Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 27 Dag ur í lífi... Nafn: Rebekka Unnarsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Í sambúð, á eina dóttur. Starfsheiti/fyrirtæki: Verk- efnastjóri í Átthagastofu Snæ- fellsbæjar. Áhugamál: Ferðalög, matur, tónlist og útivist. Mánudagurinn 7. september 2015 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég var vakin klukkan sjö af dóttur minni og fengum okkur morgunmat saman. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fékk mér hafragraut. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór til vinnu kl. 9 á bíl. Fyrstu verk í vinnunni: Gera allt klárt fyrir daginn, kveikja á tölvunni og hella upp á kaffi. Hvað varstu að gera klukkan 10? Ég var að gefa ferðamönn- um upplýsingar um áhugaverða staði á Snæfellsnesi. Hvað gerðirðu í hádeg- inu? Ég fékk mér hádegismat í vinnunni. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég að undirbúa opn- un á myndlistarsýningu eftir franska listamanni Anne Hers- zog, sem var opnuð kl. 16 í Átt- hagastofu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti um kl 17. Það síðasta sem ég gerði var að ganga frá eftir opnunina á sýningunni. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fór og kíkti í heimsókn til foreldra minna. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það voru tortillur með hakki og grænmeti sem ég eld- aði. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var fremur rólegt. Kom dóttur minni í háttinn og síðan horfði ég aðeins á sjónvarpið. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa kl. 23:30 Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Kíkti aðeins á netið. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Opnunin á myndlist- arsýningunni. Eitthvað að lokum? Elskum lífið! Verkefnastjóra Átthagastofu Síðastliðinn fimmtudag fór fram verðlaunahending fyrir ljósmynda- keppni Hvalfjarðardaga, sem fóru fram 28. – 30. ágúst í Hvalfjarðar- sveit. Verðlaunamyndina átti Guð- jón Guðmundsson frá Akranesi. Niðurstaða og greinargerð dóm- nefndar er eftirfarandi: „Dómnefnd kom saman þann 1. september 2015 til að velja vinn- ingsmynd úr aðsendum myndum er bárust í ljósmyndakeppni Hval- fjarðardaga. Úr vöndu var að ráða því viðfangsefni flestra þessara góðu og vönduðu mynda er úr fjölbreyttri náttúru og umhverfi Hvalfjarðar- sveitar. Við valið á verðlaunamyndinni fékk dómnefnd einungis upplýsing- ar um innsendingarnúmer mynda sem sendar höfðu verið inn í keppn- ina og þegar dómnefnd hafði far- ið vel yfir innsendar myndir var það einróma samþykkt af dómnefnd að velja mynd nr. 90 sem vinningsmynd Ljósmyndakeppni Hvalfjarðardaga 2015. Dómnefnd var sammála um að myndin fangi vel fjölbreytileika Hvalfjarðarsveitar. Sjónarhorni myndarinnar er beint að fjallasýn, fjölbreyttu atvinnulífi og ægifagurri náttúru. Myndin er faglega unnin og uppbyggingin áhugaverð þar sem vegurinn leiðir okkur fyrirhafnar- laust inn í myndina. Að lokum fell- ur viðfangsefni hennar sannarlega vel að þema ljósmyndakeppninnar, sem var umhverfi og náttúra í Hval- fjarðarsveit. Dómnefnd vill færa vinningshafa og öllum þeim sem sendu myndir í ljósmyndakeppnina bestu þakkir fyr- ir þátttökuna. Dómnefnd telur eftir- sóknarvert að ljósmyndakeppni geti hér eftir orðið fastur liður í dagskrá Hvalfjarðardaga því fjöldi og gæði mynda staðfesta að áhugi er sannar- lega fyrir hendi.“ Fulltrúar dómnefndar afhentu Guðjóni verðlaun keppninnar, sem var glæsilegt gjafabréf frá Hót- el Glym í Hvalfirði sem inniheldur gistingu í fallegu herbergi í eina nótt fyrir tvo, þriggja rétta kvöldverð auk morgunverðarhlaðborðs daginn eft- ir, ásamt veglegri gjafakörfu frá Slát- urfélagi Suðurlands. Dómnefnd ljós- myndakeppninnar skipuðu Jónella Sigurjónsdóttir, Skúli Þórðarson og Örn Arnarson. -fréttatilkynning Úrslit í Ljósmyndakeppni Hvalfjarðardaga Verðlaunamyndina tók Guðjón Guðmundsson. Guðjón tekur við verðlaunum sínum. Með honum á myndinni eru dómnefndarfull- trúarnir Jónella Sigurjónsdóttir kennari og Skúli Þórðarson sveitarstjóri. Starfsfólk stofunnar býr yfir víðtækri reynslu úr íslensku atvinnulífi og á öllum sviðum lögfræðinnar. Ekki hika - hafðu samband! www.katlalogmenn.is Lilja Margrét Olsen, hdl. Katla lögmenn Ármúli 6 108 Reykjavík s: 565 4488 lilja@katlalogmenn.is www.katlalogmenn.is Öll almenn lögfræðiþjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir með fagmennsku, trúnað og persónulega þjónustu að leiðarljósi. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggisskór og stígvél Hjá Dynjanda færðu öryggisskó, öryggisstígvél og vinnufatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.