Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201538 Hvað ætlar þú að gera á helgi Írskra daga? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Elín Birta Kolbeinsdóttir: Fara með litla frænda minn í leiktæki. Sigurþór Guðmundsson: Ég ætla bara að vera heima í sveitinni, á Hóli í Svínadal. Álfheiður Gunnsteinsdóttir: Ég ætla á æskuslóðir í Norður- fjörð á Ströndum. Ólafur Eyberg Guðjónsson: Ég ætla í litboltann ef hann verður. Alexandra Arndísardóttir og Sólon Amír: Fara með Sóloni syni mínum og leyfa honum að leika sér út um allt. Svo á Lopapeysuna. Í síðustu viku lauk sundnámskeiði sem haldið er á vegum Sundfélags Akraness fyrir 1.-4. bekk grunn- skóla og elstu nemendur leikskóla bæjarins. Auk þess að skemmta sér saman í lauginni eru börnun- um kennd undirstöðuatriði sunds- ins. Stundum eru þeim undirstöðu- atriðum fengin skemmtileg dulnefni á námskeiðinu. Þannig syntu krakk- arnir til dæmis Súperman-sund, mörgæsasund og ísbjarnasund. Að sögn aðstandenda var nám- skeiðið vel sótt, venju samkvæmt og mikið fjör hjá krökkunum í lauginni. kgk Kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi hélt hið árlega Opna Helena Rubinstein mót síðastliðinn laugardag. Mótið fór fram í ágæt- is veðri á Garðavelli. Um 70 kon- ur tóku þátt í mótinu og kepptu þar um glæsilega vinninga, snyrtivörur frá Helena Rubinstein. Gríðarleg barátta var um efstu sætin í öllum flokkum en úrslit mótsins urðu eft- irfarandi: Leikforgjöf 0 - 17,9: 1. sæti: Hildur Nielsen GKG, 33 punktar 2. sæti: Anna Snædís Sigmarsdóttir GK, 32 punktar 3. sæti: Helga Þorvaldsdóttir GR, 30 punktar (fleiri punktar en Ingi- björg á seinni 9 holunum) 4. sæti: Ingibjörg Ketilsdóttir GR, 30 punktar Leikforgjöf 18 - 27,9: 1. sæti: Þóra Pétursdóttir GM, 37 punktar 2. sæti: Björg Guðrún Bjarnadóttir GM, 36 punktar 3. sæti: Þóranna Halldórsdóttir GL, 36 punktar (fleiri punktar en hjá Ellu Maríu á seinni 9 holunum) 4. sæti: Ella María Gunnarsdóttir GL, 36 punktar Leikforgjöf 28 - 36: 1. sæti: Kolbrún Haraldsdóttir GVG, 35 punktar 2. sæti: Edda Elíasdóttir GL, 33 punktar (fleiri punktar en hjá Soff- íu á seinni 9 holunum) 3. sæti: Soffía Margrét Pétursdóttir GL, 33 punktar 4. sæti: Brynja Guðmundsdóttir GL, 32 punktar Á mótinu voru veitt vegleg nánd- arverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Nándarverðlaunin fengu þær: 3. braut: Arna Magnúsdóttir GL 1,25 m. 8. braut: Svava Skúladóttir GK 0,39 m. 14. braut: Hildur Magnúsdóttir GL 2,84 m. 18. braut: Ella María Gunnarsdótt- ir GL 2,62 m. Auk þessa fengu fimm heppnar konur veglega vinninga þegar dreg- ið var úr skorkortum. „Kvennanefnd Leynis þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna í mótinu sem og heild- versluninni Terma ehf og Verslun- inni Bjargi á Akranesi fyrir veglegan stuðning við mótið í ár sem og und- anfarin ár. Þá er þeim sem hjálpuðu til við mótshaldið með einum eða öðrum hætti jafnframt færðar bestu þakkir.“ grþ Fyrir nokkru kom það til tals meðal foreldra í Borgarnesi að þörf væri á leiksvæði fyrir börnin í Bjargslandi. Það voru svo þau Birgir Benedikts- son Waage og Valborg Elva Braga- dóttir, átta ára gamlir fótboltaiðk- endur hjá Skallagrími, sem tóku af skarið og gengu í hús í hverfinu og söfnuðu undirskriftum. Börnin fóru ásamt Magnúsi Baldri, bekkjar- bróður sínum, og afhentu Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitastjóra und- irskriftarlistann þar sem þau ósk- uðu eftir leiksvæði, t.d. til að spila fótbolta. Vel var tekið í hugmynd- ina og málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs í október á síðasta ári. Úr varð að sveitafélagið útvegaði þökur og stað fyrir völl og foreldrar tóku síðan að sér vinnuþáttinn. Það var svo í síðustu viku sem Wembley var endurreistur en margir muna eflaust eftir gamla Wembley, en þar spiluðu börn fótbolta á níunda ára- tugnum. Völlurinn er kenndur við þjóðarleikvang Englendinga. Það vantaði ekki samstöðuna í Borgar- nesi því að sögn Huldu Waage voru á bilinu 60-70 manns, auk barna, sem hjálpuðust að við að undir- búa og þökuleggja völlinn sem er 1200 fermetrar. Að verki loknu var þreyttu vinnufólki boðið upp á grillaðar pylsur að launum. arg Líf og fjör á sundnámskeiði Hluti hópsins sem tók þátt í námskeiðinu í ár. Ljósm. Kristinn Gauti. Samúel Örn kafar í gegnum hring á botni laugarinnar. Ljósm. Þór Llorens Þórðarson. Sigurbjörg Helga í kafi. Ljósm. Hildur Karen. Sindri Leó og Christian Darri synda kafsund. Ljósm. Hildur Karen. Margar konur á Helena Rubinstein móti á Akranesi Um sjötíu konur tóku þátt í Helena Rubinstein móti sem haldið var á Garðavelli síðastliðna helgi í góðu veðri. Sjá má fleiri myndir frá mótinu og verðlaunaaf- hendingu á Facebooksíðunni Leynisskvísur. Ljósm. Jensína Valdimarsdóttir. Sjálfboðaliðar að leggja þökur. Völlurinn er sunnan við blokkarbygginguna við Arnarklett. Nýr Wembley í Borgarnesi Valborg Elva og Birgir með skilti sem gert var fyrir völlinn. Valborg Elva Magnús Baldur og Birgir ásamt Kolfinnu Jóhannesdóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.