Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 20156 Sýknaður af ákærum þar sem vitni vantaði AKRANES: Dómur var kveðin upp í Héraðsdómi Vesturlands í byrjun mánaðar- ins, þar sem maður var sýkn- aður af ákæru fyrir nytjastuld og ölvunarakstur. Aðfararnótt sunnudagsins 23. júní 2013 var lögreglu á Akranesi til- kynnt að bláum bíl hefði ver- ið stolið. Bíllinn fannst mann- laus rétt austan við Innnes- veg og ákærði fannst skammt frá bílnum. Ákærði neitaði alla tíð sök og bar fyrir sig að hann hafi verið ofurölvi og gæti því ekki munað hvað hafi gerst þetta kvöld. Þar sem enginn sá manninn aka bílinn var ekki hægt að sanna sekt hans og var hann sýknaður af öllum kröf- um ákæruvaldsins. –arg Sea Shepherd í Tromsö NOREGUR: Bandarísku um- hverfissamtökin Sea Shepherd hafa sent eitt skipa sinna, Sam Simon, til hafnar í Tromsö í Norður Noregi. Í Tromsö liggur einnig flutningaskipið Winter Bay með farm sinn sem er 1.800 tonn af frystu lang- reyðarkjöti frá Hval hf. Win- ter Bay hefur legið í Tromsö í júnímánuði eftir siglingu með hvalkjötsfarminn sem skip- að var um borð í Hafnarfirði. Ætlunin er að sigla með kjöt- ið til Japan um hina svoköll- uðu norðausturleið sem er í Íshafinu norður af Rússlandi og mun áhöfn Winter Bay nú bíða þess að ísa leysi þar. Skip- verjar á Sam Simon hafa gef- ið upp að þeir hafi leitað hafn- ar í Tromsö vegna vélarbil- unar auk þess sem þeir eru að sækja tvo nýja í áhöfn skipsins sem komu þangað með flugi. Skipstjóri Sam Simon segir í samtali við norska fjölmiðla að áhöfnin fari með friði og hafi ekkert misjafnt í hyggju. Hún hafi þó kvikmyndað Winter Bay við bryggju í Tromsö til að nota myndskeiðin í heim- ildakvikmynd. Sam Simon var látið varpa ankerum á ytri höfninni í Tromsö og lagð- ist þannig ekki að bryggju. Skip norsku strandgæslunn- ar vaktar Sam Simon. Koma skipsins til Tromsö hefur vak- ið blendnar tilfinningar þar í borg enda hafa liðsmenn Sea Shepherd sökkt fjölda hval- veiðibáta bæði í Noregi og á Íslandi. -mþh Pínulítið hag- stæð vöruskipti LANDIÐ: Fyrstu fimm mán- uði ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir rúma 276,2 millj- arða króna en inn fyrir tæpa 274,0 milljarða króna fob (292,0 milljarða króna cif). Af- gangur var því af vöruskiptum við útlönd sem nam 2,3 millj- örðum króna, reiknað á fob verðmæti. –mm Nýr forstöðu- maður Dvalar- heimilis STYKKISHÓLMUR: Kristín Sigríður Hannesdóttir hefur ver- ið ráðin forstöðumaður Dvalar- heimilis aldraðra í Stykkishólmi. Staðan var auglýst í lok apríl og er um að ræða 100% stöðu við hjúkrunar- og stjórnunarstörf. Kristín tekur við af Hildigunni Jóhannesdóttur sem mun á næst- unni láta af störfum að eigin ósk. Kristín Sigríður Hannesdótt- ir hjúkrunarfræðingur starfar á Landsspítalanum. Hún hefur áður starfað sem hjúkrunarfræðingur við hjúkrunar- og dvalarheimil- ið Barmahlíð á Reykhólum, hjá Heilbrigðisstofnun Patreksfjarð- ar og á endurhæfingardeild fyr- ir aldraða í sveitarfélaginu Eger- sund í suðvesturhluta Noregs. Á Dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi eru fimm dvalarrými og 13 hjúkrunarrými. Starfsfólk eld- hússins á Dvalarheimilinu sér um alla matseld fyrir vistmenn heim- ilisins og starfsfólkið sem og fyrir nemendur og starfsmenn grunn- skólans. Í tengslum við Dvalar- heimilið eru sextán íbúðir fyr- ir aldraða og njóta íbúar þeirra margvíslegrar þjónustu frá starfs- fólki Dvalarheimilisins. -grþ Leggja gangbraut og byggja útskot AKRANES: Lengi hefur verið í umræðunni að breyta bílastæðum við íþróttahúsið við Jaðarsbakka á Akranesi. Nú hefur verið tek- ið ákvörðun um að láta verða af breytingunum. Leggja á gang- stétt frá götuljósunum að íþrótta- húsinu. Þetta er gert svo grunn- skólabörnin hafi öruggari göngu- leið alla leið í íþróttahúsið. Verk- ið var boðið út ásamt verki sem unnið er að núna við enda ráð- hússins við Stillholt. Þar er ver- ið að gera útskot fyrir strætis- vagna. Það var Þróttur ehf. sem fékk verkin tvö, tilboð fyrirtækis- ins hljóðaði upp á rétt rúmar tíu milljónir króna. -arg Undanfarið hafa staðið yfir viða- miklar endurbætur á félagsheim- ilinu Lyngbrekku á Mýrum. Gluggar voru endurnýjaðir í fyrra og síðastliðið haust var skipt um þakjárn. Nú í sumar er síðan unn- ið að því að einangra húsið að utan og setja á það nýja múrhúð. „Það var heldur betur kominn tími á við- hald hússins. Það var orðið illa far- ið en nú horfir til miklu betri veg- ar. SÓ húsbyggingar hafa einangr- að húsið að utan. Síðan munu Jón Þórðarson og Óli Waage múrarar hér í Borgarbyggð sjá um að múr- húða það. Þegar því lýkur verða út- veggir Lyngbrekku reyndar gráir á lit en við þurfum að sjá hvort ekki finnist fjármunir til að mála húsið hvítt á nýjan leik,“ segir Kristján Finnur Kristjánsson verkefnastjóri framkvæmdasviðs Borgarbyggð- ar. Félagsheimilið Lyngbrekka var byggt fyrir rúmri hálfri öld. Hús- ið er í eigu Borgarbyggðar og ung- mennafélaganna Björns Hítdæla- kappa og Egils Skallagrímssonar. mþh Litlu mátti muna að stórslys yrði undir sunnaverðu Akra- fjalli klukkan 19:28 þriðju- daginn 23. júní síðastliðinn þegar strætisvagni var ekið framúr á ólöglegum hraða við vegaskiltið sem stendur ofan við bæinn Gerði. Atvik- ið náðist á mynd og var birt á samfélagsmiðlinum Facebo- ok. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla athygli og viðbrögð. Flosi Pálsson sem býr á Akranesi var nýkominn úr Hvalfjarðargöngum þegar strætisvagni var ekið framúr hon- um á miklum hraða. „Hann tók framúr mér þar sem ég ók á lögleg- um hraða. Mér blöskraði hreinlega hvað hann ók hratt með fullan bíl af farþegum, bæði börn og fullorðna. Þá gaf ég í á eftir honum til að sjá á hvaða hraða hann var að keyra. Ég hélt að svona bílar kæmust ekki hraðar en í 90 kílómetra á klukku- stund. Með því að gera þetta sá ég fljótt að hann var verulega yfir lög- legum hámarkshraða. Sími var tek- inn upp í bílnum hjá mér og film- að á hvaða hraða strætisvagninn ók. Eins og sjá má ók hann á minnst 105 kílómetra hraða á klukkustund. Svo reyndi hann skyndilega fram- úrakstur eins og sjá má á mynd- bandinu og þá lá nærri við árekstri. Fólksbíll sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að snarhægja á sér og beygja út á malarplan sem þarna er og jepplingur sem var á undan mér bremsaði og fór út í kant og hleypti þannig strætisvagninum framfyrir sig áður en illa fór. Ég vil þó taka fram að þótt þetta myndband hafi náðst þá er eflaust um undantekn- ingartilvik að ræða. Strætóbílstjór- ar sýna ekki svona aksturslag og þetta er örugglega undan- tekning frekar en regla. Við megum ekki dæma alla stétt- ina út frá þessu tilviki þó það hafi vissulega verið alvar- legt,“ segir Flosi í samtali við Skessuhorn. Bílstjóri kallaður á teppið Flosi birti myndbandið á Fa- cebook-síðu sinni. Skessu- horn fékk leyfi hans til að birta það með frétt á vef blaðsins. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla athygli. Í heildina hafa tug- ir þúsunda þegar skoðað það á Fa- cebook-síðu Flosa. Bílstjóri stræt- isvagnsins var kallaður inn á tepp- ið vegna þessa atviks. „Þetta lítur skelfilega út. Þarna var um að ræða bíl sem er í umsjón verktaka hjá okkur. Málið er í ákveðnu ferli hér innan fyrirtækisins,” sagði Jóhann- es Svavar Rúnarsson framkvæmda- stjóri Strætó í samtali við Skessu- horn og bætti við ákveðnum rómi að talað yrði við bílstjórann. mþh Skjáskot úr myndbandi Flosa Pálssonar sem sýnir strætisvagninn á Akrafjallsvegi. Strætisvagn á ólöglegum hraða undir Akrafjalli Lyngbrekka fær nýja klæðningu í sumar Búið er að festa einangrun utan á húsið og það bíður múrklæðningar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.