Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201524
Fyrsti viðburður Írskra daga í ár
verður næstkomandi fimmtudags-
kvöld þegar Norðurál býður upp á
„Litlu lopapeysuna“ á hafnarsvæð-
inu þar sem ungt fólk af Akranesi
flytur tónlist ásamt stórhljómsveit
undir stjórn Birgis Þórissonar. Ein
þeirra sem þar mun koma fram er
Skagamærin og söngkonan Mar-
grét Saga Gunnarsdóttir. Margrét
Saga tók þátt í hæfileikakeppn-
inni Ísland got talent, sem sýnd var
á Stöð 2 fyrr á árinu og náði þar
góðum árangri. Hún var fyrst efins
með að taka þátt í keppninni en lét
slag standa. „Ég sendi myndband-
ið inn klukkutíma áður en frestur-
inn rann út. Svo var valið úr þess-
um forprufum og þeir sem kom-
ust áfram fóru í áheyrnarpróf,“
segir Margrét Saga í samtali við
Skessuhorn. Flutningur Margrétar
í keppninni heillaði dómarana upp
úr skónum og líkt og kunnugt er
ýtti Selma Björnsdóttir á gull-
hnappinn þegar flutningnum lauk.
Margrét Saga varð því ein af fjór-
um þátttakendum sem komst beint
í undanúrslit keppninnar.
Í fyrsta sinn
í fullri lengd
Í undanúrslitunum, sem sýnd voru
í beinni útsendingu, söng Margrét
Saga frumsamið lag. „Ég var með
tvö lög en ákvað svo að taka frum-
samið lag. Mér fannst það ákveðið
skref. Fólk kannast þá ekki við lag-
ið þegar það heyrir það og það nær
öðruvísi til áheyrenda. Ég er rosa-
lega ánægð með að hafa tekið þessa
ákvörðun og flutt mitt eigið lag,“
segir Margrét Saga. Lagið heitir
„Price of love“ og hefur Margrét
nú hljóðritað það og mun flytja á
Litlu lopapeysunni. „Ég tók lagið
upp hjá Vigni Snæ og nú er mark-
miðið að koma því í spilun. Við
tókum upp tónlistarmyndband fyrr
í vikunni, sem var tekið upp í Skóg-
ræktinni og Sementsverksmiðjunni
hér á Akranesi. Stefnan er að lag-
ið verði komið út í kringum Írska
daga, það er markmiðið.“
Á opnunarhátíðinni mun Mar-
grét Saga frumflytja lagið í fullri
lengd. „Þegar ég söng það í keppn-
inni mátti það ekki vera lengra en
2,5 mínútur. En lagið er 3,5 mín-
útur í fullri lengd og er því töluvert
öðruvísi en það var í sjónvarpinu.“
Margrét hefur sungið frá barns-
aldri og leikið á gítar í tvö ár. Hún
byrjaði að semja sín eigin lög þrett-
án ára gömul. „En þetta er fyrsta
lagið sem ég fullklára. Ég tek lög-
in mín upp á símann og skrifa grip-
in og textann niður. Sum á ég en
ég er kannski ekki nógu dugleg að
leyfa þeim að heyrast.“ Litla lopa-
peysan hefst klukkan 19 á fimmtu-
dagskvöldið við höfnina og stend-
ur til klukkan 21. „Ég vil bara nýta
tækifærið og hvetja fólk til að mæta
og hlusta,“ segir Margrét Saga að
endingu.
grþ
Sólveig Rún Samúelsdóttir frá
Akranesi er í hópi 27 afburða-
nema sem fengu styrk úr Afreks-
og hvatningarsjóði Háskóla Íslands
að þessu sinni. Allt eru þetta nem-
ar sem hafa innritað sig til náms við
háskólann í haust. Þetta er í áttunda
sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðn-
um en markmið hans er að styrkja
efnilega nýnema til náms við HÍ.
Hver styrkur er 300 þúsund krónur
auk þess sem nemarnir þurfa ekki
að greiða 75 þúsund króna skrán-
ingargjald við skólann.
Sólveig Rún brautskráðist af
náttúrufræðibraut Fjölbrauta-
skóla Vesturlands haustið 2013
og þá með hæstu einkunn þeirra
sem útskrifuðust þá. Síðan hún
lauk námi þar hefur hún starf-
að í kerskála hjá Norðurál auk
þess sem hún sinnti um um tíma
starfi sem sjálfboðaliði í Afríku.
Sólveig hyggst leggja stund á
læknisfræðinám við Háskóla Ís-
lands.
mþh
Einstaklingar sem sækja Vinahúsið,
athvarfshús Rauða krossins í Grund-
arfirði, fóru nýlega í heimsókn í at-
hvarfshúsið HVER á Akranesi. „Við
fengum höfðinglegar móttökur. Það
var boðið upp á ljúffenga súpu og
okkur sýnt fallegt og rúmgott hús-
næðið sem er á þriðju hæð í gamla
Landsbankahúsinu við Akratorg á
Akranesi. Þar fengum við að skoða
margt fallegt handverk sem þar er
unnið. Við fengum einnig að skoða
FABLAB-aðstöðuna sem Hver hef-
ur aðgang að. Thelma Hrund Sig-
urbjörnsdóttir var ekki lengi að
renna límmiðalengju á Vinahúsið í
gegnum einn prentarann þar. Síð-
an kíktum við inn í nytjamarkaðinn
Búkollu þar sem við fundum ýmsar
gersemar með sál. Við vorum sam-
mála um að við værum bæði ánægð,
sátt og þakklát með þessa heimsókn
okkar í HVER og á Akranes,“ segir
Sverrir Karlsson fréttaritari Skessu-
horns í Grundarfirði sem var með í
för. mþh
Aftari röð frá vinstri: Kristján Bjarnason, Þórey Guðlaugsdóttir, Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir, Steinunn Hansdóttir, Sunn-
eva Gissurardóttir. Fremri röð frá vinstri: Helga Elísdóttir, Guðmunda Hjartardóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Sverri
Karlsson vantar á myndina því hann var ljósmyndarinn. Ljósm. sk.
Vinahúsið í Grundarfirði
heimsótti HVER á Akranesi
Thelma Hrund prentar límmiða.
Sólveig Rún Samúelsdóttir eftir að
styrkurinn var afhentur á Háskólatorgi
á miðvikudag í síðustu viku.
Ung Skagakona hlýtur
afreksnemastyrk frá Háskóla Íslands
Margrét Saga Gunnarsdóttir er 21 árs söngkona frá Akranesi sem gefur nú út sitt
fyrsta lag.
Margrét Saga gefur
út frumsamið lag
Opnunartímar yfir Írska daga
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Jaðarsbakkalaug
Alla virka daga frá kl. 6:15-21:00
Um helgar frá kl. 09:00-18:00
Bókasafn Akraness
Alla virka daga frá kl. 10:00-18:00
Safnasvæðið í Görðum
Alla daga frá kl. 10:00-17:00
Upplýsingamiðstöð ferðamanna
Alla daga frá kl. 10:00-16:00
Akranesviti
Alla daga frá kl. 10:00-16:00
REGLUR Á TJALDSVÆÐINU Í KALMANSVÍK Á AKRANESI Á ÍRSKUM DÖGUM
Tjaldsvæðið í Kalmansvík er fjölskyldutjaldsvæði á Írskum dögum. Þetta þýðir að öllum unglingum og ungu
fólki yngra en 23 ára verður vísað frá tjaldsvæðinu, nema um sé að ræða fjölskyldufólk, þ.e. foreldra með börn
sín.
Sérstök verðskrá gildir á tjaldsvæðinu í Kalmansvík á Írskum dögum. Allir gestir 14 ára og eldri greiða 2.500
kr. fyrir alla helgina, einnig greiðast 2.500 kr. fyrir hvern gististað; tjald, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl. Innifalið í
gjaldinu er aðgangur að allri aðstöðu og þjónustu á svæðinu, m.a. þvottavél, þurrkara, sturtum og rafmagni.
Hver gestur fær armband til auðkennis sem gildir sem aðgangur að tjaldsvæðinu þessa helgi. Vinsamlegast
athugið að Útilegukortið gildir ekki á tjaldsvæðinu í Kalmansvík þessa helgi. Sturtuaðstaða og þvottahús er
opin frá kl 07:00-22:00.
Gestir á tjaldsvæðinu eru vinsamlegast beðnir að virða almennar umgengisreglur. Athugið að brot á reglunum
varða brottvísun af tjaldsvæðinu.
Bifreiðastöður eru bannaðar á tjaldsvæðinu, vinsamlegast leggið bílum á bílastæðum. Öll óþarfa 1.
umferð um tjaldsvæðið skapar hættu og er bönnuð. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði og börn að leik milli
tjalda/húsa og á götum svæðisins.
Undantekningarlaust á að vera komin á næturró kl. 23:00 á kvöldin.2.
Verði gæsluaðilar varir við unglingadrykkju á svæðinu verður málið umsvifalaust kært til lögreglu. 3.
Hið sama gildir að sjálfsögðu ef grunur er um fíkniefnaneyslu á svæðinu.
Allar skemmdir sem gestir vinna á aðstöðu tjaldsvæðisins eða eignum 4.
annarra verða kærðar til lögreglu.
Góða skemmtun á Írskum dögum!
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5