Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 19 MIÐNÆTUR OPNUN FIMMTUD. Í TILEFNI ÍRSKRA DAGA 20% afsl. *af öllum vörum, alla helgina. *Gildir ekki af ecco skóm og JA errea vörum. Írsku daga opnun: Fim. 10-18 og 20-24 • Fös. 10-18 • Lau. 11-18 SK ES SU H O R N 2 01 5 Enn einn möguleikinn fyrir svanga gesti og gangandi í Stykkishólmi bættist á föstudaginn við veitinga- flóruna þar. Bjarki Hjörleifsson og Jónína Riedel opnuðu veitinga- vagninn Finsen sem mun bjóða upp á djúpsteiktan fisk og franskar. Slíkur réttur nýtur mikilla vinsælda sem skyndibiti í mörgum nágranna- löndum, ekki síst á Bretlandseyjum þar sem hann gengur undir heitinu „Fish and chips.“ Nafn vagnsins, Finsen, hefur skírskotun til þess að hann er nefndur eftir afa Bjarka. Hann hét Hinrik Finnsson og var áberandi í verslunarrekstri í Stykk- ishólmi í mörg ár. Röð myndað- ist við vagninn strax við opnun og var gerður góður rómur að veit- ingunum. Fisk og frönskuvagninn Finsen er staðsettur við höfnina í Stykkishólmi þar sem alltaf er mik- ill fjöldi ferðamanna auk þess sem heimamenn leggja gjarnan leið sína þangað. sa/mþh Fiskur og franskar hjá Finsen í Stykkishólmi Hrannar Pétursson hafnarvörður Stykkishólmsbæjar tók við fyrsta skammtinum af fiski og frönskum frá Jónínu Ridedel veitingakonu í Finsen-vagninum. Finsen-vagninn sem selur fisk og franskar er við hlið Ískofans sem sinnir sölu á ís. Ískofinn opnaði fyrir nokkrum dögum. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Við leitum að öflugum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum. Upplýsingar veita: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí nk. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Borgarbyggð auglýsir eftir öflugum leiðtoga Verkefni og ábyrgðarsvið: • Yfirumsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir sviðið og stofnanir þess • Yfirstjórn stofnana sem heyra undir sviðið • Vinnur að stefnumótun og mannauðsmálum fyrir sviðið og stofnanir þess • Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem í gildi eru og heyra undir sviðið Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði fræðslumála og stjórnunar • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar menntastofnana og/eða stjórnsýslu • Menntun á sviði mannauðsmála æskileg • Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum • Reynsla af faglegri forystu og þróunarstarfi í skólum • Reynsla af áætlanagerð og opinberri stjórnsýslu • Hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: • Starf verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði • Störf leikskólakennara í Leikskólunum Akra- og Teigaseli • Starf við íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar • Starf þroskaþjálfa/iðjuþjálfa í Brekkubæjarskóla Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði Nánari upplýsingar að finna á www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.