Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Page 18

Skessuhorn - 16.09.2015, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201518 „Ég hef verið formaður núna í bráðum tvö ár. Kom ekki inn í þetta sem neinn sérfræðingur um fótbolta heldur vegna þess að ég hafði góða reynslu og þekkingu á rekstri,“ sagði Magnús Guð- mundsson, formaður Knattspyrnu- félags ÍA, í samtali við Skessuhorn. „Við byrjuðum á sama tíma, ég og Sævar Freyr Þráinsson varafor- maður og eitt af fyrstu markmið- um okkar var að vinna á grundvelli jafnréttis kynjanna. Það skyldi vera sú meginstefna sem unnið yrði eft- ir í framtíðinni,“ segir Magnús. „Fótboltaheimurinn hefur í gegn- um tíðina verið mjög karllægur. Við rákum okkur á þetta strax í upphafi, auk þess sem við fengum ábendingar bæði frá stelpum og strákum í félaginu. Sem lítið dæmi má nefna mismunandi aðstöðu í búningsklefum meistaraflokks karla og kvenna. Strákarnir höfðu allir læsta skápa en stelpurnar voru bara með snaga. Við höfðum sam- band við Regínu bæjarstjóra, sýnd- um henni þetta og í kjölfarið voru keyptir skápar sem verða settir upp innan tíðar. Þetta er lítið dæmi en lýsandi og þetta skiptir máli. Við verðum líka að reyna að gera um- gjörðina í kringum leiki stelpnanna veglegri til jafns við leiki hjá strák- unum,“ segir hann. Í því samhengi nefnir hann gott og óeigingjarnt sjálfboðastarf heimaleikjahóps ÍA. Eins og kom fram í Skessuhorni fyrr í sumar kom sá hópur í upphaflega saman með það að markmiði að vekja at- hygli og auka áhuga á kvennaknatt- spyrnunni. Það gerði hann með- al annars með því að bjóða upp á kaffiveitingar í hálfleik, safna vinn- ingum í aðgangsmiðahappdrætti og færa manni leiksins, að mati stuðningsmanna ÍA, listaverk eft- ir listamann af Skaganum. „En enn finnst mér vanta fleiri Skagamenn á kvennaleiki þó það sé ákveðinn kjarni sem mætir á hvern einasta leik og styður við bakið á liðinu.“ Þær ætluðu sér upp aftur Magnús telur að fyrir sumarið hafi fæstir átt von á að ÍA færi strax upp aftur. Liðið sjálft hafi verið stað- ráðið í því að komast aftur í deild þeirra bestu. „Eftir að þær féllu heyrði maður strax á hópnum að þær ætluðu sér upp. Ég held að væntingar hér í bænum hafi ekki verið miklar. Við misstum marga leikmenn en ég veit til þess að þær sögðu við Þórð þjálfara að þær ætluðu sér að fara beint upp aft- ur. Þórður á auðvitað stóran þátt í þessu öllu saman,“ segir hann. Úr því Magnús minntist á þátt þjálfarans í árangri liðsins stenst blaðamaður ekki mátið að spyrja hann út í þjálfaramál næsta sum- ars þar sem samningur félagsins við Þórð renni út innan skamms og viðræður hafi ekki átt sér stað enn. „Ég á von á því að rætt verði við Þórð á næstu dögum. Við setj- umst niður og förum yfir stöðuna eftir að landsliðsverkefninu lýkur,“ segir Magnús, en Þórður er einn- ig þjálfari U19 ára landsliðs Íslands heldur til undankeppni fyrir EM 2016 í Sviss dagana 15.-20. sept- ember næstkomandi. „En Þórði hefur tekist að byggja upp góða liðsheild og stemningu úr góðum efnivið af heimamönn- um. Ég tel að það sé einn mesti styrkleiki félagsins hvað það er góður efniviður yngri leikmanna, bæði hjá konunum og körlunum. Það hefur verið unnið mjög gott og markvisst yngri flokka starf hér á Skaganum á síðustu tíu árum. Þannig starf er langtímaverkefni, hugsað til að byggja á í framtíðinni og við erum að sjá afraksturinn af því núna,“ segir Magnús. Hart barist um leikmenn Aðspurður hvort standi til að styrkja liðið fyrir átökin í úrvals- deildinni næsta sumar segir Magn- ús það ekki hafa verið rætt enn. Það verði hins vegar skoðað í samráði við þjálfara hvaða leikmenn lið- ið vanti og hvaða leikmenn félagið hafi efni á, því það kosti peninga að styrkja knattspyrnulið. Samkeppn- in um leikmenn sé hörð við efnaðri félög á höfuðborgasvæðinu. Bæði sé barist um að fá leikmenn og eins að halda efnilegum leikmönnum hjá félaginu. „Mín skoðun er sú að við þurfum að skapa okkur sérstöðu til þess að fá leikmenn til félags- ins og halda þeim hér. Eitt tæki- færi til þess er ný afreksbraut FVA, hún gæti orðið ein stoð til þess að fá leikmenn til að koma hing- að fyrr en þeir hefðu kannski gert og kannski vera hér áfram. Það er nefnilega liðin tíð, eins og var einu sinni, að góðir leikmenn utan af landi áttu það til að stoppa hér, fara ekki alla leið til Reykjavíkur,“ segir hann og nefnir Ólaf Adolfs- son sem dæmi, en hann kemur einmitt frá Ólafsvík. „Við verðum að búa til umgjörð sem hefur sér- stöðu og laðar að ungt íþróttafólk. Við ætlum að komast enn lengra í að efla faglegt vinnubrögð í þjálf- un og styrkja yngri flokkana og sú vinna er þegar hafin.“ Samfélagslegt verkefni að reka íþróttafélag „Akraneskaupstaður er stóri sam- starfsaðilinn okkar auk ýmissa fyr- irtækja á svæðinu. Það er í sam- vinnu við Akraneskaupstað sem við höfum beint athyglinni að því að jafnréttis verði að gæta varðandi aðstöðu að aðgengi að mannvirkj- um í eigu bæjarins,“ segir Magn- ús og bætir því við að unnið sé að áætlun varðandi aðstöðumálin til næstu ára, bæði með tilliti til þess að bæta aðstöðuna og eins vegna nauðsynlegs viðhalds mannvirkja. „Núverandi bæjarstjórn hefur tek- ið vel í aukið samstarf,“ segir hann og fagnar um leið auknu samstarfi félagsins við bæjaryfirvöld. „Það eru um 500 iðkendur í félaginu og knattspyrna er því stór hluti af æskulýðsstarfinu í bænum.“ Aðspurður hvort einhver kostn- aðaráætlun liggi fyrir varðandi umbætur og viðhald og hve stór- an hluta hans bærinn komi til með að reiða af hendi segir Magnús að þessa dagana sé verið að reikna það út og enginn geti svarað því að svo stöddu. „Rekstur félagsins kostar um 170 milljónir á ári. Fyrir utan æfinga- gjöld iðkenda treystum við á styrki fyrirtækja og frá bænum og vissu- lega er Akraneskaupstaður mikil- vægur samstarfsaðili. Það er sam- félagslegt verkefni að reka íþrótta- félag og mikilvægur hluti þess að Akranes sé góður staður til að alast upp á. Mér finnst ég finna aukinn skilning á því hjá bænum að náið samstarf sé mikilvægt,“ útskýrir Magnús. „En það þarf meira fjármagn til að efla knattspyrnuna svo að meist- araflokksliðin okkar fari aftur að vinna titla og það á ekki síst við um kvennaknattspyrnuna,“ segir hann og bætir því við að í undirbúningi sé að setja saman hóp til að styðja sérstaklega við kvennaknattspyrn- una á Akranesi. Enn fremur veltir hann upp möguleika þess að sækja styrki til fyrirtækja sem verði sér- staklega ætlaðir til að efla kvenna- boltann. „Við verðum að leita allra leiða til að halda áfram að efla kvennaknattspyrnuna og uppfylla þá kröfu stuðningsmanna að vera meðal þeirra bestu í bæði karla- og kvennaboltanum,“ segir Magnús. Góð liðsheild mun halda liðinu uppi Aðspurður um næsta sumar telur Magnús að kvennalið ÍA eigi erfitt verkefni fyrir höndum næsta sumar í deild þeirra bestu. „En ég hef trú á því að þær haldi sér uppi á sam- heldni og dugnaði,“ segir hann. Þær hafi sýnt það í sumar að þær séu tilbúnar að leggja mikið á sig til að ná árangri og hafi skapað góða liðsheild sem skiptir öllu máli þó að ef til vill þurfi að styrkja lið- ið með utanaðkomandi leikmönn- um. „Eftir næsta sumar held ég að það verði sagt að þær hafi haldið sér uppi á góðri liðsheild og góð- um stuðningi baklandsins á Akra- nesi því það skiptir máli að liðið finni stuðning alla leið. Því hvet ég alla til að vera duglega að mæta á leiki og styðja liðið,“ segir Magnús Guðmundsson að lokum. kgk Mikilvægt að starf knattspyrnufélagsins sé unnið á grundvelli jafnréttis spjallað við Magnús Guðmundsson, formann KFÍA Magnús Guðmundsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.