Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201516 „Það er gjörsamlega ólíðandi að Már Guðmundsson [seðlabanka- stjóri] taki ákvörðun um að auka kostnað heimila og fyrirtækja um tugi milljarða króna vegna þessarar ákvörðunar um stýrivaxtahækkun en hugsanlega kostar þessi hækk- un almenning og fyrirtæki meira en viðskiptabann Rússa mun gera,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson for- maður Verkalýðsfélags Akraness í tilefni þeirrar ákvörðunar Seðla- banka Íslands í síðustu viku að hækka stýrivexti bankans um 10 prósent, úr 5,0% í 5,5%. „Það er sorglegt að sjá þegar forsvarsmenn Seðlabankans koma tiplandi á tán- um með kassann úti á vaxtaákvörð- unardegi og tilkynna alþýðunni og fyrirtækjum að framundan sé hugs- anlega umtalsverð hækkun stýri- vaxta og það jafnvel næstu misserin og ástæðan jú, vegna þess að alþýð- an fékk „of miklar launahækkan- ir“. Að kenna síðan kjarasamning- um um að verðbólgan sé hugsan- lega að fara á skrið er grátbroslegt, nær væri fyrir Seðlabankastjórann að draga úr peningamagni í umferð í stað þess að auka það með upp- kaupum á gjaldeyri.“ Vilhjálmur segir að ef verðbólg- an fari á skarið þá verði það seðla- bankastjóranum og Samtökum at- vinnulífsins um að kenna vegna þess að þessir aðilar eru búnir að standa með gjallarhorn á hverju götuhorni og öskra að launahækk- anir kjarasamninga munu leiða til aukinnar verðbólgu, þótt eng- ar forsendur séu fyrir slíku eins og framkvæmdastjóri IKEA hefur réttilega bent á í fréttum. Eins og kunnugt er gaf IKEA verslanakeðj- an hérlendum yfirvöldum peninga- mála langt nef sama dag og ákvörð- un um hækkun stýrivaxta var tekin og kynnti lækkun vöruverðs hér á landi, einmitt vegna þess að launa- hækkun í samningunum reyndist minni en gert hafði verið ráð fyrir. „Mikilvægt er að almenning- ur átti sig á því hvaða afleiðingar það hefur fyrir heimilin og fyrir- tæki þegar stýrivextir eru hækkað- ir með þeim hætti sem Seðlabank- inn hefur gert tvisvar í röð,“ skrif- ar Vilhjálmur. „Sem dæmi þá ligg- ur fyrir að hjón sem eru með 25 milljóna króna óverðtryggt hús- næðislán þurfi að greiða 250.000 kr. meira í vexti á ári bara við það eitt að vextirnir skuli hækka um 1%. Þetta þýðir að öll launahækk- unin eins og hún lagði sig í síðustu kjarasamningum hefur verið tekin í burtu á einu bretti,“ skrifar Vil- hjálmur. Hann bregður á orðaleik í lok greinar sinnar og segir: „Ég ítreka það sem ég hef sagt áður, það þarf að afmá Má úr Seðla- bankanum enda er peningastefn- an sem hann stendur fyrir að stór- skaða íslensk heimili og atvinnulíf með okurvaxtastigi sem ekki þekk- ist í neinu landi sem við viljum bera okkur saman við.“ mm Vaxtahækkun Seðlabankans mun kosta meira en viðskiptabann Rússa Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í kröfugöngu á 1. maí. Síðastliðinn miðvikudag undirrit- aði Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku eigna og lands í Ólafsdal í Gilsfirði. Þar stofnaði Torfi Bjarna- son árið 1880 fyrsta búnaðarskóla landsins og starfrækti til 1907. Þar námu 154 skólapiltar víða af land- inu flest það sem til framfara stefndi í búskaparháttum. Frá árinu 2007 hefur Ólafsdals- félagið unnið að uppbyggingu stað- arins en forsvarsmenn þess leit- uðu á síðasta ári til Minjaverndar um þátttöku í verkefninu. Minja- vernd er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseign- arstofnunarinnar Minja. Félagið er ekki á föstu framfæri hins opin- bera, hvorki ríkis né borgar. Tekjur félagsins koma af rekstri þeirra húsa sem það hefur látið endurbyggja og á, eða af jákvæðum afrakstri verk- efna þar sem hús hafa verið endur- gerð og síðar seld. Í samkomulaginu sem undirrit- að var felst að Minjavernd er fal- ið að endurreisa byggingar í Ólafs- dal og hafa umsjón með menning- arlandslagi á svæðinu. Ríkissjóður afsalar sér í því skyni 57,5 hektur- um lands til Minjaverndar sem tek- ur meðal annars að sér að endur- byggja gamla skólahúsið og önnur hús sem enn standa í Ólafsdal, auk þess að endurgera þau hús sem þar stóðu áður og tengjast starfi búnað- arskólans gamla. „Það er sérlega ánægjulegt að undirrita þetta samkomulag við Minjavernd, hér á þessum fallega stað sem á sér merka sögu. Megin- markmið með rekstri Minjavernd- ar er að stuðla að varðveislu gam- alla húsa hvarvetna á Íslandi og hef- ur félagið undanfarið staðið vel að endurreisn gamalla húsa víða um land og má þar nefna hús í miðbæ Reykjavíkur, Franska spítalann á Fá- skrúðsfirði sem og ýmis hús í Flat- ey. Án efa verður endurreisn húsa- kosts í Ólafsdal mikil lyftistöng fyr- ir svæðið,“ sagði Bjarni Benedikts- son eftir að formlega var gengið frá samkomulaginu. Við komandi uppbyggingu í Ólafsal verður lögð áhersla á að byggingar haldi upprunalegum einkennum sínum en um leið að þær nýtist sem best miðað við kröf- ur nútímans. Minjavernd áætlar að heildarkostnaður uppbyggingar- innar geti numið 400-500 milljón- um króna. Sér fyrir sér lifandi ferðamannastað „Ég er mjög ánægður með að geng- ið hafi verið frá þessu samkomu- lagi um uppbygginguna í Ólafsdal og trúi því að það geti orðið til þess að hér verði í framtíðinni vel sótt- ur ferðamannastaður á sviði sögu- og menningarferðaþjónustu,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson, for- maður Ólafsdalsfélagsins, í samtali við Skessuhorn að undirritun lok- inni. „Að baki er margra ára sjálf- boðavinna stjórnar og félagsmanna í Ólafsdalsfélaginu og við hlökk- um til samstarfsins við Minjavernd. Ólafsdalshátíðin verður áfram á sín- um stað og lögð verður áhersla á að miðla sögu staðarins til gesta. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Rögnvaldur og bætir því við að uppbygging í Ólafsdal muni koma sér vel fyrir nærliggjandi svæði. „Ef vegurinn inn Ólafsdalshlíðina verð- ur endurbættur þá er ég sannfærður um að Ólafsdalur hefur góða mögu- leika á að verða heilsárs áfangastað- ur. Ég sé fyrir mér að hér verði lif- andi og fjölbreytt starfsemi á friðsæl- um stað. Framkvæmdin mun styrkja ferðaþjónustu í Dalabyggð og Reyk- hólasveit og verða svæðinu lyfti- stöng,“ bætir hann við. „Mig langar að þakka þeim sem stutt hafa félagið hingað til. Jafnframt hvet ég alla áhugasama til að ganga til liðs við Ólafsdalsfélagið því það mun áfram sinna mörgum mikilvægum verk- efnum er snúa að fræðslu, mannlífi og sögu staðarins,“ segir Rögnvald- ur Guðmundsson að lokum. kgk Fjárfest verður fyrir hálfan milljarð í Ólafsdal Samkomulagið undirritað í gamla skólahúsinu í Ólafsdal í gær. F.v. Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Minjaverndar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Skólahúsið hefur staðið í Ólafsdal síðan 1896. Horft inn í Hvarfsdal úr gamla fjósinu í Ólafsdal. Fjósið er eitt þeirra húsa sem stendur til að endurbyggja á næstu árum. Steypt var ofan á hlaðna veggi gamla mjólkurhússins í fyrra til að varna hruni. Horft inn Ólafsdal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.