í vörðuna.Leikskólakennarar takast á í loftboltum. Margir tóku daginn snemma og mættu í dögurð. Börnin tóku þátt í spurningakeppni. Börn syngja fyrir hátíðargesti. Víkingar tókust á í Skallagrímsgarði. Banastungan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.