Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 20158 Á annað hundrað á útigangi LANDIÐ: Alls var 7.471 íbúi á landinu búsettur á stofnana- heimili hinn 31. desember 2011 samkvæmt manntali sem Hag- stofa Íslands tók þann dag og kynnt var nú í vikunni. Flest- ir bjuggu á hjúkrunarheimilum og heimilum fyrir aldraða, eða 3.853, en 2.545 voru búsettir í námsmannaíbúðum. Alls voru 812 búsettir á heimilum fyr- ir fatlað fólk, en 261 með bú- setu í annars konar stofnunum. Þá var 761 íbúi án heimilis, þar af 111 á útigangi og 650 í hús- næðishraki hinn 31. desemb- er 2011. Langflestir heimilis- lausra voru staðsettir á höfuð- borgarsvæðinu. Karlar voru í meirihluta meðal heimilislauss fólks. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 15. - 21. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 16 bátar. Heildarlöndun: 55.150 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 34.880 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 7 bátar. Heildarlöndun: 22.005 kg. Mestur afli: Daðey GK: 6.172 kg í einni löndun. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 415.244 kg. Mestur afli: Ljósafell SU: 107.493 kg í einni löndun. Ólafsvík 24 bátar. Heildarlöndun: 352.879 kg. Mestur afli: Brynja II SU: 39.450 kg í sex löndunum. Rif 19 bátar. Heildarlöndun: 233.904 kg. Mestur afli: Sæhamar SH: 38.132 kg í sex löndunum. Stykkishólmur 2 bátar. Heildarlöndun: 9.602 kg. Mestur afli: Blíða SH: 9.019 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Ljósafell SU - GRU: 107.493 kg. 17. ágúst. 2. Hringur SH - GRU: 66.880 kg. 19. ágúst. 3. Frosti ÞH - GRU: 61.262 kg. 15. ágúst. 4. Bergur VE - GRU: 51.359 kg. 19. ágúst. 5. Grundfirðingur SH - GRU: 45.277 kg. 16. ágúst grþ Stjórnmálasam- tök meðlags- greiðenda í píp- unum LANDIÐ: Ákveðið hefur ver- ið að leggja niður Samtök með- lagsgreiðenda og er ástæðan sögð sú að ekki hefur skapast rekstrargrundvöllur fyrir starf- inu. Samtökin hafa óskað eftir þjónustusamningi við stjórnvöld til að mæta brýnni þörf með- lagsgreiðenda og fjölskyldna þeirra, en án árangurs. „Hins vegar er fyrirhugað að stofna Stjórnmálasamtök meðlags- greiðenda og framfærsluþega sem munu vinna að réttindum umgengnisforeldra, barna og framfærsluþega. Nokkur helstu málefni hinna nýju samtaka eiga að vera að umgengnistálmanir verði skilgreindar sem ofbeldi í almennum hegningarlögum, að barnaverndaryfirvöldum verði fengnar auknar valdheim- ildir, fjármagn og áhersla lögð á bætta málsmeðferð. Í þriðja lagi að skerpt verði á lögum til að mæta heimilisofbeldi með sértækum aðgerðum. Þá munu samtökin berjast fyrir auknum stuðningi fyrir einstæða for- eldra, helmings umgengni verði meginreglan í skilnaðarmálum, að felld verði niður lagaákvæði og reglugerðir um aukin með- lög og að meðlagsskylda verði aflögð. -mm Seðlabankinn hækkaði stýrivexti LANDIÐ: Peningastefnu- nefnd Seðlabanka Íslands hef- ur ákveðið að hækka vexti bank- ans um 10 prósent, úr 5,0% í 5,5%. Þetta kom fram í tilkynn- ingu frá stofnuninni síðast- liðinn miðvikudag. Þar sagði: „Meginvextir bankans, vext- ir á sjö daga bundnum inn- lánum, verða því 5,5%. Sam- kvæmt nýbirtri spá Seðlabank- ans verður árlegur hagvöxtur rúmlega 4% í ár og u.þ.b. 3% næstu tvö árin. Á spátímabilinu er vöxturinn um hálfu prósentu minni á ári en bankinn spáði í maí sl. Þetta er þó öflugur vöxt- ur enda fer framleiðsluspenna vaxandi á næstu misserum og hagvöxtur verður í ríkari mæli en á undanförnum árum drifinn af innlendri eftirspurn, ekki síst einkaneyslu. Fjárfesting verður hins vegar veikari en áður var spáð og vinnuaflseftirspurn vex hægar,“ segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. -mm Lítið atvinnuleysi VESTURLAND: Alls voru um 4680 skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júlí síðast- liðnum og svarar það til 2,6% atvinnuleysis. Atvinnuleysi mældist 3,2% meðal kvenna en 2,0% hjá körlum. Atvinnu- ástand mældist svipað í júní síð- astliðnum og áætlað er að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 2,6 – 2,8%. Á Vesturlandi dró heldur úr atvinnuleysi milli mánaðanna júní og júlí. Það var í júlí um 1,6% í landshlutanum. -mm Grundarfjarðarbær hefur endur- nýjað gólfdúkinn í íþróttahúsi bæj- arins. Gamli dúkurinn var kominn til ára sinna enda hefur hann legið þar síðan 1989. Það var fyrirtæk- ið Sporttæki ehf. sem sá um fram- kvæmdina en alls var þetta kostn- aður upp á þrjár og hálfa milljón króna. Nýi dúkurinn er töluvert öðruvísi en sá gamli og er þetta skemmtileg tilbreyting frá því sem var. Blakvöllurinn er mjög greini- legur á nýja gólfinu og svo eru merkingar fyrir körfubolta, hnit og handbolta eins og áður var. Að- alsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, var hæstánægð- ur með nýja gólfið þegar ljósmynd- ari Skessuhorns fékk að skoða. Hér stendur hann á nýja dúknum. tfk Búið að endurnýja gólfdúkinn í íþróttahúsinu Það voru stór skref fyrir stutta fætur þegar börn fyrsta bekkjar Grunn- skóla Snæfellsbæjar mættu í gær- morgun í sinn fyrsta tíma. Í þessum árgangi eru 20 börn og flest þeirra mjög spennt að koma í skólann. af Mætt í skólann í fyrsta sinn Gangar grunnskóla Grundar- fjarðar hafa nú fyllst af glaðvær- um krakkaómi eftir að hafa ver- ið hljóðir í allt sumar. Krakkarn- ir streymdu í skólann eftir hádeg- ið þriðjudaginn 25. ágúst en þá var skólinn settur við hátíðlega athöfn í efri sal skólans. Nýir stjórnend- ur sáu þá um að bjóða krakkana velkomna en það eru þeir Sigurð- ur Gísli Guðjónsson skólastjóri og Björgvin Sigurbjörnsson aðstoð- arskólastjóri sem tóku við stjórn skólans í sumar. Þorsteinn Steins- son sveitarstjóri bauð þá velkomna til starfa og leysti þá út með blóm- um. tfk Búið er að sjósetja nýjan Víking AK-100 í skipasmíðastöðinni Ce- liktrans í Tyrklandi. Smíðin er á áætlun og ráðgert að skipinu verði siglt til Íslands í desember. Systur- skip Víkings er Venus NS sem kom til landsins í vor og er nú á makríl- veiðum. Smíði Víkings hefur mið- að vel og er það nú nánast búið að fá endanlegt útlit, fagurblátt og hvítt í litum útgerðarfélagsins HB Granda sem er kaupandinn. Þegar smíði Vík- ings lýkur á tyrkneska skipasmíða- stöðin að smíða þrjá ísfisktogara fyrir HB Granda. mm/ Ljósm. Celiktrans. Nýr Víkingur AK sjósettur Nýir skólastjórnendur í Grunnskóla Grundarfjarðar. Björgvin er vinstra megin og Sigurður Gísli til hægri. Nýir skólastjórnendur í Grunnskóla Grundarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.