Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 01.07.2015, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 201518 Í ár höldum við bæjarhátíðina Írska daga hér á Akranesi í sextánda sinn. Það er alltaf tilhlökkunarefni að sjá litina í írska þjóðfánanum birt- ast í skreytingum íbúa og fyrirtækja, appelsínugulan, grænan og hvítan. Og það eru ekki bara litirnir sem munu minna á Írland á hátíðinni heldur verður írsk matargerð kynnt, veitingahúsin bjóða upp á írska stemningu, tónleikar verða haldn- ir með írsku ívafi og við fáum fyrir- lestur um þróun mála á Norður-Ír- landi. Og að sjálfsögðu verður rauð- hærðasti Íslendingurinn valinn. Dagskráin er öll hin glæsilegasta og fjölmargt í boði fyrir alla aldurs- hópa. Við verðum með hátíðina á nokkrum stöðum í bænum en flest- ir tónleikar verða haldnir á hafnar- svæðinu. Setning Írskra daga fer þar fram á fimmtudag og í beinu fram- haldi verða haldnir tónleikar fyrir yngstu kynslóðina ,,Litla lopapeys- an.“ Föstudagstónleikarnir verða á hafnarsvæðinu og Lopapeysan er á sínum hefðbundna stað, í gulu skemmunni. Á laugardag verður skemmtidagskrá á Akratorgi og á sunnudag verður fjölskyldudagskrá í Garðalundi. Ég vil fyrir hönd Akraneskaup- staðar þakka öllum sem komu að undirbúningi Írskra daga í ár. Starfs- fólki Akraneskaupstaðar undir for- ystu Hallgríms Ólafssonar verkefn- isstjóra, þeim fjölmörgu listamönn- um sem koma fram og fyrirtækj- um sem ýmist verða með dagskrár- atriði eða styrkja hátíðina með öðr- um hætti. Góða skemmtun kæru Skaga- menn, verum góð hvert við annað og göngum vel um bæinn okkar. Hátíðarkveðjur, Regína Kæru bæjarbúar! Björn Lúðvíksson listamaður, ljós- myndari og lífskúnstner hefur tekið upp á því að mála þjóðfána á steina og raða á grjótgarðinn við Akranes- vita. Þetta framtak hefur vakið mikla lukku hjá ferðamönnum sem hafa, að sögn Björns, verið duglegir að láta mynda sig með steinana, jafn- vel með vitann í bakgrunni. Björn byrjaði á því að mála íslenska þjóð- fánann en þegar hann sá hvað þetta vakti mikla lukku hjá ferðamönnum ákvað hann að bæta við fleiri fánum. Hann Byrjaði á því að mála fána Norðurlandanna en svo hafa fleiri bæst í hópinn. „Hugmyndin var að gera eitthvað skemmtilegt fyrir ferðamenn og á sama tíma að koma Akranesi á kortið, ferðamennirnir taka gjarnan myndir af fánunum og deila á vefnum og merkja Akranes á myndina,“ sagði Björn um þessa hugmynd sína. Hann myndi gjarn- an vilja að Skagamenn væru dug- legir við að mála eitthvað fallegt á steina og setja út fyrir garðinn sinn eða dyrnar hjá sér, það myndi svo vekja athygli ferðamanna sem væru duglegir að taka myndir af stein- unum og deila á vefnum sem væri mjög gott fyrir bæinn. arg Málar steina í fánalitunum Björn Lúðvíksson með hluta steinanna sem hann er búinn að mála. „Það er auðvitað margt sem þarf að huga að. Allt frá stórum listamönn- um niður í ferðaklósett. En undir- búningurinn hefur gengið mjög vel,“ sagði Hallgrímur Ólafsson, verkefnisstjóri Írskra daga, þegar blaðamaður Skessuhorns spjallaði við hann fyrr í vikunni. Írskir dag- ar fara fram dagana 2.-5. júlí næst- komandi en aðeins fimm vikur eru síðan Hallgrímur tók við starfinu. „Þetta er mjög knappur tími en sem betur fer er bærinn með frá- bært starfsfólk sem veit svörin við ýmsum spurningum og getur leyst hin ýmsu vandamál,“ segir hann. Til að vekja athygli á hátíðinni hefur meðal annars verið komið á samstarfi við Ríkisútvarpið. Kvöld- fréttir á fimmtudag verða lesnar í beinni útsendingu frá Akranesi og Sumarfréttir, nýr þáttur söngkon- unnar Sölku Sólar og Hraðfrétta- drengjanna Benedikts Valssonar og Fannars Sveinssonar verður sendur út frá opnunarhátíðinni eftir frétt- ir. Á laugardaginn verður útvarps- þátturinn Svart og sykurlaust í um- sjón Sólmundar Hólm í beinni út- sendingu frá hátíðinni. Virkja kraft unga fólksins Dagskrá hátíðarinnar verður að sögn Hallgríms nokkuð hefðbund- in í sniðum en þó með nokkrum áherslubreytingum og nýjungum. „Mig langaði að gera aðeins meira úr opnunarhátíðinni. Hún hefur fengið nafnið „Litla lopapeysan“ og verður aðeins stærri í sniðum en verið hefur og var því flutt niður á höfn,“ segir hann. „Við ætlum að leggja áherslu á að virkja allt það góða fólk sem við eigum hér í bæn- um, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Við eigum nefnilega svo mikið af frambærilegu fólki og þá sérstak- lega tónlistarfólki,“ segir Hall- grímur. „Ég hef undanfarin þrjú ár unnið með nemendum úr fjöl- brautaskólanum. Í því starfi mínu hef ég kynnst svo mörgum hæfi- leikaríkum krökkum og ég er nátt- úrulega að nýta mér það sem ég hef séð í því starfi mínu. Ég vonast til að þetta geti orðið smá stökk- pallur fyrir þá,“ bætir hann við. Á Litlu Lopapeysunni verða meðal annars sýnd atriði úr Grease, sem settur var upp í Fjölbrautaskóla Vesturlands í vor og söngleikn- um Úlfur Úlfur, sem Grundaskóli setti upp. Auk þess kemur Margrét Saga Gunnarsdóttir fram, en hún sló í gegn í síðustu þáttaröð Ísland Got Talent sem sýnd var í vetur og enn eru fjölmargir skemmtikraftar ótaldir. Rætt er við Margréti Sögu á öðrum stað í blaðinu í dag. Keppt um írskasta hreiminn Slegið verður upp götumarkaði í miðbænum, í gamla Lansdbanka- húsinu, á laugardeginum og Akra- torg mun iða af lífi alla helgina. Sandkastalakeppnin og dorgveiðin verður á sínum stað eins og undan- farin ár. Karnival-stemning verð- ur á Merkurtúni með leiktækjum fyrir börnin. Meðal nýjunga má til dæmis nefna keppnina um írskasta húsið, þar sem bæjarbúar keppa um best skreytta húsið. Einnig má nefna keppnina um írskasta hreim- inn, sem haldin verður á Vitakaffi á föstudagskvöldið. „Hver keppandi þarf að fara með setningu á ensku með írskum hreim og svo aftur á íslensku, sömu setninguna. Þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Hallgrímur léttur í bragði. „En að- aláherslan er eftir sem áður lögð á fjölskylduvæna dagskrá. Þetta á að vera þannig að allir viðburðir séu fjölskylduvænir og að fjölskyldan geti gert allt saman,“ bætir hann við. Eins og undanfarin ár verð- ur brekkusöngur við þyrlupall- inn á laugardagskvöldið áður en bæjarbúar halda á ball og dansa út í nóttina á Lopapeysunni niðri við höfn. Dagskránni lýkur svo á sunnudaginn með fjölskyldu- skemmtun í Garðalundi. „Að lokum hvet ég Skaga- menn til þess að taka vel á móti gestum hátíðarinnar og þakka í leiðinni fyrir mig,“ segir Hall- grímur. kgk Listamenn úr heimabyggð verða áberandi á Írskum dögum Hallgrímur Ólafsson, verkefnisstjóri Írskra daga. U17 ára landslið kvenna mætti Englendingum í úrslitakeppni Evrópumóts U17 ára liða í blíð- unni á Akranesvelli á fimmtu- daginn. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og fengu íslensku stúlkurnar tvö ákjósanleg mark- tækifæri sem ekki tókst að nýta. Þær ensku komust hins vegar yfir á 28. mínútu og leiddu með einu marki gegn engu þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleik- ur var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Englendingar skor- uðu sitt annað mark og hertu tök sín á leiknum. Íslensku stúlkurnar gáfust hins vegar ekki upp. Á 66. mínútu minnkaði fyrirliðinn Am- anda Mist Pálsdóttir muninn með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu, efst upp í markhornið. Íslenska liðinu tókst ekki að jafna leikinn en þær ensku bættu aftur á móti við þriðja marki sínu eftir horn- spyrnu á 76. mínútu. Lokatölur á Akranesvelli 1-3, Englendingum í vil. Var þetta annað tap Íslands í mótinu og ljóst að liðið kemst ekki í undanúrslit í þetta skipt- ið. Næst mætir liðið Spánverjum á Kópavogsvelli sunnudaginn 28. júní. kgk/ Ljósm. kfia.is. Tap gegn Englendingum á Akranesvelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.