Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201526
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í
Stykkishólmi, sem jafnframt er
hafnarstjóri bæjarins, hóf hafnar-
stjórnarfund síðdegis á miðvikudag-
inn með nokkuð óvenjulegum hætti.
Hann bauð allri hafnarstjórninni að
koma með sér í gönguferð úr ráð-
húsi Stykkishólms niður að höfninni
þar sem hann splæsti ís á alla stjórn-
ina eins og hún lagði sig. Tilefnið
var að helgina áður var ísbúðin Ís-
kofinn opnuð við höfnina. Á síðasta
fundi hafnarstjórnar í lok apríl síð-
astliðinn hafði hún afgreitt stöðu-
leyfi fyrir ísbúðina á hafnarsvæð-
inu. Sturlu þótti því tilvalið að hefja
fundinn á því að nefndarmenn færu
og smökkuðu á ísnum í sólarblíð-
unni sem baðaði Stykkishólm þenn-
an dag.
Geysimikill fjöldi ferðamanna
hafa sótt Stykkishólm heim það
sem af er sumri, jafnvel svo menn
muna vart annað eins. Sumir ferða-
langanna hafa kosið að slá sér upp
næturstöðum utan hefðbundinna
tjaldstæða. Af þessum sökum sendi
Sturla bæjarstjóri í Stykkishólmi út
eftirfarandi tilkynningu fyrr í dag:
„Að gefnu tilefni skal á það bent
að samkvæmt 10. gr. lögreglusam-
þykktar fyrir Stykkishólmsbæ segir
m.a: „Eigi má gista í tjöldum, hús-
bílum, hjólhýsum og tjaldvögnum
á almannafæri í þéttbýli utan sér-
merktra svæða. Íbúar eru hvattir til
þess að beina þessum upplýsingum
til okkar góðu gesta sem vilja gista
í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og
tjaldvögnum.“
Gestafjöldi samfara veðurblíðu
gerir það að verkum að ekki þarf
að koma á óvart að rekstur Ískofans
hafi farið vel af stað. „Við opnuðum
á laugardag. Fyrstu tvo daga sem við
höfðum opið seldust ísbirgðir okk-
ar upp sem við höfðum áætlað að
myndu duga í tíu daga. Við urð-
um að panta meira í skyndi,“ sagði
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir sem
á og rekur Ískofann ásamt fjölskyldu
sinni, í spjalli við blaðamann Skessu-
horns í Stykkishólmi í gær. mþh
Þórðargleði var haldin á Snæfells-
nesi um næstsíðustu helgi. Það voru
Hollvinasamtök Þórðar Halldórs-
sonar frá Dagverðará sem stóðu
fyrir hátíðinni ásamt Átthagastofu
Snæfellsbæjar. Í fjósinu í útihúsun-
um á Malarrifi var sýnd heimildar-
kvikmyndin um Þórð – Jöklarinn,
sem hlotið hefur lofsamlega dóma.
Þá var efnt til ljósmyndasýningar
um Þórð í vitanum á Malarrifi sem
er hinn ákjósanlegasti sýningar-
staður. Hana sóttu um 200 manns á
laugardag og sunnudag. Þá var efnt
til gönguferða með Sæmund Krist-
jánsson í fararbroddi. Allt tókst
þetta með ágætum enda veður sér-
lega gott og Snæfellsjökull skartaði
sínu fegursta.
ri
„Bæjarbúar byrja að skreyta bæinn
á fimmtudag og herlegheitin byrja
svo á föstudaginn,“ sagði Þór-
ey Úlfarsdóttir, einn skipuleggj-
enda Ólafsvíkurvöku í samtali við
Skessuhorn. Hátíðin verður nú um
helgina, 3.-5. júlí, en hún er hald-
in annað hvert ár á móti Sandara-
gleði á Hellissandi. Að sögn Þór-
eyjar gengur undirbúningur vel
enda hafa skipuleggjendur há-
tíðarinnar fundað síðan í janúar.
„Okkur var úthlutað að sjá um há-
tíðina núna, gula og bleika hverf-
inu. Það var dregið fyrir tveimur
árum hverjir skyldu sjá um hátíð-
ina og svo drögum við núna hverj-
ir skulu sjá um þá næstu og erum
ekki í pottinum sjálf. Þetta fyrir-
komulag er mjög sniðugt, virkj-
ar bæjarbúa og er mjög skemmti-
legt,“ segir Þórey.
Formleg dagskrá hefst á föstu-
deginum með opnun ljósmynda-
sýningar Péturs Hauks Helgason-
ar í Átthagastofu. Hlöðver Smári
mun leika nokkur vel valin lög við
það tilefni. Því næst verður dorg-
veiðikeppni Sjósnæ, loftboltar og
hoppukastalar fyrir börnin. „Sæta-
brauðsdrengirnir ætla að vera með
tónleika í Ólafsvíkurkirkju um
kvöldið. Það er flottir söngvar-
ar, Garðar Thór Cortes, Bergþór
Pálsson, Hlöðver Sigurðsson og
Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri
Smárasyni sem leikur undir. Dag-
skránni lýkur svo á bryggjuballi
með Bjössa Greifa,“ segir Þórey.
Dagskrá laugardagsins hefst á
Snæfellsjökulshlaupinu. Ræst er
frá Arnarstapa á hádegi, hlaup-
ið yfir Jökulhálsinn og því lýkur
svo í Ólafsvík. „Hlaupið er árlegur
viðburður og þegar svo ber und-
ir er það alltaf látið tengjast dag-
skrá hátíðarinnar. Fólk verður far-
ið að tínast niður í bæ þegar hlaup-
ararnir koma í mark og það mynd-
ast skemmtileg stemning í kring-
um þetta,“ segir Þórey.
Götumarkaðirnir verða á sín-
um stað og að sögn Þóreyjar hef-
ur aldrei verið meiri aðsókn í sölu-
básana en í ár. „Það er alltaf mikil
stemning á markaðnum og margt
í boði. Skartgripir og hönnunar-
vörur, hákarl og harðfiskur, lakkr-
ís og fleira. Þarna ætti að vera
hægt að finna allt nema notuð föt,
það var ákveðið að vera ekki með
svona flóamarkað í ár. Mest eru
það félagasamtök sem selja vörur
á markaðnum en líka margir sem
koma bjóða skartgripi og hönnun-
arvöru til sölu,“ segir hún. „Á með-
an þessu stendur verður dagskrá á
Þorgrímspalli niðri í bæ. Heldri
borgararnir okkar að skemmta
okkur með kántrídansi og Alda Dís
Arnardóttir söngkona mun koma
fram. Við vorum svo forsjál að við
pöntuðum hana áður en hún varð
fræg,“ segir Þórey og hlær, en Alda
Dís stóð sem kunnugt er uppi sem
sigurvegari síðustu þáttaraðar Ís-
land Got Talent, eins og frægt er
orðið.
Eins og algengt er með bæj-
arhátíðir eru hverfum Ólafsvík-
ur úthlutaðir mismunandi lit-
ir. Íbúarnir taka sig svo saman og
skreyta hús sín í sínum hverfis-
lit. „Það er rosalega mikil stemn-
ing í fólki að skreyta hverfin. Það
hafa verið haldnir skreytingafund-
ir og ég veit að einhverjir eru bún-
ir að panta partítjöld fyrir hverfin
sín, enda er bikar í boði fyrir best
skreytta herfið,“ segir Þórey. „Eft-
ir hverfagrillin verður skrúðganga
úr hverju hverfi í sjómannagarð-
inn þar sem við tekur áframhald-
andi söngur og stemning. Ingó
Veðurguð stjórnar brekkusöng og
hverfin keppa um besta skemmti-
atriðið. Á miðnætti sameinast Ingó
svo hljómsveit sinni og balli verður
slegið upp í Klifi,“ segir Þórey.
Formlegri dagskrá lýkur svo eft-
ir hádegi á sunnudeginum með
léttri göngu um bæinn undir leið-
sögn Sævars Þórjónssonar. Áætl-
að er að ljúka göngunni við rúst-
ir gömlu kirkjunnar á Snoppunni
þar sem séra Óskar Ingi Óskarsson
ætlar að vera með smá hugvekju.
kgk
Malarrif og jökullinn skörtuðu sínu
fegursta.
Fjölmenni sótti
Þórðargleði
Útihúsin þar sem áformað er að opna
gestastofu þjóðgarðsins sumarið 2016
á 15 ára afmæli þjóðgarðsins Snæfells-
jökuls.
Hafnarstjórn Stykkishólms og Sturla Böðvarsson bæjar- og hafnarstjóri (yst t. v.)
með ísana góðu í sól og sumarblíðu. Ísveitingakonan Ragnheiður Harpa Sveins-
dóttir er í lúgunni.
Bæjarstjóri bauð hafnarstjórn upp á ís
Ólafsvíkurvaka haldin
hátíðleg um helgina
Appelsínugula hverfið bar sigur úr býtum þegar hverfin kepptu um besta skemmtiatriðið á síðustu Ólafsvíkurvöku. Ljósm. af.
Óhætt er að segja að unglingarn-
ir í vinnuskólanum á Akranesi hafi
staðið sig vel í að hugsa um bæinn
í sumar. Inni á facebook síðu íbúa
Akraness má finna athugasemd frá
einum ánægðum íbúa sem kveðst
afar sáttur með sláttinn á Akranesi.
Margir taka undir það, en það er að
mestu í höndum vinnuskólans að
sjá um að slá og raka. Blaðamaður
Skessuhorns stökk út með mynda-
vélina í góða veðrið á miðviku-
daginn í síðustu viku og smellti af
nokkrum myndum af vinnuskóla-
fólki að störfum.
„Það er flott að vinna í svona góðu
veðri en við erum mest að slá, raka
og setja hey í poka. Það eru aðr-
ir sem sjá um beðin,“ sagði Unnur
Ýr Haraldsdóttir flokksstjóri í sam-
tali við blaðamann. Þennan fallega
dag var vel mætt í hópnum henn-
ar Unnar og allir á fullu að vinna,
enginn lét myndatökuna hafa áhrif
á það.
arg
Vel snyrtur bær hjá
vinnuskólafólki
Ragna Benedikta og Þuríður Ósk hörkuduglegar í vinnuskólanum.
Slegið og hirt við Höfðagrund.
Grasinu er komið í poka og því ekið burt.