Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 26.08.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201510 Starfsfólk leikskólans Andabæj- ar á Hvanneyri hefur sent sveitar- stjórn Borgarbyggðar bréf þar sem því er harðlega mótmælt að horf- ið hafi verið frá því að ráða í stöðu leikskólastjóra eftir að hún losnaði í sumar. Staðan hafi verið auglýst og sótti einn um, starfandi deild- arstjóri sem starfmenn bera fullt traust til. Engu að síður hætti sveit- arstjórn við að ráða í starfið. Þessu mótmæla starfsmenn harðlega sem og foreldrafélag skólans en báðir hópar sendu í vikunni frá sér álykt- anir um málið. Bréf starfsmanna er svohljóðandi: „Í 5. gr. laga um leikskóla (nr. 90/2008) segir: ,, Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Leikskólastjóri stjórnar daglegum rekstri og starfi leikskóla og gætir þess að leikskólastarf sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá og önn- ur gildandi fyrirmæli. Leikskóla- stjóri stuðlar að samstarfi milli for- eldra, starfsfólks leikskóla og ann- ars fagfólks með velferð barna að markmiði. Leikskólastjóri boðar til kennara- og starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir.“ Þann 9. júlí síðastliðinn aug- lýsti Borgarbyggð eftir leikskóla- stjóra við Andabæ en í auglýsing- unni stóð að brýnt væri að viðkom- andi gæti hafið störf í ágúst. Ein umsókn barst um starfið og kom hún frá starfandi deildarstjóra á Andabæ. Sá starfsmaður ber full- komið traust samstarfsmanna sinna til að gegna starfi leikskólastjóra og hefur bæði menntunina og reynsl- una sem til þarf í starfið, svo ekki sé minnst á þekkingu á starfsemi Andabæjar. Þrátt fyrir þessi miklu gæði er ákveðið á fræðslunefnd- arfundi þann 11. ágúst síðastlið- inn að ráða ekki í starfið og var sú ákvörðun staðfest á sveitarstjórn- arfundi 13. ágúst. Því hefur ver- ið leikskólastjóralaust á leikskól- anum frá og með 1. ágúst og stefn- ir allt í að það verði svoleiðis fram að áramótum miðað við fundargerð fræðslunefndar. Í henni segir: ,, Að höfðu samráði við verðandi sviðs- stjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggð- ar er lagt til að fallið verði frá ráðn- ingu að sinni og fyrirkomulag og stjórnun leikskólans skoðuð. Þeirri skoðun verði lokið ekki seinna en um næstu áramót.“ Starfsmenn leikskólans fordæma þessa ákvörðun og er það eindreg- in krafa þeirra að málið verði leyst sem fyrst. Leikskólar starfa ekki án leikskólastjóra og samkvæmt lög- um á hann að vera til staðar. Starfs- fólk hefur með þrautseigju og elju- semi náð að halda leikskólanum gangandi hingað til en ljóst þykir að ef málið leysist ekki hið snarasta muni staðan fara að bitna alvarlega á skólastarfinu. Nú eru viðkvæmir tímar á leikskólanum, aðlaganir og börn að færast á milli deilda og það er ekki boðlegt að starfsfólk þurfi að hafa áhyggjur af málum sem þessu á meðan. Í augum okkar er þessi ákvörðun sveitarstjórnar algjör van- virðing í garð starfsmanna leikskól- ans sem og í garð leikskólastarfs í heild sinni. Við förum því fram á að ákvörðunin um að hætta við að ráða leikskólastjóra verði dreg- in til baka, að virðing verði borin fyrir umsóknarferlinu og að leik- skólastjóri verði ráðinn hið fyrsta. Virðingarfyllst, starfsfólk leikskól- ans Andabæjar á Hvanneyri.“ Yfirlýsing frá foreldra- félagi Andabæjar „Foreldrafélag Andabæjar vill lýsa yfir óánægju sinni með ástand mála í leikskólanum. Okkur þyk- ir það óásættanlegt að ekki skuli vera starfandi leikskólastjóri í An- dabæ síðan 1. ágúst. Staða leik- skólastjóra var auglýst 9. júlí s.l. og áhersla lögð á að sá aðili yrði að geta hafið störf strax í ágúst. Í fundar- gerð frá fræðslunefndarfundi þann 11. ágúst nr. 1508002 kemur fram “Ein umsókn barst um starfið. Að höfðu samráði við verðandi sviðs- stjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggð- ar er lagt til að fallið verði frá ráðn- ingu að sinni og fyrirkomulag og stjórnun leikskólans skoðuð. Þeirri skoðun verði lokið ekki seinna en um næstu áramót.” Sú umsókn sem borist hafði var frá núverandi deild- arstjóra, Ástríði Guðmundsdóttur sem uppfyllir menntunarkröfur sem og að hafa reynslu, góða þekkingu á skólanum og starfsemi hans. Einnig nýtur hún trausts stjórnar foreldra- félagsins til að gegna þeirri stöðu,“ segir í ályktun sem foreldrafélagið samþykkti nýverið. Foreldrar segjast engin boð hafa fengið eða útskýringar á stöðu mála eftir sumarleyfi en það hefur skap- að óöryggi meðal nemenda og for- ráðamanna. „Ætla má að það komi einnig illa fyrir nýja nemendur sem eru að hefja leikskólagöngu sem og foreldra þeirra. Við lýsum yfir fullu trausti til starfsfólks Andabæjar en það skapar óvissu og óöryggi þeg- ar ekki er hægt að fá útskýringar á stöðu mála né vita hvað sé í hyggju í náinni framtíð. Við viljum koma á framfæri óánægju með að ekki hafi átt sér stað samtal við foreldra né starfsfólk Andabæjar um ástæð- ur þess að ekki verði ráðið í auglýsta stöðu leikskólastjóra eða útskýringar á því af hverju því hafði verið frest- að. Einnig viljum við koma á fram- færi óánægju með að hætt sé að taka inn 12 mánaða börn. Sá möguleiki hafði mælst mjög vel fyrir í foreldra- samfélaginu og hróður hans jafn- vel borist út fyrir sveitarfélagið sem mjög ákjósanlegan kost. Það að lok- að var fyrir þennan möguleika skap- aði enn á ný óvissu í samfélaginu þar sem stuttur fyrirvari var á breyting- unum og lítið svigrúm til aðlögun- ar á nýjum úrlausnum. Fáir aðrir möguleikar eru á daggæslu fyrir ung börn sem hefur bein áhrif á staðinn og rýrir sem ákjósanlegan kost til búsetu og/eða náms.“ mm Starfsfólk og foreldrafélag Andabæjar fordæmir ákvörðun um leikskólastjóralausan skóla Dagana 23. - 26. júlí síðastliðna var Íslandsmótið í golfi haldið á Garða- velli á Akranesi þar sem Signý Arn- órsdóttir úr GK og Þórður Rafn Gissurarson úr GR stóðu uppi sem sigurvegarar. Golfklúbburinn Leynir átti veg og vanda að fram- kvæmd mótsins og nú þegar mán- uður er liðinn frá því að því lauk lít- ur Guðmundur Sigvaldason fram- kvæmdastjóri til baka og gerir upp Íslandsmótið í golfi 2015. „Við gáf- um okkur tvö ár í undirbúnings- vinnu. Fylgdumst með Íslands- mótunum árin 2013 og 2014, sáum hvað var vel gert þar og hvern- ig við hjá GL gætum gert hlutina á Garðavelli. Skipulag mótsins í ár tók því mið af fyrri mótum. Við lærðum mikið á því að gefa okkur góðan tíma í undirbúninginn,“ seg- ir Guðmundur. „Völlurinn hefur sjaldan verið eins góður, bæði hvað varðar uppsetningu og annað. Auk þess lék veðrið við okkur alla móts- helgina. Það gekk allt upp og mótið var vel heppnað í alla staði. En það sem stendur mest upp úr er gríðar- lega vel skipulagt Íslandsmót. Um hundrað manns á öllum aldri komu að framkvæmd mótsins á einn eða annan máta og starfsmenn, félags- menn og sjálfboðaliðar allir sem komu að mótinu eiga gríðarlegt þakklæti skilið,“ bætir hann við. Flottur klúbbur og hópur félagsmanna Guðmundur áætlar að um 500 manns hafi verið á keppnissvæðinu á lokadegi mótsins. Margir hafi kom- ið og fylgst með á hverjum degi og fjöldi áhorfenda hafi farið vaxandi eftir því sem leið á. Mikil vinna var lögð í að gera upplifun keppenda og gesta sem allra besta sem gerði það að verkum að klúbburinn var vel í stakk búinn að taka á móti miklum fjölda gesta yfir helgina. „Umgjörð- in var glæsileg, þó ég segi sjálfur frá. Við gáfum þeim mótum sem hald- in hafa verið á höfuðborgarsvæð- inu ekkert eftir með því að reisa áhorfendastúku, setja upp skjá og fleira. Keppendur voru einnig mjög ánægðir með alla umgjörð mótsins, við urðum varir við það í aðdraganda þess,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að ekkert þessa hefði ver- ið mögulegt án þeirrar miklu vinnu sem allir sem komu að mótinu lögðu á sig. „Ég er mjög stoltur af því hvað við eigum flottan klúbb og flottan hóp félagsmanna. Eftir því er tekið. Þeir sem munu halda komandi Ís- landsmót eru þegar byrjaðir að hafa samband og horfa til þess hvernig til tókst hjá okkur,“ bætir hann við og segir gott að geta miðlað reynslu af mótum sem þessum milli klúbba, frá ári til árs. „Einnig má geta þess að Eimskip er að gera góða hluti með samstarfi sínu við GSÍ. Það skilar sér í því að umgjörð mótaraðarinnar er orðin glæsileg. Þetta er góð sam- vinna.“ Golfsumarið senn á enda Framundan í starfi Golfklúbbs- ins Leynis er Vatnsmótið, lokamót kvenna og Bændaglíman. „Völlur- inn hefur verið mjög vel sóttur og mikil umferð um hann í allt sumar. Bændaglíman er síðasta mótið sem við höldum á hverju ári. Eftir sept- ember fer svo aðeins að hægja á starfi klúbbsins. Um mánaðamót- in nóvember, desember, færum við okkar starf í inniaðstöðuna. Þar er golfhermir sem kylfingar geta nýtt til æfinga, púttaðstaða og net til þess að slá í. Það er bjart fram- undan í starfi Leynis,“ segir Guð- mundur. „Mig langar enn og aftur að þakka starfsmönnum, félagsmönn- um, sjálfboðaliðum, keppendum og öllum gestum fyrir sitt framlag á vel heppnuðu og góðu Íslands- móti,“ segir Guðmundur, hæst- ánægður með Íslandsmótið í golfi á Garðavelli 2015. kgk Guðmundur Sigvaldason gerir upp Íslandsmótið í golfi „Það gekk allt upp og mótið var vel heppnað í alla staði“ Guðmundur Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, kveðst hæstánægður með vel heppnað Íslandsmót í sumar. Fjöldi gesta sótti Garðavöll heim meðan á mótinu stóð. Áætlað er að um 500 manns hafi verið á keppnissvæðinu á lokadegi Íslandsmótsins, flestir við 18. flöt þar sem þessi mynd er tekin. Ljósm. seþ. Áhorfendur fylgjast með Skagakonunni Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL slá af fyrsta teig á Íslandsmótinu. Valdís hafnaði í öðru sæti á mótinu. Um hundrað manns á öllum aldri komu að framkvæmd mótsins með einum eða öðrum hætti. Þessir vösku piltar voru í þeim hópi. Ljósm. fengin af facebook-síðu GL.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.