Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 25 Fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn útskrifuðum við hjá Símenntunar- miðstöð Vesturlands okkar þriðja hóp úr námsleiðinni Menntastoð- ir. Menntastoðir eru undirbúnings- nám fyrir Háskólagáttina á Bifröst, Háskólabrú Keilis og frumgreina- deild Háskólans í Reykjavík. Einn- ig er mögulegt að fá námið metið inn í framhaldsskóla allt að 50 ein- ingum. Námið í Menntastoðum hentar einkar vel fyrir þá sem eiga stutta fomlega skólagöngu að baki og/ eða hafa ekki stundað nám í langan tíma. Það er því góður undirbún- ingur til þess að koma sér af stað í námi á ný. Menntastoðir eru einnig góð leið til að fá meira sjálfstraust í námi enda er utanumhald og um- gjörðin þannig að fólki líður vel og er meðal jafningja. Menntastoð- ir hjá okkur eru kenndar í dreif- námi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi þar sem nemendur fá námsefnið í gegn- um kennslukerfið Moodle. Síðan fá þeir kennara og aðra nemendur einu sinni í mánuði í svokölluðum staðlotum. Með því að bjóða upp á þannig kennsluaðferð erum við að miða kennslu að þörfum fullorð- inna nemenda og koma til móts við nemendur með þeim sveigjanleika sem þeir þurfa á að halda til að ná markmiðum sínum. Í vor útskrifuðum við eins og fyrr segir enn einn flottan hóp nem- enda úr námi í Menntastoðum. Það sem einkennir alla hópana hingað til er sjálfstraustið og metnaður til að gera meira þegar að þessu námi lýkur. Nemendur í Menntastoð- um fá ráðgjöf hjá náms- og starfs- ráðgjafa á meðan á náminu stendur og einnig hvað framhaldið varðar. Mikið er lagt upp úr því að efla áð- urnefnt sjálfstraust nemenda með- an á náminu stendur. Hluti hóps- ins sem útskrifaðist núna ætlar sér í undirbúningsnám fyrir nám í há- skóla og aðrir stefna á verknáms- brautir í framhaldsskóla. Mikið hefur verið rætt um nám fyrir fullorðna upp á síðkastið. Það er engin spurning að hópur væntan- legra námsmanna eftir 25 ára aldur þarf að hafa gott aðgengi að námi og hafa innkomu inn í skólakerfið eins og þeir sem yngri eru. Mennta- stoðir eru því kjörin leið til að hefja námið sem þú byrjaðir aldrei á eða hefur ekki lokið við og hefur hing- að til ekki haft tækifæri til að sinna. Sveigjanleikinn í kennsluaðferð- um er lykilatriði ásamt frábærum kennurum sem hafa verið hjá okk- ur nánast frá byrjun og þekkja inn á það hvernig nám fyrir fullorðna skuli háttað. Við hefjum því leik- inn á ný næsta haust og stendur skráning yfir núna og fram í ágúst. Fyrsta staðlota verður í Borgarnesi um miðjan september 2015. Hlökkum til að heyra frá ykkur! Stafsfólk Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Menntastoðir eru komnar til að vera Frá útskrift vorið 2015. Áslaug Guðmundssdóttir, Íris Gefnardóttir, Eva Björk Pétursdóttir, Anna Margrét Þórunnardóttir, Harpa Hannesdóttir, Emma Heiðrún Birgisdóttir og Selma Sigurðardóttir. Miðvikudagur 1. júlí: Opnun ljósmyndasýningar Finns Andréssonar, Á ferð og flugi klukkan 17. Fimmtudagur 2. júlí: Söngtríóið Stúkurnar halda tónleika með írsku ívafi klukkan 21:30. Aðgangur ókeypis. Föstudagur 3. júlí: Írskasti hreimurinn klukkan 17. Hversu írskur ert þú á ensku og íslensku? Taktu þátt í keppninni um írskasta hreiminn og þú gætir mætt í götugrillið með eitthvað alveg írskt í pokahorninu. Arnar og Biggi halda uppi stuði frá klukkan 23-3. Aðgangur ókeypis. Laugardagur 4. júlí: Átökin á Norður Írlandi - orsök og afleiðingar klukkan 17. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, rekur sögu átakanna á Norður-Írlandi frá upphafi The Troubles til okkar tíma. Félagar úr Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi, þau Arna Pétursdóttir, Ylfa Flosadóttir og Birgir Þórisson ásamt Ragnari Skúlasyni, flytja írsk þjóðlög og baráttusöngva frá tímabilinu. Aðgangur ókeypis. Klukkan 23-3 Írsk tónlist í hávegum höfð, stuð fram á nótt. Aðgangur ókeypis. Irish stew - súkkulaðikaka - Írskt kaffi - Írskir drykkir Vitakaffi verður eins árs laugardaginn 4. júlí - gerum okkur glaðan dag Írsk stemning í mat og drykk alla helgina SK ES SU H O R N 2 01 5 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.