Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201520
mjög vel. Í Uglukletti eru börn tekin inn við 18 mánaða aldur
og er ekki einungis tekið inn að hausti heldur geta börn kom-
ist inn allt árið, þegar þau eru orðin 18 mánaða. Leikskólinn er
fullmannaður fyrir veturinn en svolítið var um mannabreyting-
ar en þær hafa gengið vel. Við leikskólann eru 16 stöðugildi og
þar af eru sex fagmenntaðir leikskólakennarar.
Í Uglukletti er unnið út frá hugmyndafræði um jákvæða sál-
fræði og stuðst við hugmyndina um flæði. Í leikskólanum er
einnig notast við hugmyndafræðina „Leiðtoginn í mér“ sem
gengur út á að byggja upp sterka einstaklinga með góða leið-
togafærni. Ætlunin er að hjálpa hverju barni að blómstra og
gefa öllum tækifæri til að vinna út frá eigin styrkleikum svo
hvert barn geti orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Leikskólinn er
einnig partur af tilraunaverkefni á vegum Landlæknisembætt-
isins sem snýst um að skapa heilsueflandi leikskóla. Þennan vet-
urinn verður einbeitingin sett á næringu. Það er næringarfræð-
ingur sem tekur út næringargildi þeirrar fæðu sem leikskólinn
býður upp á og fræðir starfsmenn um næringu barna. Tilgang-
urinn er að sjá til þess að börnin séu að fá eins góða næringu og
hægt er. Næsta vor stendur til að taka þetta skrefinu lengra og
rækta enn meira grænmeti í leikskólanum.
Leikskólinn í Stykkishólmi
Leikskólinn í Stykkishólmi er þriggja deilda leikskóli fyrir börn
á aldrinum 1-6 ára. Fyrir þetta skólaár eru 69 börn skráð í leik-
skólann og þar af eru 13 að hefja nám, flest eins árs gömul. Tíu
börn luku leikskólagöngu sinni í vor og eru að byrja í fyrsta
bekk núna. „Leikskólinn opnaði aftur eftir sumarfrí 10. ágúst
og síðustu börnin eru að tínast inn þessa dagana. Aðlögun var
að ljúka og hefur gengið mjög vel. Við vorum að taka upp svo-
kallaða þátttökuaðlögun núna í haust. Þá erum við að aðlaga
sjö börn í einu í staðinn fyrir eitt og þetta hefur verið að koma
mjög vel út og foreldrar eru ánægðir. Hugmyndafræðin á bak
við þetta er að gera foreldrana örugga gagnvart leikskólanum
og þá verða börnin einnig örugg,“ segir Sigrún Þórsteinsdótt-
ir leikskólastjóri. „Það hafa verið dálitlar mannabreytingar fyr-
ir þetta skólaár en það voru nokkrir starfsmenn sem voru að
skipta um vinnu og flytja úr bænum. Það er þó fullmannað hjá
okkur núna með 24 starfsmenn, sumir í hlutastarfi. Hér eru
fjórir menntaðir leikskólakennarar og tveir með grunnskóla-
kennaramenntun.“
„Við erum að vinna í skólanámskránni þessa dagana og reyna
að klára hana. Við erum með einstaklingsskráningar fyrir hvert
barn. Það þýðir að við erum nokkurn vegin með sér námskrá
fyrir hvert barn og reynum þannig að mæta þörfum hvers og
eins, mætti kalla þetta einstaklingsmiðað nám,“ segir Sigrún. Í
leikskólanum er nokkuð um tvítyngd börn en fimm mismun-
andi þjóðerni er að finna í barnahópnum. Að sögn Sigrúnar
hefur það þó ekki valdið neinum vandræðum og er reynt að
mæta þörfum hvers barns. Tvítyngd börn fá til að mynda meiri
málörvun og það hefur að sögn Sigrúnar reynst vel. „Í skóla-
starfinu leggjum við áherslu á skapandi starf og sjálfbærni. Við
erum í grænu samfélagi og kennum því börnum að nýta allt
eins vel og kostur er og að virða umhverfi sitt. Hér er lögð mik-
il áhersla á skapandi starf og við lítum svo á að börnin séu skap-
andi einstaklingur sem eigi að fá að ráða sem mestu um sitt líf í
leikskólanum,“ segir Sigrún.
Sólvellir í Grundarfirði
Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði var fyrst opnaður 1977.
Þetta skólaár verða 62 börn í leikskólanum og þar af 18 að
hefja nám en 11 börn hættu í vor til að hefja grunnskólagöngu
sína. Við leikskólann eru 22 starfsmenn og þar af eru fimm fag-
menntaðir. „Það hefur ekki mikið verið um mannabreytingar
hjá okkur og það er fullmannað fyrir þetta skólaár. Hér tökum
við börn inn allt árið um leið og þau hafa náð eins árs aldri og
laust pláss er á deildinni,“ segir Björg Karlsdóttir leikskólastjóri
á Sólvöllum.
„Við stefnum á að fá Grænfánann og höfum verið að vinna
að því markmiði. Annars leggjum við helst upp úr því að rækta
börnin svo þau verði fallegt og gott fólk sem getur hugsað sjálf-
stætt og takist á við þá erfiðleika sem upp geta komið. Við vilj-
um að börnin hjá okkur sjái heiminn sem vinsamlegan. Hér
er mikið talað um dyggðir eins og hreinskilni, heiðarleika og
slíkt,“ segir Björg. „Við höfum verið að vinna að nýrri stefnu
en hún verður þó ekki tekin upp þetta árið en það er Montes-
sori stefna sem kennd er við Mariu Montessori. Það er þó eitt-
hvað sem við erum einungis að vinna að á þessu stigi málsins,“
bætir Björg við.
Leikskóli Snæfellsbæjar
Síðastliðin vetur voru leikskólar í Snæfellsbæ sameinaðir í einn
en með tvö útibú, Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellissandi.
Samtals er pláss fyrir 105 börn í leikskólanum og eru skólinn
fullsetin en átta ný börn voru að koma inn núna. Börn komast
venjulega inn við tveggja ára aldur en ef pláss er á leikskólan-
um hafa þau verið tekin inn yngri. Við leikskólann eru 32 starfs-
menn sem fylla 28,33 stöðugildi en enn vantar einn starfsmann í
100% stöðu. „Það er alltaf eitthvað um mannabreytingar á hverju
hausti. Steinunn D. Ingibjörnsdóttir aðstoðar- og sérkennslu-
stjóri Kríubóls hætti eftir 17 ára starf,“ segir Ingigerður Stefáns-
dóttir leikskólastjóri.
Stefna leikskóla Snæfellsbæjar er Virðing vinátta og gleði og
allt í gegnum leikinn. „Við vinnum mikið með markvissa málörv-
un og Numicon á báðum útibúum leikskólans,“ segir Ingigerð-
ur og bætir við að nú sé verið að vinna betur að sameiningu leik-
skólanna. „Við vorum byrjaðar að vinna að sitt hvorri skólanám-
skránni en verðum núna að sameinast um eina og öll sú vinna
er framundan hjá okkur. Við erum með sömu markmið að leik-
skólastarfinu hér hjá Snæfellsbæ en leiðirnar eru ólíkar. Leikskól-
arnir beita ólíkum aðferðum að markvissu leikskólastarfi,“ seg-
ir Ingigerður.
Fjórir sameinaðir leik-og grunnskólar
á Vesturlandi
Eins og fram kom í Skólablaði Skessuhorns í síðustu viku eru
fjórir sameinaðir leik- og grunnskólar á Vesturlandi. Þetta eru
Auðarskóli í Búðardal, Laugargerðisskóli á Snæfellsnesi, Leik-
og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar og Reykhólaskóli í Reyk-
hólasveit. Starfi þessara skóla voru gerð skil í blaðinu í síðustu
viku.
Auðarskóli í Dölum
Leikskóli Auðarskóla var opnaður eftir sumarfrí 4. ágúst og fóru
þá börn skólans að tínast inn en á þessu skólaári eru tæplega 40
börn í leikskólanum. Heildarfjöldi starfmanna í báðum skólum
er um 40. „Helsta breyting vetrarins verður tvímælalaust sú að
1. október byrjar Auðarskóli á því að taka inn nemendur frá 12
mánaða aldri. Leikskólinn verður þó áfram tveggja deilda en bú-
ast má við breytingum á starfi deildanna tveggja vegna þessa,“
segir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla.
Laugargerðisskóli á Snæfellsnesi
Í leikskóladeild Laugargerðisskóla eru sex börn og eru þau
tekin inn við eins árs aldur. „Leikskóladeildin er í nánum
tengslum við skólann og grunnskólakennararnir kenna líka
í leikskóladeildinni,“ segir Kristín Björk Guðmundsdóttir
skólastjóri Laugargerðisskóla og bætir því við einn starfsmað-
ur er ráðinn í leikskóladeildina.
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
Leikskóladeild leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar heitir
Skýjaborg. Skýjaborg opnaði á ný eftir sumarleyfi 5. ágúst síð-
astliðinn og eru tæplega 40 börn skráð í leikskólann. Á Skýja-
borg hefur undanfarið verið tekið þátt í verkefninu Birtu-
skólar. „Verkefnið er samstarf leikskóla sem vinna með yoga í
lífsleikninámi barna. Þá er leiksólinn þátttakandi í Nordplus
verkefni þar sem unnið er í útinámi og hreyfingu barna með
lífsgildi og hugmyndafræði Bangsímon að leiðarljósi. Verk-
efnið er samstarfsverkefni í fimm löndum og það hófst í sept-
ember í fyrra og lýkur næsta sumar,“ segir Sigríður Lára Guð-
mundsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar Heiðarskóla.
Reykhólaskóli
Þann 12. ágúst opnaði leikskóladeild Reykhólaskóla aftur eft-
ir sumarfrí. Við upphaf þessa skólaárs eru að sögn Ástu Sjafn-
ar Kristjánsdóttur, skólastjóra Reykhólaskóla, 16 börn á leik-
skóladeildinni. „Við skólann starfa sex grunnskólakennarar,
sérkennarar, leikskólakennarar, þroskaþjálfi og iðjuþjálfi. Það
má segja að í hverri stöðu í skólanum sé starfsmaður sem er
hokinn af reynslu,“ segir Ásta Sjöfn.
arg
Börnin á Uglukletti í útikennslu uppi í Einkunnum.
Börnin í leikskólanum í Stykkishólmi máluðu kassa sem svo var
hafður sem hús á sumarhátíðinni nú í sumar.
Yngstu börnin á Stubbadeild í göngutúr.
Börnin í leikskóla Snæfellsbæjar fá sér ís í góða veðrinu í sumar.
Börnin í Auðarskóla að skoða geit.
Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir
Börnin í Laugargerðisskóla með tónleika.
LEIKSKÓLAR
Tveir drengir í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar hjóla úti á
leikvelli leikskólans.
Börnin í leikskóladeild Reykhólaskóla njóta útiverunnar í sumar.