Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201530
Halleljúja. Heims um ból - hér er allt í þessu fína!
Vísnahorn
Mér er ekki alltaf fullljóst
hvað lesendahópur minn
er stór eða hvað margir
hafa raunverulega gam-
an af vísum. Menn hafa líka gaman af vísum
á aðeins mismunandi hátt og eru raunar mis-
næmir á blæbrigði stökunnar. Vonandi heldur
samt vísan velli eitthvað enn um sinn og um
hana kvað Aðalsteinn Ólafsson:
Vekur fjör í hreysi og höll
hnittin liðug baga.
Hverfi hún er orðin öll
Íslendingasaga.
Kristján Samsonarson kvað einnig um þau
menningarverðmæti að rifja upp gamlar vís-
ur:
Önnur tök þótt tæli menn.
Tapist rök úr geði.
Gamlar stökur eru enn
ýmsum vökugleði.
Og Björn S Blöndal um þá hlið málsins sem
snýr að samsetningunni:
Veitir yndi, elur frið,
örvar lyndið veika,
rétt hugmynd er reyrist við
rímsins yndisleika.
Ágúst Sigfússon hét maður og nefndur Villu
Gústi vegna mjög erfiðrar villu sem hann
lenti í á unglingsaldri og var raunar ótrúlegt
að hann skyldi sleppa lifandi úr þeim hremm-
ingum. Eftir hann er þessi um þá greinina
þegar menn hittast og raula saman nokkrar
stökur á góðri stund:
Nú skal ferðast náms um jörð.
Nú sko sérðu geðið.
Nú skal herða náragjörð.
Nú skal verða kveðið.
Við líkar aðstæður gæti hafa orðið til vísa
Hallgríms frá Ljárskógum:
Syngjum kátir, kveðum óð,
köstum gráti og trega.
Fyllum hlátri hjartans sjóð
hlýtt og mátulega.
Það getur líka verið gott að ylja sér við stök-
una á leiðindadögum vetrarins enda sagði
Hjörleifur Kristinsson:
Þegar byljir bresta á
er best að allir megi
leika sér að ljósmynd frá
liðnum sumardegi.
Það hefur væntanlega vorað vel þegar Anton-
íus Sigurðsson kvað:
Vorið ríður hlýtt í hlað
hrekur kvíðann stranga.
Leggur blíðu alltaf að
undir hlíðarvangann.
Oft fer það svo að þegar menn eldast fara þeir
að hugsa meira til bernskuáranna og eitthvað
hefur Aðalsteini Ólafssyni orðið hugsað til
æskustöðvanna þegar hann kvað:
Þar sem dreymdi list og ljóð
lítinn dreng á vorin
grasið vex um græna slóð,
grefur bernskusporin.
Annar tónn er í vísu Benedikts í Sandfells-
haga:
Oft mig sárar þrautir þjá
þegar gleðin dvínar.
Mér til angurs eru þá
yfirsjónir mínar.
Nafni hans Valdemarsson hafði hinsvegar
þessa sýn á málið:
Þegar gróa gömul mein
og gleymast mannsins brestir.
Fljúga láta grein af grein
gleði minnar þrestir.
Það er nú svosem margt og misjafnt sem getur
orðið okkur til gleði nú eða ógleði ef svo verk-
ast. Stundum er þörf á einhverjum gleðiauka
til að bæta ógleðina ef svo stendur á. Ýms-
um hefur þótt veðrið í sumar einhvern veginn
öðru vísi en þeir óskuðu sér. Óttar Einarsson
orti í leiðindaverði á Kili:
Þegar maður keyrir Kjöl
í kuldablota.
Þarf að hafa áfengt öl
-og ögn af skota.
Það er sameiginlegt með stjórnmálamönn-
um hvaða flokki sem þeir tilheyra að þeir eru
nokkuð ánægðir með stefnu síns flokks og
telja hann hafa áorkað miklu en hefðu þó get-
að gert miklu meir ef hinir væru ekki alltaf að
þvælast fyrir. Eitt sinn eftir að Davíð Odds-
son, þáverandi forsætisráðherra hafði flutt
stefnuræðu sína orti Sigurður Ó Pálsson:
Með helgisvip hann steig í stól,
stefnuræðu flutti sína.
Halleljúja. Heims um ból,
-hér er allt í þessu fína.
Það er nú samt ekkert allt í þessu fína hjá
þeim sem gerast gamlaðir og gigtveikir jafn-
vel þó þeir reyni að bera sig vel. Um gigtina
orti Þórarinn Sveinsson frá Kílakoti:
Vegur nauða víða liggur
víða er nástætt böl.
Þar sem mætast mjöðm og hryggur
mér er búin kvöl.
Haustið nálgast okkur nú óðfluga hvort sem
okkur líkar það betur eða verr. Reyndar hefur
það alltaf lag á að koma okkur á óvart eins og
veturinn og vorverkin og sumarið og nefndu
það bara. Sólveig Stefánsdóttir orti á ung-
lingsaldri:
Hún er farin að fjúka
fífan um mýrasvið.
Senn mun sumrinu ljúka
og svalara taka við.
Og eitthvað er haustlegur tónn í þessari vísu
eftir Björn S. Blöndal:
Fer að mæði, finn ég það,
fátt um gæði í veri.
Hrollur læðist limum að
lífs á flæðiskeri.
Og líkur er tónninn hjá Birni Guðmundssyni
frá Bæ á Selströnd:
Tönnin nagar, tungan hjalar,
treinist vandinn, fergir rós.
Fönnin bagar, gungan galar.
Greinir andinn hvergi ljós.
Að lokum langar mig að spyrja lesendur mína
hvort einhver viti um höfund að þessari haust-
vísu og þá að stinga þeim fróðleik að mér ann-
að hvort í síma eða tölvupósti eða bara á feis-
búkkinni:
Endar sumars óskabyr
andblær sefi ruggar.
Knýja hægt á haustsins dyr
húmsins þvölu skuggar.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Farsæll SH 30 kom til heimahafn-
ar í Grundarfirði á dögunum og
skartaði þá nýjum lit. Báturinn hef-
ur verið ljósgrænn síðustu árin. Nú
skartar hann blágrænum lit í stíl
við aðra báta í eigu FISK Seafood.
Þetta eru talsverð viðbrigði frá því
sem áður var en skipverjarnir létu
það ekki á sig fá enda niðursokkn-
ir í að gera klárt fyrir fyrsta veiðitúr
eftir slipp.
tfk
Á tiltölulega skömmum tíma hafa
Kínverjar byggt upp risavaxinn ál-
iðnað þar í landi. Í Kína er nú fram-
leitt meira en helmingur af öllu áli í
heiminum og fer það hlut-
fall vaxandi. Þetta hefur
leitt til lokunar álvera. Af-
koma í áliðnaði sveiflast eft-
ir því hvernig framboð og
eftirspurn er hverju sinni.
Nú er aftur á móti komið
upp það óvenjulega ástand
að viðvarandi offramboð er
til staðar. Þess vegna hefur
þrengt að hagnaði i áliðn-
aðinum og áhættan aukist.
Kínverjar bjóða nú ál til
sölu utan Kína á verði sem
er jafnvel umtalsvert lægra
en vestræni áliðnaðurinn
getur boðið. Mike Bless,
forstjóri Century Alumin-
um móðurfélags Norðuráls
á Grundartanga, var nýver-
ið á ferð hér á landi. Hann segir að
vegna aðstæðna á markaði og lágs
álverðs á heimsmarkaði sé nauð-
synlegt að grípa til aðhalds í rekstri
fyrirtækisins og muni áhrifa þess
gæta á næstunni.
Flutt út í bága við
kínversk lög
Í bréfi sem Mike Bless sendi starfs-
mönnum Norðuráls í kjölfar heim-
sóknarinnar, og Skessuhorn hefur
undir höndum, segir hann að það
þurfi vart að taka fram að ytri að-
stæður í áliðnaði séu erfiðar um
þessari mundir. Bless segir ástæða
fyrir hverri uppsveiflu og niður-
sveiflu í álverði ýmist vera raun-
verulega eða ímyndaða. Að þessu
sinni eru það áhyggjur af því að
Kína muni stórauka útflutning á
hrááli, í ýmsum útfærslum, inn
á markaði þar sem umframeftir-
spurn er eftir málminum nú þegar,
m.a. til Bandaríkjanna og Evrópu.
Hann segir að aukin trú og vís-
bendingar séu um það meðal að-
ila á markaði að umtalsvert magn
af áli sé flutt út í bága við kínversk
lög og reglugerðir, sem og alþjóð-
lega viðskiptastaðla. „Þá eru vax-
andi grunsemdir um bein svik.
Það er erfitt að greina hismið frá
kjarnanum en við teljum rökrétt
að álykta að höfð séu áhrif á mark-
aði með óréttmætum og að öllum
líkindum ólöglegum aðgerðum,“
skrifar Mike Bless til starfsmanna
Norðuráls.
Í bréfi sínu til starfsmanna seg-
ir forstjórinn að Century muni
ekki standa hjá og láta
slíka hegðun óátalda. „Við
vinnum ötullega að því
með kollegum okkar í iðn-
aðinum að uppfræða rík-
isstjórnir í Evrópu og
Bandaríkjunum. Það er
skylda þeirra að tryggja
sanngjarna viðskiptahætti
og eðlilega virkni mark-
aða. Þá vinnum við náið
með þingnefndum í þeim
fylkjum í Bandaríkjunum
þar sem við störfum. Að
okkur mati er mikilvægt að
bregðast við gagnvart þeim
sem grípa til óviðeigandi
viðskiptahátta.“
Allt gert til að
tryggja hagkvæmni
Mike Bless segir að skoðuð hafi
verið þau svið fyrirtækisins sem
hægt er að hafa bein áhrif á. „Sú
skoðun hefur leitt til niðurstöðu
sem kallar á nauðsynlegar en erf-
iðar aðgerðir. Við verðum að gera
það sem við getum, hversu erfitt
sem það reynist, til að tryggja hag-
kvæmni fyrirtækja okkar á þessu
krefjandi tímabili og koma sterk
og kraftmikil fram að því loknu.
Velgengni fyrirtækja okkar til að
dafna til lengri tíma er algert for-
gangsatriði,“ sagði Mike Bless.
mm
Farsæll skartar nú litum
Fisk Seafood
Á grafinu má sjá þróun heimsmarkaðsverðs á áli frá
ársbyrjun 2010 til 19. ágúst. Grafið sýnir verð á áltonni í
dollurum. Tonnið kostar nú um 1500 dollara, eða rétt innan
við 200 þúsund krónur á gengi síðastliðins fimmtudags.
Kínverjar stuðla að offramboði
á álmörkuðum