Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Qupperneq 12

Skessuhorn - 16.09.2015, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201512 Grímshúsið í Brákarey Borgarnesi hefur fengið andlitslyftingu í sum- ar. Búið er að skipta um alla glugga í húsinu og byrjað að einangra með steinull og klæða húsið með báru- járni að utan. Að sögn Ámunda Sigurðssonar, eins þeirra sem hef- ur unnið að endurbótunum, á að ljúka við að einangra suðaustur- og norðausturhliðar hússins fyrir vet- urinn og láta hinar hliðarnar bíða betri tíma. Grímshúsið stendur við höfn- ina í Borgarnesi. Húsið er stein- steypt, upphaflega á tveimur hæð- um, 168 fermetrar að grunnfleti og 959 rúmmetrar. Það var útgerðar- félagið Grímur hf. sem lét byggja húsið árið 1942. Að framkvæmdun- um stendur Grímshússfélagið sem stofnað var gagngert haustið 2011 til þess að vinna að endurbótum á húsinu. þg Grímshúsið tekur sífellt á sig frísklegra yfirbragð Ýmsar leiðir eru færar til að kenna börnum stærðfræði með skilningi og raunhæfum dæmum. Meðal ann- ars má nota kubba, eins og á með- fygljandi mynd, til að raða saman ýmsu sem síðan er hægt að marg- falda, leggja saman, deila eða draga frá. Fé í dilkum er síst verra en hvað annað. Börnin í 1.-4. bekk Grunn- skóla Borgarfjarðar á Kleppjárns- reykjum voru í stærðfræði hjá Sig- rúnu Hjartardóttur kennara sín- um í liðinni viku. Saman byggðu þau fjárrétt með öllu tilheyrandi. Þá gátu börnin úr sveitinni frætt þau úr þéttbýlinu um ýmislegt sem sveitastörfum tilheyrir. Auk þessar- ar fjárréttar var byggð fjárgirðing og meira að segja réttarskúr, því kon- urnar í kvenfélaginu þurftu aðstöðu til að selja flatkökur með hangikjöti! Myndin á vel við núna því tími leita og rétta stendur sem hæst. Gang- afólki, bændum og búsmala er ósk- að velfarnaðar í verkefnunum sem framundan eru. mm Lært með réttunum Þær Anna Berta Heimisdóttir, Kar- en Þórisdóttir og Tinna Guðrún Ívarsdóttir, nemendur í 10. bekk í Grundaskóla á Akranesi, færðu dag- vist skólans fullbúið dúkkuhús að gjöf nú í upphafi skólaárs. Húsið hönnuðu þær undir leiðsögn Krist- ins Guðbrandssonar smíðakennara og smíðuðu svo sjálfar. „Við ákváð- um að gera þetta í smíði og flettum svo í gegnum alls konar blöð til að fá hugmyndir. Þetta var alls ekki erfitt, nema að gera vaskinn og baðið - það var mjög erfitt,“ segja stelpurnar í samtali við Skessuhorn. Húsinu skil- uðu þær fullbúnu, með öllu tilheyr- andi. „Við saumuðum sængurver og handklæði, hengdum upp myndir og settum allt sem okkur datt í hug inn í húsið. Við vorum ekkert að drífa okkur með þetta, það tók okk- ur alveg heila önn að klára húsið,“ segja stelpurnar. Skóladagvistin átti ekkert slíkt hús fyrir og því ljóst að yngri nemendur skólans geta notið þessa verkefnis stúlknanna. grþ Smíðuðu dúkkuhús fyrir yngri nemendur Landsþing Rótarý á Íslandi, umdæmis 1360, verður haldið í Borgarnesi helgina 9.-10 október næstkomandi. Hefð er fyrir því að þingið haldi sá klúbbur þaðan sem umdæmisstjórinn kemur hverju sinni. Magnús B Jónsson á Hvann- eyri var eins og kunnugt er fyrr á þessu ári settur í embætti forseta umdæmisins 1360. Umdæmisþingið markar að þessu sinni ákveðin tíma- mót því það verður númer sjötíu í röð þinga Rótarý á Íslandi. Þing- haldið fer fram á Hótel Borgarnesi en auk þess verður farið í skoðun- arferðir um Borgarfjörð. Þórir Páll Guðjónsson er formaður undirbún- ingsnefndar og félagi í Rótarýklúbbi Borgarness. „Vinna við undirbúning þing- haldsins hófst fyrir um tveimur árum þegar kynnt var á Selfossi að Magnús B Jónsson yrði umdæm- isstjóri starfsárið 2015-2016. Skip- uð var undirbúningsnefnd og auk hennar átta undirnefndir sem all- ar hafa unnið ötullega að undirbún- ingi,“ segir Þórir Páll. „Það starf hefur allt gengið vonum framar og meðal annars hefur ritnefnd okk- ar nú fengið úr prentun 52 síðna kynningarblað, með hinni ljóðrænu skírskotun til héraðsins; „Kyssti mig sól.“ Blaðinu verður dreift til Rótarýklúbba um allt land og auk þess borið inn á öll heimili á næstu dögum á starfssvæði Rótarýklúbbs Borgarness. Þar geta íbúar lesið sig til um stiklur úr starfi klúbbsins, gildi hreyfingarinnar og væntanlegt umdæmisþing í Borgarnesi.“ Sjálft þinghaldið hefst föstudag- inn 9. október með skráningu, mót- töku og farið verður í kynnisferð- ir. „Þema okkar er „menntun, saga, menning“ og tekur dagskrá um- dæmisþingsins og blaðsins okk- ar mið af því. Við kynnum sögu og sérstöðu héraðsins og fáum til liðs við okkur tónlistarfólk til að krydda dagskrána. Á laugardeginum verður hið eiginlega þinghald og fara mak- ar þingfulltrúa í kynnisferð á með- an. Á laugardagskvöldinu verður svo hátíðarkvöldverður þar sem Gísli Einarsson verður veislustjóri. Við eigum von á 140-150 gestum og þar af erlendum fulltrúum Rotary Inter- national og frá Norðurlöndunum. Við vonum að okkur takist vel upp í hlutverki gestgjafans og að þing- ið verði Borgfirðingum öllum til sóma,“ segir Þórir Páll Guðjónsson. mm Halda umdæmisþing Rótarý í Borgarnesi Forsíða kynnningarblaðs Rótarýklúbbs Borgarness sem á næstu dögum verður dreift inn á öll heimili á starfssvæði klúbbsins. Sigurbrandur Jakobsson hefur tek- ið við sem útibússtjóri Fiskmark- aðs Íslands á Akranesi. Hætta var á að markaðurinn myndi loka á vor- mánuðum vegna veiks rekstrar- grundvallar sem stafar af því hve lítið af fiski er selt í gegnum hann á ársgrundvelli. Samkomulag var svo gert milli Fiskmarkaðarins, Faxa- flóahafna og Akraneskaupstað- ar um samnýtingu bæði á húsnæði og starfskrafti og var markaðnum því haldið opnum og Sigurbrandur ráðinn í framhaldinu. Sigurbrand- ur er Vestlendingur í húð og hár, alinn upp í Stykkishólmi. Hann er ættaður frá Galtará í Reykhólasveit og frá Öxney í Skógarstrandar- hreppi, í Suðureyjaklasanum aust- an við Stykkishólm. Rannveig Jó- hannsdóttir eiginkona hans er aftur á móti Akurnesingur. „Við bjugg- um áður á Akureyri, þar sem ég fékk ágætis vinnu. Fjölskyldan að- lagaðist hins vegar ekki alveg eins vel og langaði heim á Skagann. Það var því alveg frábært að fá þetta starf, þá höfðum við góða ástæðu til að geta flutt hingað,“ segir Sigur- brandur í samtali við blaðamann. Alltaf eitthvað framundan Hjónin eiga stóra fjölskyldu og eru börnin fimm talsins. Það er oft og tíðum fjör á heimilinu enda eru börnin ung, það yngsta eins árs en elsta er þrettán ára. Sigurbrand- ur segir alla vera ánægða með að vera komna suður á Akranes. „Fjöl- skylda konunnar er búsett hér meira eða minna og hér á Vestur- landi liggja ræturnar. Flutningarn- ir gengu eins og í sögu, við fengum heljarinnar raðhús sem hentar fjöl- skyldunni mjög vel.“ Á Akureyri starfaði Sigurbrandur sem hafnarvörður hjá Akureyrar- höfn og líkaði vel. „Ég er með bæði vélstjóra- og skipstjórnarréttindi og var til að byrja með vélstjóri á hafnsögubátunum í höfninni á Ak- ureyri, síðar skipstjóri.“ Hann tók við starfi sem útibússtjóri á Akra- nesi nú um mánaðamótin og er því enn að kynnast starfinu sem leggst vel í hann. „Það er reyndar frekar lítið magn sem fer hér í gegn á köfl- um en talsvert á strandveiðitíman- um. Það var full ástæða til að halda þessu opnu, það er alltaf eitthvað framundan,“ segir Sigurbrandur að endingu. grþ Nýr útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi Sigurbrandur Jakobsson er útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi. Umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi haldið í Borgarnesi 9. - 10. október 2015 Kyssti mig sól

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.