Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 39 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Skagakonur mættu sameiginlegu liði ÍR/BÍ/Bolungarvíkur í fyrstu deild kvenna á Akranesvelli laugardaginn 27. júní síðastliðinn. Skagakonur voru mun betri nánast allan leikinn og ljóst að nokkur getumunur væri á liðunum. Þær léku vel sín á milli, Eyrún Eiðsdóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir stjórnuðu spili liðsins og gestirnir áttu engin svör. Strax á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins, en það var einmitt Bryndís Rún sem skoraði það með góðu skoti frá víta- teigsjaðrinum. Aðeins þremur mín- útum síðar bætti Maren Leósdótt- ir við öðru marki Skagakvenna eft- ir fyrirgjöf frá hægri. Skagakonur voru áfram mun betra liðið á vell- inum, sóttu stíft og skoruðu þriðja mark sitt á 31. mínútu. Þar var að verki Eyrún Eiðsdóttir og staðan í hálfleik 3-0, ÍA í vil. Gestirnir úr ÍR/BÍ/Bolungarvík áttu ekki skot að marki í fyrri hálfleik og forysta Skagakvenna verðskulduð. Í síðari hálfleik tóku Skagakon- ur upp þráðinn þar sem þær skildu hann eftir. Eyrún skoraði annað mark sitt og fjórða mark ÍA strax á 48. mínútu og þær hertu tök sín á leiknum enn frekar. Fimmta og síðasta mark Skagakvenna skoraði Unnur Ýr Haraldsdóttir á 57. mín- útu leiksins með glæsilegu skoti. Fyrirgjöf kom frá vinstri sem sveif yfir varnarmenn ÍR/BÍ/Bolungar- víkur og fyrir Unni sem gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum við- stöðulaust í þverslána og inn. Síðustu 20 mínúturnar róaðist leikurinn heldur miðað við það sem verið hafði. Skagakonur féllu til baka og sóttu ekki jafn stíft og framan af leik. Engu að síður komust gestirn- ir aldrei inn í leikinn og lokatölur á Akranesvelli 5-0, Skagakonum í vil. Eftir leikinn situr liðið í fjórða sæti A riðils með sjö stig eftir fjóra leiki. Næst heimsækja þær Augna- blik í Kópavoginn fimmtudaginn 9. júlí næstkomandi, en Skagakon- ur báru einmitt sigurorð af Augna- bliksliðinu í fyrsta leik sumarsins á Akranesvelli. kgk Markaregn á Akranesvelli Eyrún Eiðsdóttir skoraði tvö mörk í 5-0 sigri á ÍR/BÍ/Bolungarvík og var áberandi í sóknarleik liðsins. Hún var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum ÍA og hlaut að launum textílverk eftir Eygló Gunnarsdóttur. Hér má sjá Eygló afhenda Eyrúnu viðurkenninguna að leik loknum. Siglingasamband Íslands efnir til æf- ingabúða til siglinga á seglkænum á Akranesi dagana 5. – 11. júlí. Æf- ingadagskrá byrjar að morgni mánu- dagsins 6. júlí og æft verður alla daga fram á fimmtudag en á föstudag og laugardag verður æfingabúðamót. Mælst er til að þátttakendur komi til Akraness sunnudaginn 5. júlí og geri báta sína sjóklára þann dag. Sigl- ingaaðstaðan á Akranesi er sandfjar- an við Langasand. Sjósetning verður við Lindina eða í Akraneshöfn eftir veðri. Gistiaðstaða fyrir þátttakend- ur og aðstandendur þeirra verður í sal í frístundamiðstöðinni Þorpið við Þjóðbraut 13 sem er í miðbæ Akra- ness. Þar verður aðstaða til morgun- verðar og funda. Eldhús aðstaða er í húsinu til að laga sér kvöldmat. Nán- ari dagskrá er að finna á vef Siglinga- sambandsins (silsport.is). mþh Æfingabúðir siglinga haldnar á Akranesi Tveir Vestlendingar unnu til sext- án gullverðlauna á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fór um síðastliðna helgi á Blönduósi. Þetta kemur fram á vef- síðu Ungmennafélags Íslands. Það voru Björg Hólmfríður Kristófers- dóttir, Ungmennasambandi Borg- arfjarðar, og Kári Geirlaugsson frá Akranesi sem unnu til átta gullverð- launa hvort. Björg var að keppa í fjórða sinn á slíku móti en hún segir í samtali við umfi.is að hún hafi alist upp við sundlaug og syndi eins oft og hún geti í sundlauginni í Borgarnesi. Þetta var annað mót Kára, sem einnig hefur góðan grunn í sundi og syndir í dag 3-4 sinnum í viku. Þau eru bæði staðráðin í að taka þátt í næsta móti, sem haldið verður á Ísafirði á næsta ári. Þess ber jafnframt að geta að fjöl- margir fleiri Vestlendingar tóku þátt á móti UMFÍ um liðna helgi, þótt þeir hafi ekki raðað inn jafn mörgum verð- launum og þau Björg og Kári. grþ Unnu til 16 gullverðlauna í sundi Björg Hólmfríður Kristófersdóttir og Kári Geirlaugsson við sundlaugarbakkann. Ljósm. umfi.is Eftir glæstan 4-2 sigur karlaliðs ÍA gegn Keflvíkingum í síðustu viku, var næsti biti að kyngja full stór fyrir liðið. Næsta verkefni var leikur gegn Val á Hlíðarenda og snérust þá töl- urnar við, þeir rauðklæddu höfðu 4:2 sigur á ÍA. Valsmenn höfðu yfirhöndina í upphafi leiks og náðu forystunni á 21. mínútu. Patrick Pedersen átti þá skot sem Páll Gísli í marki Skagamanna varði út í teiginn og fyrir fætur Andra Fannars Stefánssonar. Hann átti skot frá vítateigslínunni sem fór undir Pál og í markið. Aðeins fjórum mín- útum síðar sóttu Skagamenn upp vinstri kantinn, lítið virtist vera að gerast þegar boltinn var lagður fyrir Ólaf Val Valdimarsson sem skrúfaði hann að markinu, viðstöðulaust með vinstri fæti frá vítateigsjaðrinum. Fór svo að boltinn small í utanverðum markvinklinum og frá markinu. Á 30. mínútu átti Kristinn Freyr Sigurðsson stungusendingu inn fyr- ir vörn ÍA á Patrick Pedersen sem lék á Pál Gísla og skoraði í autt mark- ið. Skagamenn minnkuðu svo mun- inn á 37. mínútu þegar Jón Vilhelm Ákason skoraði af markteig Vals- manna eftir frábæra, lága fyrirgjöf Ásgeirs Marteinssonar. En það dugði skammt, því aðeins fjórum mínút- um síðar skoraði Patrick Pedersen sitt mark til viðbótar. Andri Fannar átti þá skot sem Páll Gísli varði, en þá féll boltinn einnig fyrir fætur Pat- ricks sem kláraði færið vel. Staðan í hálfleik 3-1, Völsurum í vil. Í upphafi síðari hálfleiks var meira jafnræði með liðunum en Vals- menn réðu þó ferðinni. Liðin skipt- ust á að sækja en sóknarleikur heima- manna verður þó að teljast hafa ver- ið markvissari en gestanna. Það var því örlítið gegn gangi leiksins þeg- ar Arseni Buinickij minnkaði mun- inn fyrir Skagamenn á 65. mínútu. Marko Andelkovic bar boltann upp af miðjunni, beið eftir varnarmann- inum og renndi honum svo út í teig- inn til vinstri þar sem Arsenij kom af kantinum og skoraði fram hjá Ingvari Kale í marki Vals. Skagamenn virtust eflast töluvert við markið og sóttu í sig veðrið eft- ir því sem leið á leikinn. Jón Vilhelm var nálægt því að jafna með skoti úr aukaspyrnu af um 30 metra færi en boltinn fór rétt yfir markið. Það voru hins vegar heimamenn sem skor- uðu síðasta mark leiksins á 82. mín- útu. Kristinn Freyr Sigurðsson átti þá gullfallega utanfótar sendingu inn fyrir vörn Skagamanna þar sem nafni hans Kristinn Ingi Halldórsson kom á sprettinum og kláraði snyrtilega fram hjá Páli Gísla í markinu. Loka- tölur á Hlíðarenda 4-2, Valsmönn- um í vil. Úrslitin þýða að Skagamenn sitja áfram í tíunda sæti deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki. Næst tekur lið- ið á móti Eyjamönnum á Akranes- velli sunnudaginn 12. júlí. kgk/ Ljósm. Þórarinn Ingi Tómas- son. Tap ÍA manna á Hlíðarenda Ungir stuðningsmenn ÍA. Ólafur Valur Valdimarsson í þann mund að klippa boltann að marki Keflvíkinga í leiknum á mánudaginn í síðustu viku. Víkingur Ó. fékk Grindavík í heim- sókn á Ólafsvíkurvöll í áttundu um- ferð fyrstu deildar karla síðastlið- inn laugardag. Ólsarar hafa verið á mikilli siglingu í deildinni og fyr- ir leikinn sátu þeir í öðru sæti, að- eins tveimur stigum á eftir topp- liði Þróttar. Gestirnir úr Grindavík voru aftur á móti um miðja deild. Leikurinn fór fjörlega af stað, strax á þriðju mínútu vildu heimamenn fá víti þegar Alfreð Már Hjaltalín féll í teig Grindvíkinga, en ekkert dæmt. En það kom ekki að sök. Á sjöttu mínútu áttu Ólsarar fyrirgjöf frá hægri sem Grindvíkingum tókst ekki að hreinsa frá markinu. Boltinn barst til Alfreðs Más Hjaltalín sem tók hann á brjóstkassann og skoraði með góðu skoti frá vítapunktinum. Þrátt fyrir að heimamenn hafi komist yfir snemma leiks var hann nokkuð jafn framan af og mikil bar- átta á vellinum. Víkingar sköpuðu sér þó fleiri færi í fyrri hálfleik. Þeim tókst hins vegar ekki að gera sér mat úr þeim og staðan í hálfleik 1-0, heimamönnum í vil. Grindvíkingar gerðu tvær breyt- ingar á liði sínu í hálfleik og lifnaði heldur yfir sóknarleik þeirra fyrir vikið. Á 51. mínútu voru þeir nálægt því að jafna en Björn Pálsson bjarg- aði á línu eftir mikinn atgang í víta- teignum. Á 62. mínútu hefðu heimamenn í Víkingi Ó. átt að bæta við marki þegar William Dominguez lagði boltann á Kenan Turudija eft- ir hornspyrnu. Markið stóð autt en Kenan skaut yfir markið. Eftir sem leið á hægðist á leikn- um og hvorugu liðinu tókst að skapa sér afgerandi marktækifæri fyrr en í uppbótartíma. Þá átti Kenan skot að marki sem var varið. Vörn Grind- víkinga svaf hins vegar á verðinum því Ingólfur Sigurðsson náði frá- kastinu, skoraði örugglega og gull- tryggði sigur heimamanna. Loka- tölur á Ólafsvíkurvelli 2-0, Víking- um í vil. Eftir leikinn sitja Víkingar í öðru sæti deildarinnar með 19 stig eft- ir átta leiki. Næst heimsækja þeir KA norður á Akureyri annað kvöld, fimmtudaginn 2. júlí. kgk Víkingur Ó. áfram í toppbaráttu Leikmenn Víkings fagna sigri. Ljósm. af. Víkingur Ó. tók á móti Grind- víkingum í fyrstu deild kvenna á Ólafsvíkurvelli á sunnudag. Fyr- ir leikinn var Grindavík í toppsæti B riðils en Víkingur sat í því fjórða. Strax á annarri mínútu kom fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Sashana Carolyn Campbell sem kom gest- unum úr Grindavík yfir. Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir jafnaði svo metin á 33. mínútu og leikurinn var jafn þegar flautað var til hálfleiks. Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir kom Víkingsstúlkum yfir á 70. mín- útu leiksins. Aðeins þremur mínút- um síðar varð Berglind Ósk Krist- mundsdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með met- in fyrir Grindvíkinga. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Loka- tölur á Ólafsvíkurvelli 2-2 og Vík- ingsstúlkur óheppnar að ná ekki að leggja topplið Grindavíkur að velli. Úrslitin þýða að Víkingsstúlkur sitja í fjórða sæti B riðils með átta stig eftir sex leiki. Næst leika þær við Fram miðvikudaginn 8. júlí, einnig á Ólafsvíkurvelli. kgk Jafntefli hjá Víkingsstúlkum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.