Skessuhorn - 16.09.2015, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201532
Í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit
er hefð fyrir því að allir nemend-
ur skólans taki þátt í haustferðum
á vegum skólans. Haustferðir eru
hluti af útinámi skólans en í Heið-
arskóla er lögð áhersla á að nám
fari ekki einungis fram í skólastof-
um heldur líka úti á skólalóðinni
sem og í náttúrulegu umhverfi.
Þessi nálgun auðgar nám barnanna
og getur verið uppspretta nýrra
hugmynda og leikja. Einnig er
þetta góð leið til að þjappa hópn-
um saman eftir langt sumarfrí.
Hvert haust er boðið upp á þrjár
ferðir, eina fyrir hvert aldursstig
skólans.
Unglingastigið fór í
hjóla- og gistiferð í
Skorradal
Fimmtudaginn 27. ágúst fóru
nemendur í 8. - 10. bekk Heið-
arskóla í hjólaferð. Hjólað var frá
skólanum í Skátaskálann í Skorra-
dal. Hópurinn gisti í skálanum
eina nótt. Hjólaferðin gekk von-
um framar og voru allir sáttir og
sælir, bæði nemendur og kenn-
arar. Ferðin að Skátaskálanum
gekk áfallalaust og fór hver á sín-
um hraða, sumir jafnvel löbbuðu
megnið af leiðinni því mótvind-
urinn var töluverður (sá hópur
ákvað að kalla sig Afturgöngurn-
ar, því hann gekk aftast). Stoppað
var á Þórisstöðum þar sem hópur-
inn grillaði pylsur og hvíldi sig að-
eins fyrir seinni hluta ferðarinnar.
Hópnum var skutlað upp Dragann
og „rúllaði“ svo niður nánast alla
leið að Skátaskálanum. Á meðan
Grillmaster 2000 undirbjó grillið
fóru nokkrir ofurhugar og böðuðu
sig í Skorradalsvatni. Grillmaster-
inn bauð upp á dýrindis lamba-
kjöt og krakkarnir borðuðu eins
og þeir gátu í sig látið. Um kvöld-
ið var hin víðfræga spurninga-
keppni Gettu betur í vetur og voru
það Hjörtun sem höfðu betur að
þessu sinni. Heimferðin var mjög
skemmtileg þar sem vindurinn og
brekkurnar sáu að mestu leyti um
að koma fólkinu heim. Þessi ferð
var frábær í alla staði og krakkarn-
ir yndislegir, hjálpsamir og glaðir.
Miðstigið gekk
á Akrafjall
Nemendur miðstigs skólans fóru í
gönguferð upp í Akrafjall. Gengið
var upp frá vatnsveitu Akurnesinga
og upp eftir Berjadalsánni. Ætlun-
in var að fara upp á Háahnúk en
vegna vindáttar var farið í hina átt-
ina og alveg upp að Guðfinnuþúfu
sem er í tæplega 400 metra hæð.
Allir komust upp og skrifuðu nöfn
sín í gestabók sem þar er og borð-
uðu nestið sitt í blíðskaparveðri.
Fallegt útsýni er af Guðfinnuþúfu
og vel var hægt að dást að því í sig-
urvímunni. Síðan var haldið niður
af fjallinu og að bílastæðunum en
þar voru pylsur grillaðar, klifrað
í klettum og spjallað. Rútan kom
svo rétt fyrir klukkan tvö og flutti
hópinn aftur í skólann í tæka tíð
fyrir heimferð.
Yngsta stigið fór að
Þórisstöðum
Miðvikudaginn 26. ágúst fór
yngsta stigið í haustferðina sína.
Að þessu sinni var haldið að Þór-
isstöðum en þar tók húsráðand-
inn hún Alla vel á móti hópnum.
Alla vann í Heiðarskóla síðasta
vetur og var því gaman fyrir börn
og starfsfólk að hitta hana aftur.
Á Þórisstöðum var ýmis afþrey-
ing í boði enda er þar tekið á móti
fjölda ferðamanna árið um kring.
Þar hefur til dæmis gömlum golf-
velli verið breytt í fótboltagolfvöll
og hlökkuðu mörg barnanna til
þess að prófa fótboltagolfið. Þau
höfðu líka mikinn áhuga á að hitta
dýrin á bænum og eftir talsverða
leit fundu þau bæði hana og hæn-
ur, heimalninga og heimiliskött-
inn hana Guðnýju. Börnin höfðu
líka tekið með sér lítil ílát, þau
fundu prýðis berjaland og náðu
sum hver að fylla ílátin sín af góm-
sætum berjum. Veðurbarðir ferða-
langar fengu síðan grillaðar pylsur
í hádegisverð og hafði hópurinn
það notalegt í fjárhúsinu á bænum
enda þó nokkuð rok þennan dag.
Eftir vel heppnaða og skemmti-
lega vettvangsferð var haldið aftur
heim í skóla.
-frétt frá Heiðarskóla
Þættirnir Tónahlaup hefja göngu
sína á RÚV á miðvikudagskvöld-
ið kl. 20.05. Þættirnir verða sex
talsins og fékk þáttastjórnandinn
Jónas Sen sex grunnskóla og jafn
marga tónlistarmenn til liðs við sig.
Tónlistarmennirnir fengu úthlut-
að skólum og sömdu eitt lag fyrir
skólann sem þeir afhentu nokkr-
um völdum nemendum. Brekku-
bæjarskóli á Akranesi er einn þess-
ara skóla og var það Ingó Veður-
guð sem sótti skólann heim. Hann
samdi lagið „Loggaðu þig út“ sem
hópur nemenda úr Brekkubæjar-
skóla æfði og útsetti og á endanum
fóru krakkarnir með lagið fullæft
til upptöku í sjónvarpssal. Fram-
laga Skagakrakkanna verður í fyrsta
þættinum sem sýnt verður á RUV
í kvöld, miðvikudaginn 16. sept-
ember, og hefst útsending klukk-
an 20:05.
mm
Það var mikið líf og fjör hjá börn-
unum í 1. til 4. bekk í Grunnskóla
Snæfellsbæjar síðastliðinn mánu-
dag. Þau hófu daginn á því að hittast
á sal skólans á Hellissandi þar sem
verkefninu Göngum í skólann var
formlega hleypt af stokkunum en
skólinn tekur nú þátt í fyrsta skipti.
Að því loknu gengu börnin ásamt
kennurum og starfsfólki saman upp
á Reynisvöll þar sem þau tók þátt
í Norræna skólahlaupinu. Létu þau
haustveðrið ekkert á sig fá og lögðu
sig öll fram í hlaupið og var gleðin
og ánægjan í fyrirrúmi. Þegar þau
höfðu lokið við að hlaupa var geng-
ið aftur í skólann þar sem barnanna
biðu ávaxtapinnar. þa
Nemandi yngsta stigs á berjamó.
Haustferðir nemenda Heiðarskóla
Norrænt skólahlaup og verkefnið
Göngum í skólann
Krakkar úr Brekkubæjarskóla
í Tónahlaupi á RUV
Hérna er hluti af hjólreiðarfólkinu, þreytt en ánægt við skátaskálann í Skorradal.
Miðstigshópurinn saman kominn á
toppi Akrafjalls.
Miðstigsnemendur virða fyrir sér útsýnið af Akrafjalli.