Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 23
Næstkomandi laugardag verð-
ur haldinn ekta írskur viðburð-
ur á Vitakaffi á Akranesi, í tilefni
af Írskum dögum. Um er að ræða
fyrirlestur sem Sólveig Jónsdóttir
stjórnmálafræðingur ætlar að flytja
um átökin á Norður-Írlandi, sem
stóðu sem hæst frá 1968-1998.
Þá munu félagar úr Þjóðlagasveit
Tónlistarskóla Akraness spila írsk
þjóðlög og baráttusöngva inn á
milli. Að sögn Sólveigar er við-
burðurinn sameiginleg hugmynd
hennar og Bjarna Kristófersson-
ar, eiganda Vitakaffis. „Okkur hef-
ur stundum fundist vanta sterkari
írska tengingu við Írska daga. Við
höfum bæði lengi verið áhugafólk
um írska tónlist og ég lagði meðal
annars áherslu á Írland og Norð-
ur-Írland í meistaranáminu mínu
í þjóðernishyggju og þjóðernisá-
tökum í Edinborgarháskóla. Við
fórum eitthvað að ræða þetta og
þannig kviknaði þessu hugmynd,“
segir Sólveig. „Átökin á Norður -
Írlandi hörðnuðu verulega upp úr
1960 og lauk ekki formlega fyrr en
með samþykkt Stormont-friðar-
samningsins árið 1998. Fólk held-
ur oft að þetta hafi verið trúar-
leg átök, sem þau voru bara að
mjög litlum hluta. Allt hefur þetta
enn áhrif á fólkið og samfélagið á
Norður-Írlandi, þó ekki séu skipu-
lögð samtök eða hópar að berjast.
Það kemur til dæmis enn upp mik-
il spenna og jafnvel átök í kring-
um göngur mótmælenda í gegnum
hverfi kaþólikka í Belfast, Derry
og á fleiri stöðum,“ útskýrir Sól-
veig.
Finnur tengingu
við Írana
Hún tekur fram að hana langi til að
útskýra ástandið á Norður-Írlandi
fyrir Skagamönnum, enda eigi þeir
mikið sameiginlegt með frænd-
um sínum Írum. Sólveig er fædd
og uppalin í Galtarholti í Hval-
fjarðarsveit en ættuð af Akranesi.
„Amma mín, sem var Akurnesing-
ur, var alveg með það á tæru að í
okkur væri áreiðanlega írskt blóð
og hún kynnti mig fyrir írskri tón-
list. Ég finn fyrir mína parta yfir-
leitt meiri tengingu við Íra en fólk
frá Norðurlöndunum og við fögn-
um Írskum dögum út af tengingu
Akraness við Írland,“ segir Sól-
veig. Fyrirlesturinn hefst klukk-
an 17 og verður rúmlega klukku-
stundar langur. Ekkert kostar inn
á viðburðinn og eru allir velkomn-
ir. „Ragnar Skúlason og þrír aðr-
ir félagar úr Þjóðlagasveit Tón-
listarskólans munu svo spila írsk
þjóðlög og baráttusöngva inn á
milli í fyrirlestrinum.“ Sólveig og
Bjarni vonast til að sjá sem flesta
og benda á að tilvalið sé að endur-
nýja kynnin við írsk drykkjarföng
við þetta tækifæri.
grþ
Sannkallaður írskur
viðburður á Vitakaffi
Sólveig Jónsdóttir stjórnmálafræðingur og Bjarni Kristófersson vert á Vitakaffi.
GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI
SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501
Grundarfjarðarbær
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér
auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.
Lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis
Grundararðarbæjar 2003-2015, Hafnarsvæði.
Fyrirhuguð breyting er á Hafnar- og iðnaðarsvæði við
Grundararðarhöfn og á Framnesi. Fyrirhugað er að
minnka hafnarsvæði að norðan og breyta í iðnaðarsvæði
og athafnarsvæði. Einnig er gert ráð fyrir að breyta
iðnaðarsvæði á Framnesi í athafnarsvæði. Götur á fyllingu
við sjó verði einnig lagfærðar til samræmis við staðfest
deiliskipulag af svæðinu.
Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundararðar,
www.grundarordur.is og á skrifstofu skipulags- og
byggingarfulltrúa, Grundargötu 30 á skrifstofutíma frá
10-14 frá 1. júlí til 15. júlí 2015 og eru þeir sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér lýsinguna
og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri,
skriega á Grundararðarbæ, Borgarbraut 16, 350
Grundarörður eða á netfangið bygg@grundarordur.is í
síðasta lagi 15.júlí 2015.
Sigurbjartur Loftsson
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarrði.
Endurauglýsing vegna breytingar á
aðalskipulagi Grundararðar 2003-2015 - Lýsing
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Opið alla helgina
Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is
Góða skemmtun á Írskum dögum!
Mikið magn rauðra háralita fáanlegt
Ekki örvænta
þótt þú sért ekki
rauðhærðasti
Íslendingur í heimi
Afgreiðs
lutímar:
Virka dag
a 9–18
Laugarda
ga 10–14
Sunnudag
a 12–14