Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201514
Mikil tónlistarveisla með sannköll-
uðum sumartónleikum átti sér stað
í Frystiklefanum í Rifi á miðviku-
dagskvöld, sjálft Jónsmessukvöld.
Þar spilaði fyrst hljómsveitin Astron
sem er skipuð ungu fólki frá Snæ-
fellsbæ og stóð sig feikivel í flutningi
sínum á frumsömdu efni eftir söng-
konuna Lenu Huld Örvarsdóttur.
Næst á eftir steig á svið Máni
Orrason sem sendi frá sér sína fyrstu
hljómskífu í vor. Flutningur hans
fékk undirritaðan til að sperra eyr-
un því það var auðheyrt að hér var
kominn hæfileikamaður til framíð-
ar. Plata Mána sem heitir „Repeat-
ing patterns“ er líka mjög sterkur
og sannfærandi gripur. Máni Orra-
son hlýtur að teljast með efnileg-
ustu ungu tónlistarmönnum á Ís-
landi í dag og óvæntur happafeng-
ur að heyra hann fyrsta sinni þetta
kvöld í Frystiklefanum.
Síðast en ekki síst var það svo
stórsveitin AmabaDama sem sendi
frá sér sína fyrstu plötu á síðasta ári.
Hún spilaði seiðandi tóna sína fyr-
ir tónleikagesti sem voru á öllum
aldri. Strákar og stelpur, pabbar og
mömmur, afar og ömmur, skemmtu
sér konunglega á tónleikum sem
voru sannkölluð fjölskylduskemmt-
un. Suðræn reggísveifla Amaba-
Dama sveif yfir björtu Jónsmessu-
kvöldinu undir Jökli og lét engan
ósnortinn nema kannski kríurnar
sem eru önnum kafnar við varp og
útungun.
Allir fóru sáttir og brosandi heim
á miðnætti þar sem Jónsmessusólin
kastaði rauðum kvöldgeislum sínum
á hatt Snæfellsjökuls sem logaði eins
og kyndill. Á Kári Viðarsson Frysti-
klefastjóri og allir aðrir, bæði gestir
og tónlistarfólk, þakkir skildar fyr-
ir sumarkvöld sem gleymist seint.
Vonandi gefur þetta fyrirheit um ár-
lega Jónsmessutónleika í Frystiklef-
anum. Þetta var gaman.
Magnús Þór Hafsteinsson
Samkvæmt heimildum Skessuhorns
er viðhaldi á sauðfjárvarnalínu í Döl-
um mjög ábótavant. Línan sem um
ræðir er svokölluð Hvammsfjarð-
arlína, sóttvarnagirðing sem ligg-
ur milli Haukadals og Laxárdals
skiptir Dölunum í norður- og suð-
urhólf. Sóttvarnagirðingin er í um-
sjón Matvælastofnunar en að sögn
heimildamanns Skessuhorns hefur
viðhaldi á henni ekki verið sinnt í
ár og stendur ekki til að gera það.
En þrátt fyrir að stofnunin hygg-
ist ekki sinna viðhaldi á sóttvarna-
girðingunum hafa bændur á svæð-
inu fengið þau skilaboð að fé sem
fer á milli hólfa verði fellt eins og
gert er ráð fyrir í lögum.
„Við höfum fengið ábendingar
um þetta. Sveitarstjórn hefur álykt-
að um það mál og sent Matvæla-
stofnun fyrirspurn um málið. Enn
höfum við engin viðbrögð fengið
við þeirri fyrirspurn,“ sagði Sveinn
Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar
í samtali við Skessuhorn. „Þetta er
mikið áhyggjuefni. Dalahólfið hef-
ur verið talið frekar hreint af sauð-
fjársjúkdómum og þess vegna þyk-
ir mönnum ábyrgðarlaust að halda
sóttvarnargirðingum ekki við,“ bæt-
ir hann við. Bændur á svæðinu hafa
farið með girðingunni og kannað
ástand hennar. „Þeir sem eru búnir
að kíkja á girðinguna núna segja að
það vanti töluvert upp á en þó ekki
þannig að það eigi að vera dýrt að
laga hana. En hún er alls ekki fjár-
held eins og er,“ segir Sveinn.
Gæti reynst
dýr sparnaður
„Einhver sjúkdómur, að því er sumir
telja og sem menn kunna ekki skýr-
ingar á, herjar nú á sauðfé. Ef eft-
irlitsstofnunin sem á að sinna þessu
öllu saman ætlar ekki einu sinni
að halda girðingunum við þá velt-
ir maður fyrir sér tilganginum með
lögunum,“ bætir hann við.
Lögum samkvæmt á að fella allt
það fé sem gerist línubrjótar, þ.e. fer
á milli sóttvarnahólfa og Matvæla-
stofnun ber að bæta bændum fyr-
ir það fé sem fellt er. „Það er ekki
stórmál fyrir nokkurn á meðan um
er að ræða eina eða tvær rollur á
ári. En það er margt sauðfé í Lax-
árdal, það vita allir og á meðan girð-
ingin er opin erum við kannski að
tala um tugi fjár þá fer þetta að vera
mikið fyrir hvern bónda. Utan þess
gætu bæturnar sem Matvælastofnun
þyrfti að greiða bændum á endanum
numið meiru en kostnaðinum við
viðhald girðinganna. Það sjá allir að
þetta er alveg galið,“ segir Sveinn.
Enginn peningur til
frekara viðhalds
Að sögn Bjarka R. Kristjánssonar,
forstöðumanns rekstrar- og mann-
auðssviðs Matvælastofnunar, er
viðhaldi sinnt á Hvammsfjarðar-
línunni á um 15km kafla þar sem
hún gengur niður í Hvammsfjörð
í suðri og Hrútafjörð í norðri.
„Þar á milli, á Hvammsfjarðarlín-
unni sjálfri, er ekki fjármagn til að
ganga frá girðingum. Fáist hins
vegar viðbótarfjármagn þá er við-
hald á þeirri girðingu næst á dag-
skrá,“ segir Bjarki. „Yfirdýralækn-
ir var settur í þá erfiðu aðstöðu að
meta hvar þyrfti að vernda og for-
gangsraðaði línum og hólfum,“
segir Bjarki. Þeim peningum sem
stofnuninni voru úthlutaðir til við-
halds sóttvarnagirðinga var svo
ráðstafað í samræmi við það. „Af
þeim standa þrjár línur út af sem
við hefðum viljað fá inn: Hvamms-
fjarðarlína, Tvídægrulína og Kjal-
arlína. En ég er vongóður um að
það náist á næsta ári. Það er í skoð-
un með aukin fjárframlög á næsta
ári en þó er ekkert fast í hendi,“
segir Bjarki.
Á endanum greiðir
ríkissjóður
Lélegt viðhald girðinga getur
haft í för með sér aukinn kostnað,
ekki aðeins vegna línubrjóta held-
ur vegna aukins viðhaldskostnað-
ar þegar fram í sækir. Það er dýrara
að gera við girðingar sem illa hefur
verið haldið við en aðrar. „Við höf-
um bent á þetta og þetta vita þeir
í ráðuneytinu. Þar starfa reynslu-
miklir menn sem gjörþekkja þessa
hluti en það er eins og með allt ann-
að þar sem vantar fjármagn. Menn
vita að það skaðar að geta ekki varið
peningum í það en samt sem áður
næst oft ekki að tryggja fjármagn,“
segir Bjarki.
Varðandi bætur sem greiða þarf
bændum vegna fjár sem þarf að fella
í kjölfar þess að það fer milli sótt-
varnahólfa segir Bjarki að þær séu
greiddar úr ráðuneytinu, þar séu
þær sérstakur útgjaldaliður. Bóta-
greiðslur vegna línubrjóta koma
því ekki beint niður á fjárhag Mat-
vælastofnunar. Bjarki tekur þó skýrt
fram að þrátt fyrir að stofnunin sjálf
beri ekki beinan kostnað af bóta-
greiðslum valdi það engu sinnu-
eða aðgerðarleysi af hálfu stofnun-
arinnar, þar á bæ sé málið litið al-
varlegum augum. „Línubrjótar eru
engum til góðs. Á endanum bitnar
þetta á ríkissjóði,“ segir hann.
kgk
Sóttvarnalína í Dölum ekki fjárheld og fé kemst milli varnarhólfa
Fjárrekstur í Borgarfirði. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Ljósm. mm.
AmabaDama afhrímaði Frystiklefann
Hljómsveitin Astron frá Snæfellsbæ er skipuð ungu tónlistarfólki þar og flytur frum-
samið efni eftir söngkonuna Lenu Huld Örvarsdóttur.
Máni Orrason sýndi með flutningi sínum í Frystiklefanum að þar
fer framtíðarmaður í íslenskri tónlist.
Stjörnur kvöldsins voru AmabaDama með reggítónlist sem smellpassar við
sumarið.
Söngkonur AmabaDama þær Steinunn Jóns og
Salka Sól fóru báðar á kostum.
Aðdáendur voru á ýmsum aldri og sumir tryggðu það að þeir misstu
ekki af neinu og héldu sig dansandi við sviðið með myndavélasímana
sína á lofti.
Salka Sól söngkona AmabaDama syngur af inn-
lifun. Hún verður á Lopapeysunni á Írskum dögum
á Akranesi um næstu helgi.