Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 20156
Feðgar dæmdir
fyrir þjófnað
VESTURLAND: Feðgar af
erlendum uppruna, fæddir
1972 og 1993, voru dæmdir í
þriggja mánaða fangelsi í Hér-
aðsdómi Vesturlands í gær-
morgun. Dómurinn er skilorð-
bundinn til þriggja ára. Feðg-
arnir voru dæmdir fyrir þjófn-
aði og gripdeildir víðsvegar
um landið undanfarnar vikur.
Þeir höfðu verið í gæsluvarð-
haldi frá 12. ágúst síðastliðn-
um. Feðgarnir gengust greið-
lega við ákærunni enda voru
til ljósmyndir og önnur gögn
sem sýndu þá við iðju sína. Þá
lagði lögreglan hald á ýmsa
muni sem að fundust í fórum
feðganna og þeir höfðu stol-
ið á ferðalagi sínu um landið.
Aðferðin sem þeir notuðu oft-
ast í þeim verslunum sem þeir
stálu úr, var að sá yngri hélt af-
greiðslufólkinu uppteknu með
frásögnum á meðan sá eldri lét
greipar sópa.
-mm
Leiguíbúðir í
sveitarfélögum
LANDIÐ: Sveitarfélögin
í landinu áttu í lok síðasta
árs tæplega 5.000 leiguíbúð-
ir samkvæmt nýbirtri skýrslu
Varasjóðs húsnæðismála fyr-
ir leigumarkaðinn árið 2014.
Á Vesturlandi eru 142 leigu-
íbúðir skráðar í eigu sveitar-
félaga og eru flestar í Borgar-
byggð, eða 34, næstflestar, eða
32, eru í Snæfellsbæ. Á Akra-
nesi eru 27 leiguíbúðir, 18 í
Grundarfirði, 25 í Stykkis-
hólmi og 6 í Dalabyggð. Hval-
fjarðarsveit á enga leiguíbúð. Í
skýrslu varasjóðs kemur fram
að lengsti biðtími eftir félags-
legu leiguhúsnæði árið 2014
var 30 mánuðir hjá Kópa-
vogsbæ og Akraneskaupstað.
29 mánaða bið var í Reykjavík
og 24 mánuðir í Hveragerði.
Á landsvísu var meðalbiðtími
eftir félagslegu leiguhúsnæði
25,6 mánuðir.
-mm
Mörg hraðabrot
mæld
VESTURLAND: Síðasta vika
hjá Lögreglunni á Vesturlandi
var frekar róleg að sögn Theó-
dórs Þórðarsonar upplýsinga-
fulltrúa embættisins. Alls voru
74 ökumenn stöðvaðir fyrir að
aka of greitt. Sá sem ók hrað-
ast var karlmaður á bifhjóli á
147 km hraða þar sem að há-
marki má aka á 90 km/klst.
Erlendur ferðamaður ók á 145
km hraða og staðgreiddi hann
sekt sína upp á 97.500 krón-
ur á staðnum. Tveir ökumenn
voru teknir fyrir að aka und-
ir áhrifum áfengis og einn fyr-
ir að aka undir áhrifum fíkni-
efna en í honum mældist
kannabis og opíum. Sex um-
ferðaróhöpp urðu í umdæm-
inu og öll þeirra minniháttar
og slysalaus. Ekið var á þrjú
lömb í vikunni, sama fjölda og
í síðustu viku. „Nú eru skól-
ar að hefjast og mun lögregl-
an auka eftirlit sitt með um-
ferð ökutækja í nágrenni við
þá næstu vikurnar. „Eru öku-
menn beðnir um að aka var-
lega nærri skólum og þar sem
búast má við ungum börnum.
Einnig eru ökumenn beðnir
um að virða rétt gangandi við
gangbrautir,“ segir Theódór.
-mm
Baldur í slipp í
september
STYKKISH: Siglingar ferj-
unnar Baldurs um Breiðafjörð
munu falla niður í nokkra
daga í næsta mánuði. Að sögn
Gunnlaugs Grettissonar fram-
kvæmdastjóra Sæferða er gert
ráð fyrir að ferjan fari í slipp
seinnihlutann í september.
„Hann verður frá í viku. Hann
tók niður snemmsumars og
það er verið að laga það. Við
pössum upp á að þetta verði
gert snemma, á meðan veg-
ir eru í góðu standi,“ segir
Gunnlaugur og bætir við að
Særún muni leysa Baldur af
og halda uppi farþegaflutn-
ingum til Flateyjar á meðan,
líkt og verið hefur þegar Bald-
ur hefur farið í slipp. Særún er
skemmtisiglingaskip Sæferða,
sem fer með ferðamenn um
eyjasvæðið við innanverðan
Breiðafjörð.
–grþ
Skráðum kött-
um ekki lógað
Borgarbyggð: Nýverið hand-
samaði dýraeftirlitsmaður í
Borgarbyggð kött sem síð-
an svar lógað. Í kjölfarið hóf-
ust deilur um réttmæti þess að
lóga þessum tiltekna ketti og
öðrum köttum sem handsam-
aðir eru af dýraeftirliti bæjar-
ins. Á vefsíðu Borgarbyggð-
ar er það ítrekað að ákvörð-
un um að lóga dýri sé allt-
af tekin í samráði við starfs-
mann Umhverfis- og skipu-
lagssviðs sveitarfélagsins. Þar
segir einnig að aldrei hafi ver-
ið lógað merktum eða skráð-
um heimilisketti sem dýraeft-
irlit bæjarins hafi handsamað.
Umræddur köttur hafi hvorki
verið merktur, örmerktur né á
skrá hjá Borgarbyggð. Á vef-
síðunni er einnig ítrekað að
íbúum beri að skrá dýr sín hjá
sveitarfélaginu.
–arg
Afkomendur Gunnars Bjarnason-
ar, kennara og hrossaræktarráðu-
nautar, gáfu í sumar FEIF, Alþjóða-
samtökum um íslenska hestinn,
farandgripinn „Kóngur um stund“.
Gripurinn var gefinn til minning-
ar um Gunnar sem hefði orðið 100
ára á þessu ári en hann var mikill
frumkvöðull í þágu íslenska hests-
ins, þjóðkunnur fyrir störf sín að
hrossarækt og kynningu íslenska
hestsins á erlendri grundu. Grip-
urinn er afsteypa minnisvarða um
Gunnar sem reistur var á Hvann-
eyri fyrir þremur árum en það verk
er eftir listamanninn Bjarna Þór
Bjarnason á Akranesi. Gripurinn,
sem ber hestshöfuð, er gerður eft-
ir teikningu Gunnars sjálfs og var
bókarmerki hans. Hann er á fót-
stalli lerkis úr Hallormsstaðaskógi
og á hann eru áletruð þau orð sem
eru á minnisvarðanum á Hvann-
eyri, ásamt merki heimsmeistara-
mótsins. Þá eru einnig á gripnum
öll ártöl og staðir þar sem hald-
in hafa verið Evrópumót og síðar
heimsmeistaramót íslenska hests-
ins.
Gert í anda
frumkvöðulsstarfs
Gripurinn var afhentur í fyrsta
sinn á heimsmeistaramóti íslenska
hestsins, sem haldið var í Hern-
ing í Danmörku fyrr í ágúst. Það
var Gunnar Sturluson forseti FEIF
sem afhenti gripinn. „Árið 1954
stóð Gunnar fyrir því að hefja út-
flutning á íslenska hestinum og
að Alþjóðasamtök íslenska hests-
ins yrðu stofnuð árið 1969. Af-
komendur hans vildu þarna minn-
ast þess frumkvöðuls sem Gunn-
ar var, með því að gefa þennan
grip til samtakanna,“ segir Gunn-
ar Sturluson í samtali við Skessu-
horn. Hann segir stjórn FEIF hafa
ákveðið að veita þeim sem stæðu
fyrir undirbúningi heimsmeistara-
mótanna gripinn. Það voru hjón-
in Bo og Maja Hansen sem veittu
gripnum viðtöku fyrir hönd und-
irbúningsnefndarinnar sem skipu-
lagði mótið í ár og munu þau varð-
veita hann í tvö ár. „Þetta er gert
í anda þessa frumkvöðulsstarfs sem
Gunnar stóð fyrir þegar hann stóð
fyrir því að FEIF byrjaði að halda
Evrópumótin, sem í dag eru heims-
meistaramót. Það er mikið átak að
koma svona móti heim og sam-
an og það var sýn Gunnars að það
myndi ýta undir útbreiðslu íslenska
hestsins að halda þessi mót.“ Hann
bætir því við að draumar Gunn-
ars um útbreiðslu íslenska hests-
ins hafi ræst. Nú hafi verið haldin
tíu Evrópumeistaramót og þrettán
heimsmeistaramót íslenska hestsins
ásamt því að íslenski hesturinn hafi
öðlast aðdáun fólks um heim allan.
„Með þessari gjöf vildu afkomend-
ur Gunnars færa hamingjuóskir til
allra þessara einstaklinga.“ grþ
Gripurinn er afsteypa af minnisvarða um Gunnar Bjarnason sem stendur á Hvann-
eyri.
Gáfu farandgrip til minningar
um Gunnar Bjarnason
Gunnar Sturluson afhenti hjónunum Bo og Maju Hansen gripinn á heims-
meistaramótinu í ágúst. Ljósm. Jón Björnsson.