Skessuhorn - 16.09.2015, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 11
Undanfarna daga hefur laxveiðin
gengið frábærlega í ám landsins. Nú
stefnir víða í afburðasumar og met
falla. „Bæði heildartalan og vikuveið-
in eru með því besta sem sést hef-
ur síðustu tíu árin. Það er einung-
is árið 2008 sem skilar betri árangri,“
skrifaði Þorsteinn á Skálpastöðum á
vef Landssambands veiðifélaga um
miðja síðustu viku. Þorsteinn segir
að veiðin í fyrstu viku september hafi
verið sú mesta á þessum tíma árs úr
sjálfbærum ám síðan LV fór að halda
utan um veiðitölur.
Úr Dölum
Talsverð úrkoma síðustu daga hefur
heldur betur hleypt lífi í veiðina og
haustveiðin stefnir í að verða ágæt.
„Við fengum fína laxveiði, 12 laxa en
lítið af bleikju. Hvolsáin er komin vel
yfir 100 laxa,“ sagði Siggi Kalla sem
var á veiðislóðum í Hvolsá og Stað-
arhólsá fyrir skömmu. Eitthvað hefur
veiðst af bleikju þarna, eða í kringum
150 stykki, en sú veiði hefur reyndar
oft verið meiri.
Búðardalsá er kominn með 475
laxa og veiðimenn hafa verið að fá
fína veiði í henni.
Lítið hefur frést af Flekkudalsánni.
Einn og einn lax hefur verið að tog-
ast upp úr ánni.
Fáskrúð í Dölum hefur gefið 180
laxa og veiðimenn sem voru þar fyrir
skömmu fengu sjö laxa.
„Þetta er bara mok. Áin hefur gef-
ið 1300 laxa en var ekki góð í fyrra.
Það er núna fiskur um alla á,“ sagði
Haraldur Eiríksson þegar við spurð-
um um Laxá í Dölum, sem hefur
heldur betur gefið vel í sumar. Hollin
hafa verið að gefa yfir 100 laxa. Ein-
ungis er veitt á flugu í Laxá.
„Það gengur vel í Haukadalsá, en
áin hefur gefið um 600 laxa og það
er víða fiskur í henni,“ sagði Ari
Hermóður Jafetsson um stöðuna í
Haukadalsánni.
„Það eru komnir næstum 300 lax-
ar úr Miðá og eitthvað af bleikju,“
sögðu veiðimenn sem voru að koma
úr ánni fyrir skömmu og það er víða
fiskur. „Við fengum vel í soðið,“
bættu þeir við.
„Veiðin er búin að ganga vel hjá
okkur í sumar. Laxveiðin verið góð
og einnig silungurinn. Einn veiði-
maður er búinn að veiða yfir 20 laxa
í ánni,“ sagði Níels Sigurður Ol-
geirsson á Seljalandi í Hörðudal um
Hörðudalsána.
Lítið hefur frést af Dunká eftir að
svissneski veiðimaðurinn Doppler
tók við henni og það sama má segja
um Álftá á Mýrum en hann er einn-
ig með hana. Veiðimaður átti leið
framhjá Álftá fyrir skömmu, taldi
60 laxa í einum hylnum. Veiðimenn
voru hvergi sjáanlegir.
Gott víða á Snæfellsnesi
og í Borgarfirði
Straumfjarðará er að komast í 500
laxa sem verður að teljast mjög gott.
„Veiðin hefur góð í Haffjarðará og
áin komin 1.640 laxa,“ sagði Einar
Sigfússon. Hann hefur einnig annast
sölu laxveiðileyfa í Norðurá í Borg-
arfirði en þar er lokatalan í sum-
ar 2.886 laxar sem verður að teljast
prýðilegt.
Góður gangur hefur verið í Hít-
ará og er áin komin með 1.240 laxa.
Bjarni Júlíusson og fjölskylda voru
þar um helgina og veiddu vel. Mögu-
leiki er að veiðimet falli í Hítará eins
og víðar á svæðinu.
„Langá er að komast í 2.190 laxa,
sem er frábær veiði,“ sagði Ari Her-
móður Jafetsson framkvæmdastjóri
Stangaveiðifélags Reykjavíkur um
Langána. Áin hefur verið góð frá
fyrsta degi í sumar.
Gljúfurá í Borgarfirði hefur verið
frábær í sumar og met frá gamalli tíð
er í hættu. Áin hefur núna gefið 570
laxa, að sögn Sigurðar Skúla Bárðar-
sonar sem er í árnefnd Gljúfurár.
„Áin hefur gefið 2.280 laxa,“ sagði
Aðalsteinn Pétursson leiðsögumað-
ur við Þverá í Borgarfirði, þegar við
spurðum um ána sem hefur heldur
betur gefið vel af laxi í sumar þrátt
fyrir vatnsleysi stóran hluta sum-
ars. Lítið vatn varð reyndar til þess
að veiðin varð töluvert minni í Þverá
og laxinn gekk seinna í Kjarará. Auk-
ið rennsli breytti því og nú veiðist lax
um alla Kjarará upp í efstu veiðistaði
á Gilsbakkaeyrum og þar fyrir ofan.
Flókadalsá í Borgarfirði hefur gef-
ið 711 laxa á tvær stangir og hafa
veiðimenn verið að fá fína veiði þar
að undanförnu.
Reykjadalsáin hefur ekki ver-
ið síðri en kannski aðeins færri lax-
ar. „Reykjadalsá hefur gefið 260
laxa,“ sagði Óskar Færseth og bætti
við: „Sigmar og félagar voru fyrir
skömmu og fengu 21 lax og þar af 19
á fluguna.“
Grímsá í Borgarfirði er kom-
in með 1.140 laxa á land og eins og
fleiri ár á svæðinu bætir hún sig um
helming frá fyrra ári. ,,Veiðin hefur
góð í Grímsá,“ sagði Haraldur Ei-
ríksson hjá Hreggnasa.
„Við erum að komast í 940 laxa,“
sagði Ólafur Johnson þegar við
spurðum um Laxá í Leirársveit sem
hefur verið á góðu róli í allt sum-
ar. „Gætum farið yfir þúsund laxana
áður en yfir lýkur,“ sagði Ólafur enn
fremur.
gb
Rigningarnar hleyptu
auknu lífi í annars
gott laxveiðisumar
Veiðimaður með nýgenginn lax úr Þverá í Borgarfirði fyrr í sumar.
Ljósm. Aðalsteinn.
Kári Jónsson með fínar bleikjur úr lóninu í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Ljósm. gb.
Borgarbyggð auglýsir lausar eftirfarandi stöður:
SÁLFRÆÐINGUR Starfshlutfall er 50 – 100%.
Verkefni og ábyrgðarsvið
• Forvarnarstarf til að stuðla að velferð barna og ungmenna
• Snemmtækt mat á stöðu nemenda, greining og ráðgjöf
• Ráðgjöf til foreldra og barna
• Stuðningur við starfsemi og starfshætti í skólum með ráðgjöf og fræðslu
• Greining og meðferð vegna barnaverndarmála
• Önnur teymisvinna á fjölskyldusviði
Hæfniskröfur
• Löggildur sálfræðingur
• Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi
• Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum
TALMEINAFRÆÐINGUR Starfshlutfall er 50 – 100%.
Verkefni og ábyrgðarsvið
• Fagleg forysta í málþroska og læsi barna og ungmenna
• Snemmtækt mat á stöðu nemenda, ráðgjöf og fræðsla
• Ráðgjöf til foreldra og barna
• Stuðningur við starfsemi og starfshætti í skólum með ráðgjöf og fræðslu
• Önnur teymisvinna á fjölskyldusviði
Hæfniskröfur
• Löggildur talmeinafræðingur
• Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi
• Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
DAGFORELDRAR
Verkefni og ábyrgðarsvið
• Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
• Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
• Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
• Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni
Hæfniskröfur
• Skal ekki vera yngri en 20 ára
• Heilsuhraustur
• Rík ábyrgðartilfinning
• Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
• Aðgangur að útileiksvæði
Möguleiki er á húsnæði fyrir dagforeldra sem vilja starfa á Bifröst. Niðurgreiðslur og gjöld foreldra
eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.
UMSÓKNAFRESTUR ER TIL OG MEÐ 25. SEPTEMBER 2015.
Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang:
annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5