Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Qupperneq 28

Skessuhorn - 16.09.2015, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201528 „Stígandinn í rekstrinum hefur ver- ið rosa jákvæður. Við höfum auglýst mjög lítið, vildum sjá hvernig þetta myndi rúlla af stað og það hefur verið ánægjulegt að sjá aukninguna á milli ára,“ sagði Pálmi Jóhanns- son en undanfarin þrjú ár hefur hann rekið gistiheimilið Dalakot í Búðardal ásamt Önnu Sigríði Grét- arsdóttur. „Það er til dæmis miklu betri nýting á gistirýmum í sumar en árin þar áður.“ Síðan Pálmi og Anna Sigga hófu rekstur gistihússins hafa þau tek- ið húsnæðið í gegn. „Við byrjuð- um strax 2013 að taka gömlu álm- una í gegn, skiptum út flestu frá rafmagni og niður í sængurver. Í fyrravor réðumst við í að breyta íbúðinni, sem var hér á bakvið, í tvö herbergi og settum upp nýtt and- dyri sem er tvöfalt stærra en það gamla. Svo unnum við að því í all- an vetur að laga salinn og í vor og sumar var unnið við lóðina. Mok- að frá öllu húsinu, drenað, sökkull- inn klæddur og lóðin hellulögð og gróðursett hér í kring,“ segir Pálmi og bætir því við að þau hafi ákveðið að fara hægt í sakirnar, byggja upp og bæta smám saman og reyna að láta reksturinn standa undir fram- kvæmdum. „Það má alveg segja að maður hafi farið fram úr sér með því að drekkja sér í vinnu, en það gleymist fljótt þegar vel gengur. Nú er svo komið að Dalakot get- ur tekið við 25 manns í gistingu, 19 á gistiheimilinu sjálfu en auk þess eru hægt að leigja eitt hús í Búð- ardal í gegnum gistiheimilið. „Auk þess hefur færst í aukana að taka á móti hópum í mat og drykk,“ seg- ir Pálmi. Svæðið á mikið inni Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug að opna gistihús í Búð- ardal segir hann: „ Við sáum tæki- færi, vorum óhrædd við mikla vinnu og langa daga. Einnig fannst okkur spennandi að framkvæma og vera í rekstri á svæði sem á mikið inni, enda eru tækifæri allt í kringum okkur og hægt að gera svo margt spennandi hérna ef fólk hefur kjark til að framkvæma. Það sem við erum búin að gera hér hefur tekið styttri tíma en við áætluðum í upp- hafi,“ segir Pálmi. „Það sýnir bara að það var þörf fyrir svona framtak hér á svæðinu.“ Hjá Dalakoti starfa nú um fimm manns á ársgrundvelli, þrír yfir veturinn en milli sex og tíu yfir háannatímann frá maí og út septembermánuð. Markmiðið í framtíðinni er að sögn Pálma að ná betri nýtingu yfir vetrartímann. „Við erum nánast sprungin yfir sumarið og eins hef- ur matartraffíkin verið mjög góð og það er rosalega ánægjulegt að vita til þess að fólk sé tilbúið að bíða eft- ir því að fá borð þegar það er fullt,“ segir hann. „Ég hef hug á að reyna að gera meira út á hópa í vetur, vinnustaði og aðra sem vilja koma, njóta mat- ar og hafa það huggulegt, því við höfum opið allt árið. Við höfum líka tekið að okkur að sjá um þorra- blót og jólahlaðborð. „Auk þess er ég mjög ánægður með hvað heima- menn hafa tekið okkur vel og verið duglegir að koma,“ segir Pálmi Jó- hannsson að lokum. kgk Helga Garðarsdóttir var í nóvem- ber á síðasta ári ráðin í stöðu hjúkr- unarforstjóra hjúkrunar- og dvalar- heimilisins Barmahlíðar á Reykhól- um. Við ráðninguna gaf hún það út að hún hyggðist sinna starfinu í eitt ár til að byrja með og endur- meta stöðuna að því ári liðnu. „Ég sagðist myndu vera í ár, mér finnst það alveg lágmark til að komast al- mennilega inn í starfið. Það er eig- inlega ótrúlegt að það sé að verða liðið, mér finnst ég nýbyrjuð,“ seg- ir Helga „og hef ákveðið að vera áfram, eitt ár í viðbót. Ég er ekki tilbúin að plana lengra fram í tím- ann eins og er,“ bætir hún við. Helga útskrifaðist sem sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1993 og starfaði eftir það í eitt ár á barnadeild Landspítalands. Að því loknu ákvað hún að söðla um og lauk námi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. „Það var fínt að vera á Bifröst, góður tími. Skömmu síðar fórum ég og mað- urinn minn að eignast börn. Hann fékk vinnu í Englandi og við flutt- um út. Ég var húsmóðir í London í fimm ár, það var mjög góður tími,“ segir hún. Maður Helgu er Már Guð- mundsson og eiga þau saman fjög- ur börn. Tvö barnanna eru enn á grunnskólaaldri og flutti átta ára dóttir þeirra með Helgu í sveitina og er byrjuð í þriðja bekk í Reyk- hólaskóla. „Hún vildi koma með mér og var spennt að flytja í sveit- ina en yngri strákurinn vildi vera áfram í bænum hjá pabba sínum og bróður sem er í menntaskóla. Við erum því með heimili á tveimur stöðum. Það gengur ágætlega þó auðvitað sakni maður þess oft að vera ekki hjá þeim,“ segir Helga. „En eldri stelpan okkar er komin yfir tvítugt, orðin fullorðin og flutt að heiman,“ bætir hún við og bros- ir. Fann sig í hjúkrunar- fræðinni Eins og áður kom fram lauk Helga námi í viðskiptafræði að loknu sjúkraliðanáminu. Þar með er námssaga hennar þó ekki öll. „Mig hafði alltaf langað að læra hjúkr- unarfræði, hafði unnið við um- önnun frá því ég var unglingur og líkaði það vel. Ég hafði hug á því að skipta þegar ég var í sjúkralið- anáminu en það æxlaðist einhvern veginn öðruvísi. Eftir að ég klár- aði viðskiptafræðina og byrjaði að starfa á því sviði fann ég fljótt að það var ekki alveg fyrir mig. Síðan fór ég að eignast börn, flutti út og kom mér aldrei í hjúkrunarfræði- námið,“ segir hún. „Svo rakst ég á auglýsingu um hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri og hugsaði með mér: „Það er annað hvort nú eða aldrei.“ Vinkona mín sem var í sömu spor- um hafði greinilega séð þessa aug- lýsingu líka því hún hringdi í mig og sagðist ekki ætla að skrá sig nema ég gerði það líka. Við skellt- um okkur báðar og ég fann strax að þarna átti ég heima.“ Ánægð í leik og starfi Að loknu hjúkrunarfræðináminu hóf Helga störf á Landspítalanum en einn dag sá hún auglýst starf hjúkrunarforstjóra á Barmahlíð, ákvað að prófa að sækja um og fékk starfið. „Viðskiptafræðin hefur örugglega komið sér vel þegar ég sótti um. Mér datt hins vega aldrei í hug að ég þyrfti að flytja þegar ég sótti um. Ég hafði í raun ekki hugs- að svo langt,“ segir hún og brosir. „Það er erfitt að vera í burtu frá tíu ára stráknum en honum líður vel í Reykjavík hjá pabba sínum. En ég kann rosalega vel við mig hérna, mér líkar smæðin og líður vel. Dóttir mín er líka hæstánægð og mikil sveitamanneskja. Einnig er gaman að hafa getað endurnýj- að kynnin við Ástu Sjöfn, æskuvin- konu mína sem flutti hingað á sín- um tíma, náði sér í mann og eign- aðist með honum börn.“ Auk þess að láta vel af staðnum segist Helga einnig vera ánægð með starfið og samstarfsfólk sitt á Barmahlíð. „Þetta er reyndar meiri vinna en ég hélt,“ segir hún og hlær. „Ég myndi gjarnan vilja geta varið meiri tíma í hjúkrunarhlut- ann. Það fer mikill tími í pappírs- vinnu og fjármálahlutann,“ bætir hún við og veltir því fyrir sér að ef til vill væri betra ef um tvö aðskil- in störf væri að ræða en þau störf yrðu ekki endilega full stöðugildi tveggja starfsmanna. Annað liti að hjúkrunarhlutanum og hitt að rekstrarhliðinni. „Samt sem áður er gott að hafa yfirsýn yfir fjárhags- hliðina líka. Þetta er svolítið yfir- gripsmikið en skemmtilegt engu að síður,“ segir hún. Á Barmahlíð eru hjúkrunar- rými fyrir 13 manns, tvö dvalar- rými og eitt rými fyrir hvíldarinn- lagnir til skemmri tíma. „Við tök- um við mörgum í hvíldarinnlagn- ir héðan og þaðan af Vesturlandi, úr Reykjavík og auðvitað úr sveit- inni,“ segir Helga. Starfsmenn eru 14 talsins þegar allt er talið, þar af fjórir sjúkraliðar auk félagsliða, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. „Miðað við ekki stærri vinnustað er þetta mjög flottur hópur menntunarlega séð. Starfsandinn er góður og nota- legt að vinna hér. Heimilið geng- ur ekki einungis af gömlum vana, það verður að bjóða upp á góða að- stöðu fyrir vistmenn og starfsfólk og hér leggja sig allir fram um að gera heimilið að betri stað,“ seg- ir Helga og bætir því við að nú sé unnið að heimasíðu fyrir Barma- hlíð sem verður aðgengileg gegn- um vefinn reykholar.is. Þar verð- ur hægt að sjá hvað heimilið hef- ur upp á að bjóða og fylgjast með starfi Barmahlíðar. kgk Helga Garðarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Barmahlíðar á Reykhólum. Kann vel við sig og líður vel á Reykhólum Mokað var frá húsinu í sumar, drenað, sökkullinn kæddur og lóðin að lokum hellulögð. Gistiheimilið Dalakot hefur vaxið ár frá ári Pálmi Jóhannsson. Í vetur var unnið að því að laga matsalinn.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.