Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 27 erum með tvö fullbúin eldhús í hús- inu. Þar fyrir utan erum við með tvö auka herbergi sem ekki eru leigð út og litla stúdíóíbúð í risinu.“ Farfuglaheimilið til sölu Magnús segir reksturinn hafa farið rólega af stað árið 2009. „Enda tekur það alltaf smá tíma að ná augum og eyrum ferðamanna. Á þessum tíma var Akranes hreinlega ekki á kortinu en það er að breytast og ferðamönn- um er alltaf að fjölga hérna,“ heldur hann áfram. Hann segir aðsóknina á gistiheimilið að jafnaði hafa auk- ist, þrátt fyrir að samkeppni í gisti- geiranum hafi á sama tíma aukist á Akranesi. „En engu að síður sjáum við vöxt á milli ára og 2015 er lang- samlega best hvað varðar rekstrar- tekjur og fjölda gistinátta. Það er engin ástæða til að ætla að það verði samdráttur í ferðamannastraumi til Íslands og ferðaþjónusta sem slík er vaxandi atvinnuvegur og starfsemi,“ segir hann. En þrátt fyrir að reksturinn gangi vel hefur Magnús nú ákveðið að minnka umsvif sín. „Ég áttaði mig á því að ég er kominn með of margt á mínar hendur, húsbyggingin reynd- ist dágóð viðbót ofan á allt annað. Ég hef til að mynda ekkert komist frá í sumar og hef að jafnaði verið í tólf tíma á dag á Akranesi, nánast alla daga. Ég hef því tekið ákvörðun um að selja farfuglaheimilið og ein- beita mér að uppbyggingu á sjóst- angveiðinni og rekstri húsnæðis fyr- ir þá hópa.“ Hann telur að rekstur- inn á farfuglaheimilinu myndi lík- lega henta betur aðila sem búsett- ur er á Akranesi eða getur gefið sig betur að honum. „Þessi rekst- ur myndi til dæmis henta einstak- lingi gríðarlega vel eða samrýmdum hjónum þar sem annar aðilinn get- ur gefið sig að þessu.“ Leigir út íbúðirnar Magnús hefur ekki hug á því að draga saman seglin í frístundaveið- inni. Akranes Adventure Tours er nú með tvo báta til útleigu og ger- ir hann fastlega ráð fyrir að bæta við einum báti fyrir næsta ár. Þá verð- ur húsið nýja fljótlega fullbúið. „Það eru tvær íbúðir tilbúnar núna og hinar tvær klárast í næsta mánuði. Í lok september er frístundaveiði- tímabilið búið og þá er ég með fjór- ar íbúðir tilbúnar til útleigu í vet- ur,“ útskýrir Magnús. Hann segir að hugmyndin sé sú að hægt verði að leigja þær til dæmis út til verktaka, eða annarra aðila sem þurfa tíma- bundið húsnæði. „Þær verða því ekki leigðar út með sama hætti og er gert á farfuglaheimilinu. Hugmyndin er að hægt sé að leigja þær fullbúnar í lengri tíma en nótt og nótt. Það er svo möguleiki á að ein eða tvær fari í einhvers konar langtímaleigu.“ Þarf mann með sér Þrátt fyrir að hafa nóg að gera í ferðaþjónustunni hefur Magnús fleiri hnöppum að hneppa. Hann er búsettur í Mosfellsbæ með sam- býliskonu sinni og tveimur son- um og starfar einnig sem verkefn- isstjóri fyrir umhverfisvöktun iðn- aðarsvæðisins á Grundartanga. Þar er hans hlutverk að tryggja að um- hverfisvöktunaráætlun sé framfylgt í samræmi við kröfur Umhverfis- stofnunar. „Starfið er í verktöku en álagið þar er mest yfir vetrartím- ann, þannig að þetta fer vel saman með hinu. Þetta er samt auðvitað ákveðið flækjustig líka, þegar mað- ur er kominn í svona mikla vinnu hérna á Akranesi en býr svo annars staðar.“ Hann segir því ljóst að hann þurfi mann með sér í frístundaveið- inni næsta sumar. „Ég hef gert ráð fyrir fjölgun báta og því fylgja meiri umsvif. Því er ég nú að leita að sam- starfsaðila til að taka þátt í uppbygg- ingunni með mér, sigla og þjónusta sjóstangveiðihópana næsta sumar,“ segir Magnús Freyr að endingu. grþ Umsóknarfrestur á haustönn 2015 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd S K E S S U H O R N 2 01 5 Jöfnunarstyrkur til náms Við Suðurgötu 33 á Akranesi hefur nú risið nýtt fjölbýlishús með fjórum íbúðum. Líkt og greint hefur ver- ið frá í Skessuhorni er það Magnús Freyr Ólafsson, frumkvöðull í ferða- þjónustu tengdri sjóstangveiði á Akranesi, sem lét byggja húsið. Nýja húsið er nú nánast tilbúið og von bráðar verða allar íbúðirnar komn- ar í notkun. Húsið er ætlað áhöfnum sjóstangveiðibáta en Magnús Freyr rekur fyrirtækið Akranes Adventure Tours, sem leigir hópum sjóstang- veiðibáta yfir sumartímann. Hóparnir komu allir aftur Það er ekki nema rúmt ár síðan Magnús byrjaði með reksturinn á sjóstangveiðibátunum og fyrirtæk- ið er í stöðugum vexti. „Þetta fór rólega af stað, sem var gott því ég þurfti mikið að læra. En þetta fór samt það vel af stað að hóparnir sem komu í fyrra komu allir aftur í ár,“ segir Magnús í samtali við Skessu- horn. Hann segir sumarið í ár hafa gengið mjög vel. „Allar aðstæður, aflabrögð og veiði standa fullkom- lega undir væntingum ferðamanna. Hér er mikil fjölbreytni í tegund- um, það eru að koma á land tíu til tólf tegundir yfir vikuna.“ Hóp- arnir sem Magnús tekur á móti eru þýskumælandi, enda er hann í sam- starfi við þrjár ferðaskrifstofur í þýskumælandi löndum. Hóparnir bóka fyrirfram, leigja bátinn í viku í senn og fá íbúð leigða með. Akranes vel staðsett Þjónustan sem Magnús býður upp á er svokölluð frístundaveiði, sem mætti helst líkja við eins konar báta- leigu. Þeir sem leigja bátinn þurfa að hafa viðeigandi skírteini eða að taka próf á Íslandi, þegar hingað er kom- ið. Frístundaveiðin er tiltölulega ný atvinnugrein á Íslandi. Magnús seg- ir Norðmenn vera með 20 til 30 ára sögu í þessum bransa og að Vest- firðingar hafi fyrstir byrjað hérlend- is fyrir nokkrum árum. „Við búum svo vel að staðsetningunni hérna. Við höfum þessa nálægð við höf- uðborgarsvæðið og aðra þekkta ferðamannastaði. Ef veiðimennirn- ir eru lúnir eða ef það er vont í sjó- inn þannig að hóparnir komist ekki út, þá getur fólk gert eitthvað ann- að. Hér er hægt að leigja bílaleigubíl og ekki þarf að aka lengi að mörg- um helstu og þekkustu ferðamanna- stöðum Íslands. Við stöndum betur hér hvað þetta varðar en til dæmis sjóstangveiðifyrirtækin á Vestfjörð- um.“ Mörg gistipláss Eitt af fallegum eldri húsunum við Suðurgötu er einnig í eigu Magnús- ar Freys. Það er „Gamla apótekið“ sem kallað er og er númer 32, beint á móti nýja fjölbýlishúsinu. Þar rek- ur Magnús farfuglaheimili, ótengt rekstrinum við Suðurgötu 33. „Ég keypti húsið 2007 og sá það alltaf fyrir mér sem gististað. En það dróst aðeins, ég var til að byrja með með herbergja- og íbúðaútleigu þar,“ út- skýrir Magnús. Það var svo eftir hrun sem hann breytti rekstrinum í farfuglaheimili, líkt og hann hafði lagt upp með. Í húsinu eru fjölmörg gistipláss. Fjögur tveggja manna herbergi, þar af tvö með sér baðher- bergi, tvö þriggja manna herbergi, tvö fjögurra manna og eitt fimm manna sem einnig hefur sér bað. „Grunnurinn er að þarna er hægt að fá svefnpokapláss eða uppábúin rúm. Hitt lykilatriðið er að ferðamaður- inn hefur aðgang að eldhúsi, en við Hyggur á aukin umsvif í frístundaveiðinni Rætt við Magnús Frey Ólafsson hjá Akranes Adventure Tours Magnús Freyr hefur breytt Gamla apótekinu við Suðurgötu 32 í gistiheimili sem nú er til sölu. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness. Magnús Freyr, staðsettur í nýju eldhúsi einnar íbúðarinnar við Suðurgötu 33. Ánægður frístundaveiðimaður á sjó, með Akrafjallið í baksýn. Ljósm. Magnús Freyr Ólafsson. Magnús Freyr í steypuvinnu við nýja húsið í vor. Ljósm. mþh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.